Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

505. fundur 31. október 2019 kl. 08:15 - 11:50 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 29.10.2019 ásamt minnisblaði um verkstöðu og kostnað við verkið.
Pálmi Þór Sævarsson form. byggingarnefndar mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála við framkvæmdina.

2.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Framhaldið umræðu um undirbúning að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2020. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið frá síðasta fundi byggðarráðs. Sérstaklega rætt um framkvæmdaáætlun og viðmið við "Brúna til framtíðar". Byggðarráð leggur áherslu á við gerð fjárhagsáætlunar að náð sé þeim markmiðum sem sett eru í Brúnni. Einnig var rætt um stöðu B-hluta fyrirtækja, mikilvægi þess að þau séu sjálfbær og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

3.Framlög úr Jöfnunarsjóði

1910152

Byggðarráð fjallaði um lækkun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þegar sveitarfélög lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts. Sveitarstjóri fór yfir efnisatriði málsins.
Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að beita sér fyrir því að lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði breytt á þann hátt að þeim sveitarfélögum sem leitast við að halda skattbyrði á íbúa sína óbreyttri í kjölfar mikillar hækkunar fasteignamats verði ekki hegnt fyrir það með lækkun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, segir svo í 11. gr. lið d:
„Til jöfnunar tekjutaps einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar fasteignaskattstekna í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja, allt að [30,1%] 3) af tekjum sjóðsins skv. a-lið [8. gr. a]. 2) Í 12. gr. sömu laga segir svo um framlög til sveitarfélaga:
12. gr. Jöfnunarframlög skiptast í tvennt, tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög, og skal þeim úthlutað sem hér segir:
a. Tekjujöfnunarframlögum skal úthlutað til að jafna tekjur sveitarfélaga. Jöfnunin skal miðuð við sambærileg sveitarfélög og fullnýtingu tekjustofna þeirra, þar á meðal framlaga skv. d-lið 11. gr.“

Í ofangreindum tilvitnum úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga, kemur fram að almenn tekjujöfnunarframlög, sem er ætlað að renni til þeirra sveitarfélaga sem eru tekjulægri en almennt gerist, og framlög vegna lækkunar fasteignaskattstekna í kjölfar breytinga á álagningarstofni mannvirkja, muni lækka hjá þeim sveitarfélögum sem fullnýta ekki tekjustofna sína. Eðlismunur er á tveimur stærstu skattstofnum sveitarfélaga í landinu. Tekjur sveitarfélaga af útsvarstekjum breytast með þeim breytingum sem verða á heildarlaunatekjum íbúanna. Breytingar á fasteignamati íbúðarhúsa og annarra mannvirkja, og þar með tekjur sveitarfélaganna af fasteignaskatti og tengdum gjaldstofnum, breytast hins vegar óháð þeim breytingum sem verða á tekjum þeirra sem í húsunum búa. Velflest sveitarfélög hafa á undanförnum árum brugðist við miklum hækkunum á fasteignamati íbúðarhúsnæðis á þann hátt að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts. Markmið þess er að halda skattbyrði íbúanna sem jafnastri. Þessi ákvörðun hefur hins vegar þau áhrif að framlög til þessara sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkar vegna ákvæðis laganna um kröfu um að tekjustofnar séu fullnýttir. Þeim sveitarfélögum sem leitast við að halda skattbyrði íbúanna sem jafnastri þrátt fyrir hækkanir á gjaldstofni fasteignaskatts er þar með hegnt. Á hinn bóginn má segja að þau sveitarfélög séu verðlaunuð sem hækka skattbyrði íbúanna, með því að lækka ekki álagningarhlutfall fasteignaskatts til samræmis við hækkanir fasteignamats.

4.Afmæli SSV - ráðstefna um framtíð Vesturlands

1910110

Framlagt boð SSV á ráðstefnu í tilefni 50 ára afmælis samtakanna sem haldin verður þann föstudaginn 15 nóvember n.k. Ráðstefnan mun hefjast kl.13.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Í upphafi ráðstefnunnar mun Sævar Kristinsson hjá KPMG kynna niðurstöður úr sviðsmyndagreiningu um mögulega þróun atvinnulífs og samfélags á Vesturlandi. Í kjölfarið munu ungir Vestlendingar kynna sína sýn á framtíðina og dagskrá ráðstefnu mun ljúka með pallborðsumræðum. Að ráðstefnunni lokinni munu samtökin standa fyrir afmælisfagnaði í Hjálmakletti.

