Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

497. fundur 22. ágúst 2019 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Framlögð tímalína fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og gerð fjárheimilda fyrir árin 2021-2023. Rætt um skipulag vinnunnar sem er framundan, fyrirkomulag vinnufunda sveitarstjórnar og fyrirhugaðra funda með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjóri mun boða til fundar með forstöðumönnum stofnana innan skamms þar sem farið verður yfir forsendur fjárhagsáætlunar og vinnulag við verkið.

2.Beiðni um meðmæli vegna kaupa á jörð

1908184

Framlögð beiðni ábúenda jarðarinnar Staðarhrauns, Guðbrandar Guðbrandssonar, Jónu Jónsdóttir og Jóns Guðlaugs Guðbrandssonar, dags. 16. Ágúst 2019, um meðmæli sveitarstjórnar með kaupum þeirra á jörðinni Staðarhrauni.
Byggðarráð lýsti sig meðmælt erindinu og fól sveitarstjóra að afgreiða það. Byggðarráð leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Afgreiðsla þessa fundar:

3.Ákvörðun um matsáætlun - Fíflholt

1908102

Framlögð til kynningar mat Skipulagsstofnunar á tillögu Sorpurðunar Vesturlands vegna fyrirhugaðrar aukinnar urðunar í landi Fíflholta, dags. 8. ágúst 2019. Skipulagsstofnun féllst á tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun með allnokkrum athugasemdum og ábendingum.
Byggðarráð óskar eftir því að viðbrögð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands ehf verði kynnt fyrir byggðarráði.

4.Tækniþróunarsjóður - kynningarfundur 29.8.2019

1908204

Framlögð til kynningar auglýsing vegna fundar Tækniþróunarsjóðs sem haldinn verður í Borgarnesi 29. ágúst n.k. kl. 12:00-13:00 í húsi Símenntunar, Bjarnarbraut 8.

5.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 4.-5.sept.2019

1908202

Framlagt til kynningar fundarboð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður í Garðabæ dagana 4. og 5. sept. 2019. Byggðaráð hvetur kjörna fulltrúa til að mæta.

6.Boðun aukalandsþings sambandsins 2019

1906076

Framlagt fundarboð á aukalandsþing sambands Íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 6. sept. n.k. Fundarefni verður tillaga starfshóps og tillaga til þingsályktunar að styrkingu sveitarstjórnarstigsins sem unnin hafa verið á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Meðal annars hafa verið lagðar fram tillögur um ákveðin lágmörk á íbúafjölda sveitarfélaga. Fundinn sækja f.h. Borgarbyggðar Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður byggðarráðs, Guðveig Lind Eyglóardóttir, Silja Eyrún Steingrímsdóttir og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

7.Ósk um skólasel á Kleppjárnsreykjum

1908100

Framlagðar framkomnar beiðnir nokkurra foreldra barna sem stunda nám á Kleppjárnsreykjum um að sett verði upp skólasel á Kleppjárnsreykjum. Byggðarráð lýsir vilja sínum til þess að stofna skólasel leysi það úr þeirri stöðu sem uppi er. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd til frekari umfjöllunar.

8.Umsóknareyðublöð

1908214

Framlögð drög að umsóknareyðublöðum fyrir tengingu við ljósleiðara við styrkhæfa tengistaði annars vegar og við frístundahús hinsvegar.
Byggðarráð samþykkti að gefa kost á greiðsludreifingu tengigjalds á eftirfarandi hátt: Gefinn verður kostur á að dreifa greiðslu tengigjalds að fjárhæð 250.000 kr. í 10 jafna hluta. Sérstaklega er bent á að þeir sem ekki eru styrkhæfir skv. reglum Fjarskiptasjóðs greiða því sem næst raunkostnað við lagningu ljósleiðara. Byggðarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við uppsetningu umsóknareyðublaðanna.

9.Samningur milli SH Leiðara og Heflunar ehf.

1908218

Framlagður til kynningar samningur milli SH Leiðarans og Heflunar ehf. um framkvæmdir v. ljósleiðara í Borgarbyggð.

10.Umsókn um lóð - Kvíaholt 29

1908191

Framlögð umsókn Jóns Axels Jónssonar, kt. 0404664529, Sæunnargötu 4 um lóð að Kvíarholti 29.
Byggðarráð samþykkti að úthluta Jóni Axel Jónssyni lóð að Kvíarholti 29 Borgarnesi.

11.Skotæfingasvæði í landi Hamars - Deiliskipulag

1805052

Framlagt erindi Umhverfisstofnunar um mat stofnunarinnar vegna fyrirætlana um að setja upp skotæfingasvæði í landi Hamars í Borgarbyggð. Í áliti stofnunarinnar koma fram margháttaðar athugasemdir við fyrrgreindar fyrirætlanir. Erindi Umhverfisstofnunar varða bæði deiliskipulag og aðalskipulag á fyrrgreindu svæði. Umhverfisstofnun lýsir því yfir að hún muni leggjast gegn fyrirætlunum um uppsetningu skotæfingasvæðis svo nærri friðlýstu svæði fólkvangs ef hljóðstig er óásættanlegt.
Byggðarráð fjallaði um erindi Umhverfisstofnunar og samþykkti að óska eftir fundum með Skotfélagi Vesturlands um málið og Umhverfisstofnun.

12.Samningur um brunavarnir við Eyja - og Miklaholtshrepp - endurskoðun

1908226

Framlögð fundargerð frá fundi fulltrúa Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps þann 15. ágúst 2019 um endurskoðun samnings Slökkviliðs Borgarbyggðar við Eyja - og Miklaholtshrepps um brunavarnir í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

13.Vatnsveita v. Hjarðarholt

1908205

Framlögð umsókn Þorvaldar T. Jónssonar í Hjarðarholti, dags. 20 ágúst 2019, um tengingu Hjarðarholts og Fornastekks við vatnsveitu Varmalands í landi Stafholtsveggja.
Byggðarráð lýsti sig jákvætt gagnvart erindinu og vísaði því til Umhverfis- og skipulagssviðs til skoðunar. Óskað er eftir minnisblaði frá sviðinu um málið.

14.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð byggingarnefndar GB frá 20. ágúst 2019.

Fundi slitið - kl. 11:15.