Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

498. fundur 29. ágúst 2019 kl. 08:15 - 11:50 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Málefni Seláss ehf

1908342

Til fundarins mættu Marteinn Valdimarsson, Þórdís Arnardóttir og Heiða Dís Fjeldsted til viðræðna um málefni Seláss ehf en það félag rekur reiðhöllina við Vindás.
Kristján Gíslason tekur við fundarritun kl. 9:30

2.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta rekstrarár. KPMG er að vinna að hálfsárs uppgjöri fyrir árið 2019. Fundur með forstöðumönnum stofnana hefur verið boðaður þann 4. september n.k. Í undirbúningi eru fundir byggðarráðs úti í stofnunum sveitarfélagsins og vinnufundir sveitarstjórnar til undirbúnings vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætti til fundarins og fór yfir undirbúning sviðsins fyrir fjárhagsáætlunarvinnu fyrir rekstur þess á næsta ári, viðhaldsáætlun og framkvæmdaáætlun mannvirkja í eigu sveitarfélagsins.

3.Umsókn um tengingu við Vatnsveitu Varmalands

1908387

Framlögð umsókn Magnúsar Magnússonar að Hamraendum, dags. 23. ágúst 2019, um tengingu jarðarinnar við vatnsveitu Varmalands. Byggðarráð lýsti sig jákvætt gagnvart erindinu og vísaði því til umhverfis- og skipulagssviðs til skoðunar samhliða öðrum samskonar umsóknum.
Sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs falið að vinna samþykktir vegna stofnunar Vatnsveitu Varmalands.

4.Leigusamningar við Brynju hússjóð ÖBÍ 2019

1908301

Framlagt bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 19. ágúst 2019 þar sem tilkynnt er um framlag sjóðsins til sveitarfélagsins vegna jöfnunaraðgerða til að draga úr áhrifum óhagstæðra langtímaleigusamninga um húsnæði fyrir fatlað fólks. Framlag til Borgarbyggðar 2019 í þessu sambandi er kr. 1.248.460.-

5.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

1901093

Framlagður viðauki við samning milli Borgarbyggðar og Reykjavíkurborgar um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvarfi Reykjavíkurborgar, dags. 14. Ágúst 2019. Viðaukinn inniheldur upplýsingar um skjölun og skráningu persónuupplýsinga en umrædd ákvæði vantaði í áður frágenginn þjónustusamning Reykjavíkurborgar við Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti viðaukann og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Ákvörðunin er lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

6.Orkuveita Reykjavíkur - hálfsársuppgjör 2019

1908340

Hálfsársuppgjör Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2019 lagt fram.
Hagnaður af rekstri samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2019 nam 3.349 milljónum kr. (1.1.-30.6.2018: 4.200 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2019 var jákvæð um 7.846 milljónir kr. (1.1.-30.6.2018: jákvæð um 5.220 milljónir kr.).

7.Umsögn um drög að stefnu í úrgangsmálum

1908341

Umhverfisstofnun sendi í júlí sl. beiðni til allra sveitarfélaga um umsögn að drögum að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum.
Framlögð til kynningar umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga um drögin dags. 23. Ágúst 2019 ásamt bréfi þar að lútandi til sveitarfélaga landsins. Í umsögn sambandsins er lögð áhersla á að að þær tillögur sem nú liggja fyrir af hálfu Umhverfisstofnunar þurfi að hljóta vandaða ábata- og kostnaðargreiningu. Áherslur í drögunum gangi t.a.m. í sumum tilvikum lengra en gerð er krafa um í EES-löggjöf og ljóst sé að kostnaðaráhrif geti orðið veruleg fyrir sveitarfélög og þar með skattgreiðendur. Jafnframt er kallað eftir frekari umfjöllun í drögunum um þörf fyrir uppbyggingu innviða til meðhöndlunar úrgangs og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga um málaflokkinn.
Einnig var framlögð fundargerð verkefnisstjórnar sambandsins um úrgangsmál frá 15. ágúst sl. þar sem kynnt var bókun verkefnisstjórnarinnar um málið. Þar kemur fram að verkefnisstjórnin harmi að ekki hafi verið kallað eftir þátttöku fulltrúa sveitarfélaga á fyrri stigum við gerð stefnunnar. Verkefnisstjórn minnir á að sveitarfélögin hafa meginhlutverki að gegna sem stjórnvald í úrgangsmálum og hafa reynslu og þekkingu af framkvæmd úrgangsstjórnunar.
Vísað til umhverfis - og landbúnaðarnefndar til kynningar.