5.Miðhálendisþjóðgarður

1908157

Framlagt minnisblað frá vinnufundi sveitarstjórnar þann 4. september sl. þar sem fjallað var um undirbúning að stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Byggðarráð ræddi málefnið ítarlega.
Það hefur ekki enn tekið afstöðu til framkominna hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þó vill byggðarráð Borgarbyggðar leggja fram eftirfarandi áhersluatriði vegna umsagnar um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sem varða undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs:
a.
Stjórn fyrirhugaðs svæðisráðs fyrir þann hluta miðhálendisþjóðgarðs sem tengist Borgarbyggð verði alfarið í höndum sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
b.
Skipulagsvald þess hluta miðhálendisþjóðgarðs sem tengist Borgarbyggð verði alfarið á ábyrgð sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
c.
Tryggt verði fjármagn í að byggja upp aðgangsgáttir í Borgarbyggð sem tengjast fyrirhuguðum miðhálendisþjóðgarði, eftirlit, samgöngubætur og náttúruvernd á því svæði miðhálendisþjóðgarðs sem tengist Borgarbyggð. Náði samráð verði haft við sveitarstjórn Borgarbyggðar um forgangsröðun verkefna og ráðstöfun fjármagns.
d.
Mótuð verði atvinnustefna fyrir fyrirhugaðan miðhálendisþjóðgarð.
e.
Mótuð verði skýr tímaáætlun með kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu 10 árum innan miðhálendisþjóðgarðs.

6.Sólbakki 13 - 15 - breyting á húsnæði

1909165

Framlögð tvö tilboð í breytingu innkeyrsluhurðar að Sólbakka 13-15. Tilboð Eiríks J. Ingólfssonar hf hljóðaði upp á 8.416.031.- kr. Tilboð Guðjóns Guðlaugssonar verktaki hljóðaði upp á 6.265.847.- kr. Sömu forsendur eru við bæði tilboðin. Kostnaðaráætlun sem unnin var af Verkís hljóðaði upp á 7.362.843.- kr.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Guðjóns Guðlaugssonar verktaka í breytingu innkeyrsluhurðar að Sólbakka 13-15 og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.

Búið er að finna tímabundið húsnæði í Borgarnesi fyrir körfubílinn þar til framkvæmdum líkur.

7.Umferðaröryggismál í Borgarbyggð

1910157

Byggðarráð ræddi störf hóps sem fjallar um umferðaröryggismál í Borgarbyggð. Hann skipa fulltrúar embættis lögreglustjóra Vesturlands, Vegagerðarinnar og Borgarbyggðar. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætti til fundarins og skýrði frá störfum hópsins. Byggðarráð óskaði eftir því að komið verði á föstum fundartímum hjá hópnum. Hópurinn mun koma upplýsingum um mál á dagskrá og forgangsröðun verkefna til byggðarráðs.

8.Hrafnaklettur 4 - kauptilboð

1910125

Framlagt tilboð Jóns Axels Jónssonar, kt.040466-4529, í íbúð að Hrafnakletti 4, Borgarnesi. Fasteignanúmer íbúðarinnar er F2111414/010201. Tilboðið hljóðar upp á 17.500.000 kr - sautján milljónir og fimm hundruð þúsund kr. 00/100. Íbúðin þarfnast mikils viðhalds. Kauptilboðið gildir til kl. 12:00 fimmtudaginn 31. október 2019.
Byggðarráð samþykkir framkomið tilboð í íbúð að Hrafnakletti 4 og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

9.Brunavarnir og tryggingar v. skógarelda

1910063

Framlagt erindi Karólínu Huldu Guðmundsdóttur, til heimilis að Fitjum í Skorradal, varðandi hamfaraelda og hugmyndir hennar og Trausta Jónssonar um uppbyggingu tryggingaverndar gegn hamfaraeldum.
Byggðarráð þakkar framkomnar hugmyndir frá K. Huldu Guðmundsdóttur og Trausta Jónssyni svo og þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í að þróa upp tillögur að uppbyggingu viðlagatrygginga sem taka á tjóni á mannvirkjum sem kunna að eiga sér stað vegna hamfaraelda. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna með erindið áfram og kynna það fyrir hlutaðeigandi aðilum s.s. Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytinu.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 49. mál til umsagnar

1910107

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

11.Til umsagnar 230. mál frá nefndasviði Alþingis

1910132

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

12.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1810067

Framlögð fundargerð 4. fundar stýrihóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi frá 23.10.2019

13.Fundargerd nr.416_ Hafnasambands Íslands

1910123

Framlögð fundargerd stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 416 ásamt fundargerð Siglingaráðs nr. 18.

14.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 279 og 280

1910151

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 279 og 280 framlagðar.

15.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 13. fundar byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum.

16.Fagráð Slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2019

1901163

Framlögð fundargerð frá 6 fundi fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar sem haldinn var 14. okt. 2019.

Fundi slitið - kl. 11:50.