Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

496. fundur 08. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:48 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson varamaður
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Beiðni um aðstöðu í gamla frystihúsinu

1908001

Framlagt erindi frá Sláturhúsi Vesturlands ehf, dags. 30. Júlí 2019, þar sem óskað er eftir af fá tímabundna aðstöðu til að salta gætur og húðir í gamla frystihúsinu í Brákarey.
Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð er meðmælt því að Sláturhús Vesturlands ehf fái umbeðna aðstöðu í gamla frystihúsinu í Brákarey undir þá starfsemi sem óskað er eftir. Umsjónarmanni fasteigna er falið að annast útfærslu erindisins og ganga frá samningi við forsvarsaðila sláturhússins um fyrirhuguð afnot af aðstöðu í gamla frystihúsinu í Brákarey.

2.Fyrirkomulag snjómoksturs

1908004

Framlögð fundargerð sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og verkefnastjóra með snjómokstursfulltrúum frá 26. júní sl. Einnig var framlagt minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs frá 1. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir afstöðu byggðarráðs um hvort bjóða eigi út snjómokstur í dreifbýli Borgarbyggðar eða hvort eigi að vinna samkvæmt núverandi fyrirkomulagi.
Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og landbúnaðarnefndar til frekari umfjöllunar. Byggðarráð óskar jafnframt eftir sundurliðuðu yfirliti um kostnað við snjómokstur síðastliðinn vetur.

3.Styrkvegir - fjárveiting 2019

1907211

Framlagt bréf Vegagerðarinnar dags. 26. Júlí 2019, þar sem tilkynnt er að Borgarbyggð hafi fengið úthlutað 4.0 m.kr. til viðhalds styrkvega í dreifbýli. Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð óskar eftir yfirliti frá umhverfis- og skipulagssviði um hvernig ofangreindu fjármagni verður ráðstafað.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegslóða á Arnarvatnsheiði

1907209

Framlögð umsókn forsvarsmanna Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Sjálfseignarstofnunar um Arnarvatnsheiði og Geitland, dags. 24. Júlí 2019, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja vegslóða, sem er rúmur 1,0 km að lengd, sem tengir vegslóða að Úlfsvatni við nýja brú yfir Norðlingafljót við Helluvað.
Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð vísar erindinu til Skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar og til Umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar.

5.Umsókn um stofnun lögbýlis

1907217

Framlagt erindi frá Þorbjörgu Valdís Kristjánsdóttur (kt. 090171-3489)
og Hlöðveri Hlöðverssyni (kt. 260366-5999), til heimilis að Litla Laxholti, dags. 31. júlí 2019, þar sem þau óska umsagnar um umsókn þeirra um stofnun lögbýlis að Litla-Laxholti (lnr. 220504).
Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis - og skipulagssviðs til umsagnar.

6.Breytt skipulag Hjallastefnunnar

1908002

Framlagt til kynningar erindi Hjallastefnunnar, þar sem kynntar eru fyrirætlanir um breytingu á skipulagi reksturs félagsins. Breytingarnar felast í stórum dráttum í því að stofnuð verða þrjú aðskilin eignarhaldsfélög um rekstur Hjallastefnunnar sem munu halda utan um þrjár mismunandi rekstrareiningar starfseminnar. Þær eru:
-
Leikskólar Hjallastefnunnar
-
Gunnskólar Hjallastefnunnar
-
Fasteignafélagið Bak-Hjalla
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á fyrrgreindum breytingum með undirritun sérstaks viðauka við núverandi samning þar sem staðfest er framsal Hjallastefnunnar ehf. kt. 540599-2039 á samningi Borgarbyggðar og Hjallastefnunnar um rekstur leikskólans Hraunborgar yfir til rekstrarfélags Hjallastefnunnar, Hjallastefnan leikskólar ehf. kt. 550119-0130.
Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá viðauka við samning Borgarbyggðar og Hjallastefnunnar skv. framansögðu og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Heilbrigðisstefna til 2030 - kynningarfundur 15.8.2019

1908043

Framlögð til kynningar tilkynning um kynningarfund heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands til ársins 2030 sem haldinn verður á Akranesi þann 15. ágúst n.k. Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.
Afgreiðsla byggðarráðs: Byggðarráð hvetur til að fulltrúar frá Borgarbyggð sæki fundinn.

8.Tillaga að breytingu á reglugerð Faxaflóahafna sf.

1908055

Framlögð til kynningar drög að endurskoðaðri reglugerð fyrir Faxaflóahafnir. Eigendur Faxaflóahafna geta skilað inn athugasemdum fram til 1. október n.k. Umhverfis - og skipulagssviði falið að yfirfara framlögð drög að endurskoðaðri reglugerð.

9.Jafnlaunavottun

1907061

Framlögð til kynningar tilboð í undirbúning að innleiðingu jafnlaunavottunar fyrir Borgarbyggð. Tilboð hafa borist frá Capacent, Avanti og PWC. Mannauðsstjóri Borgarbyggðar mætti til fundarins, kynnti verkefnið og stöðu þess.
Ingibjörg Guðmundsdóttir kynnti nýja heimasíðu, sem unnið hefur vrið að að undanförnu, fyrir fundarmönnum. Stefnt er að því að heimasíðan fari í loftið innan skamms.
Ennfremur fór hún yfir ráðningarferli innan stjórnsýslunnar þegar ráðnir eru nýir starfsmenn.

Fundi slitið - kl. 10:48.