Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

502. fundur 02. október 2019 kl. 16:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Úttekt á Slökkviliði Borgarbyggðar 2019

1909172

Framlögð úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Borgarbyggðar 2019
Byggðarráð samþykkir að vísa úttektinni til fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar til upplýsingar og til umhverfis - og skipulagssviðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

2.Endurskoðuð viðræðuáætlun SGS og SNS

1909143

Framlagt bréf Stéttarfélags Vesturlands um endurskoðaða viðræðuáætlun milli SGS og SNS

3.Tré lífsins - minningargarður

1909182

Framlagt kynningarbréf frá Tré lífsins um minningargarð
Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.

4.Félagsfundur Veiðifélags Langár 2019

1909194

Framlagt fundarboð á félagsfund Veiðifélags Langár þann 6.10.2019.
Byggðarráð samþykkir að Einar Ole Pedersen sæki fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

5.Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf 2020 og 5 ára áætlun

1909195

Framlögð fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2020 og 5 ára áætlun.

6.Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar - breyting

1909198

Byggðarráð samþykkir að Brynja Þorsteinsdóttir taki sæti í stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar í stað Bjarka Þórs Grönfeldts.

7.Fíflholt - jarðgerð

1909141

Framlögð gögn frá kynningarfundi um jarðgerð í Fíflholtum.
Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum gögnum til umfjöllunar í umhverfis - og landbúnaðarnefnd.

8.Sólbakki 13 - 15 - breyting á húsnæði

1909165

Framlögð endurskoðuð kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði slökkviliðs Borgarbyggðar í samræmi við afgreiðslu á 501. fundi byggðarráðs. Ennfremur útlitsteikning.
Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis - og skipulagssviði að afla tilboða í verkið.

9.Frá nefndasviði Alþingis - 16. mál til umsagnar

1909184

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 26. mál til umsagnar

1909177

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

11.Til umsagnar 101. mál frá nefndasviði Alþingis

1909178

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.

12.Til umsagnar 122. mál frá nefndasviði Alþingis

1909173

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

13.Til umsagnar 22. mál frá nefndasviði Alþingis

1909176

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.

14.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4-1995

1909196

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að fara yfir fyrirhugaðar breytingar.

15.Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ 20. sept. n.k.

1906087

Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ frá 20. sept. 2019 framlögð

Fundi slitið.