8.Lækkun ökuhraða í Borgarnesi - bréf

1908315

Framlagt bréf Guðmundar A. Arasonar Borgarnesi, frá ágúst 2019, vegna breytinga á hámarkshraða á Borgarbraut frá Hyrnutorgi niður að Egilsgötu í Borgarnesi. Guðmundur er ósáttur við þá lækkun hámarkshraða úr 50 km á klst niður í 30 km á klst. sem sveitarstjórn Borgarbyggðar tók ákvörðun um fyrir nokkru og leggur fram tillögur í því sambandi s.s. að hækka hann aftur í 40 km á klst.
Byggðarráð þakkar Guðmundi erindið. Byggðarráð telur að rétt sé að fá betri reynslu á þann hámarkshraða sem í gildi er á Borgarbraut áður en tekin verður umræða um að breyta honum aftur. Umferð fólks um miðbæinn hefur t.d. vaxið verulega í kjölfar mikillar uppbyggingar á íbúðar- verslunar- og hótelhúsnæði á því svæði og því áríðandi að tryggja öryggi þess. Einnig er umferð skólabarna mikil um götuna stóran hluta ársins sem verður að hafa í huga við ákvarðanir sem þessar.

9.Gerð hluthafasamkomulags v. Menntaskóla Borgarfjarðar

1908388

Umræður um undirbúning hluthafasamkomulags vegna stjórnarkjörs í Menntaskóla Borgarfjarðar. Lagðir fram minnispunktar frá umræðum á óformlegum fundi 10 stærstu hluthafa skólans frá 19. ágúst sl.
Byggðarráð óskar eftir að Kristinn Bjarnason hrl. verði fenginn til að vinna drög að hluthafasamkomulagi með hliðsjón af þeim umræðum sem fóru fram á óformlegum fundi hluthafa þann 19. ágúst sl. og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

10.Gatnagerð í Bjargslandi

1902099

Framlagt tilboð Borgarverks ehf. í gatnagerð og lagnir í Bjargslandi dags. 26. ágúst 2019. Tilboðið var eina tilboðið sem barst í verkið. Tilboðið hljóðar upp á 48.295.000 kr og er það 13% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir tilboðið og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

11.Miðhálendisþjóðgarður

1908157

Umræður um afstöðu Borgarbyggðar vegna framkominna tillagna um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Byggðarráð ræddi hugmyndir um að land í eigu Borgarbyggðar sem liggur að landi Steindórsstaða í Reykholtsdal sem nær upp að Oki muni falla undir miðhálendisþjóðgarð og hvaða skilyrði ættu að tengjast slíkri ákvörðun.
Byggðarráð óskar eftir viðræðum við nefnd sem hefur starfað að undirbúningi miðhálendisþjóðgarðs um að land í eigu Borgarbyggðar sem liggur að landi Steindórsstaða í Reykholtsdal sem nær upp að Oki muni falla undir miðhálendisþjóðgarð með ákveðnum skilyrðum. Byggðarráð leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

12.Snorrastofa - Ritmenning íslenskra miðalda

1908391

Byggðarráð sendir heillaóskir til Snorrastofu í Reykholti í tilefni af undirritun samstarfssamnings forsætisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, forstöðumanns Árnasafns og stjórnarformanns Snorrastofu sem fór fram í Reykholti þann 22. ágúst sl. Samningurinn felur í sér fjármögnun á verkefni til fimm ára þar sem unnið er að rannsóknum á ritmenningu íslenskra miðalda. Það verður staðsett og unnið í Snorrastofu. Verkefnið er gjöf ríkisstjórnarinnar til íslensku þjóðarinnar í tilefni af 75 ára afmælis íslenskra lýðveldisins.

13.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 11. fundar byggingarnefndar GBF á Kleppjárnsreykjum dags. 21. ágúst 2018.

14.Ljósleiðari verkfundir

1908395

Framlögð fundargerð frá 1. verkfundi ljósleiðaraverkefnis dags. 14. ágúst 2019.

Fundi slitið - kl. 11:50.