Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

506. fundur 07. nóvember 2019 kl. 08:15 - 12:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
  • Guðveig Eyglóardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Formaður lagði til að bætt verði við lið nr. 5 - Landsmót 50+ samningur. Var það samþykkt.

1.Afréttargirðingar

1908188

Framlagt yfirlit um ástand afréttargirðinga byggt á upplýsingum frá formönnum fjallskilasjóða í nóvember 2019. Ástand fjallgirðinga er víða mjög lélegt og því mikil þörf á viðhaldi þeirra og endurbótum á komandi árum. Framlagt yfirlit er gagnlegt til að skipuleggja það starf til einhverra ára. Samþykkt að halda vinnufund með fjallskilanefnd Borgarbyggðar.
Davíð Sigurðsson fer af fundi kl. 8:58 - Guðveig Lind Eyglóardóttir mætir til fundar í hans stað.

2.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Framlögð vinnugögn vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir framlögð gögn og skýrði þau. Undirbúningur fyrir framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 er vel á veg kominn. Einungis er eftir að fara yfir örfá atriði sem varða rekstur og fjárfestingar.
Byggðarráð samþykkir framkomna áætlun með ákveðnum breytingum og leggur hana fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 14. nóvember n.k.

3.Ferlagreining

1811144

Framlögð drög að ferlagreiningu Capacent á þjónustuferli Borgarbyggðar. Snædís Helgadóttir, starfsmaður Capacent, mætti til fundarins. Niðurstöður verða teknar til umræðu á vinnufundi sveitarstjórnar.

4.Ný þjóðhagsspá og forsendur fjárhagsáætlana

1911004

Framlagt minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. nóvember 2019, sem fjallar um endurskoðaða þjóðhagsspá og breyttar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsheimilda.
Byggðarráð þakkar framlagðar upplýsingar sem nýtast vel við endanlega gerð fjárhagsáætlunarinnar.

5.Borgarbyggð-viðbótarframlag, beiðni

1910174

Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 30. október 2019, þar sem farið er fram á hækkun framlags sveitarfélaganna á Vesturlandi til reksturs heilbrigðiseftirlitsins um kr. 10.000.000.-. Ástæða þess að farið er fram á aukaframlag er mikil aukning á launakostnaði vegna langtímaveikinda. Hlutur Borgarbyggðar í umbeðinni hækkun er 2.306.294.-
Byggðarráð samþykkti að óska eftir fundi með fulltrúum heilbrigðiseftirlits um erindið.

6.Landsmót 50 í Borgarnesi 2020

1911006

Framlagður samstarfssamningur milli UMSB, Borgarbyggðar og UMFÍ um landsmót 50 sem haldið verður í Borgarnesi í júní 2020.
Byggðarráð samþykkir samninginn og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Yfirfærsla Borgarbrautar (531-01) frá Vegagerðinni til Borgarbyggðar

1911012

Framlagt bréf Vegagerðarinnar, dags. 30. október 2019, þar sem fram kemur að vegagerðin muni færa Borgarbraut (531-01) til Borgarbyggðar fyrir lok ársins. Tilfærslan er gerð á grundvelli bráðabirgðaákvæðis í vegalögum nr. 14/2015 sem Einnig voru framlögð nokkur gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem varða útfærslu fyrrgreindra ákvæða. Þau eru:
a.
Minnisblað frá Juris slf., AÁ lögm., hrl., frá 28. febrúar 2018 sem lögmannsstofan vann fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.
b.
Minnisblað frá lögfræðideild Vegagerðarinnar, dags. 8. apríl 2019 er varðar skilavegi.
c.
Minnisblað frá lögfræðingi sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. apríl 2017, sem varðar niðurfellingu vega af vegaskrá
d.
Bréf til annarra sveitarfélaga um sama efni.

Byggðarráð felur sveitarstjóra og sviðstjórum Umhverfis- og skipulagssviðs og og fjármála - og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Vegagerðina um yfirfærslu Borgarbrautar til sveitarfélagsins frá Vegagerðinni. Einnig verði leitað fyrirmynda að hliðstæðum samningum. Niðurstöður viðræðnanna verða kynntar fyrir byggðarráði strax og mögulegt er.

8.Umsókn um lóð - Arnarflöt 3

1906105

Framlagður tölvupóstur frá Ellert Þór Haukssyni, dags. 31. október 2019, þar sem hann lýsir því yfir að hann óski eftir að skila lóðinni að Arnarflöt 3 að Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir skilin og felur skipulagsfulltrúa að skrá lóðina lausa til umsóknar á kortasjá sveitarfélagsins.

9.Umferðaröryggismál í Borgarnesi

1911014

Framlagt minnisblað sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs, dags. um umferðaröryggi í eldri hluta Borgarness. Lagt er til að óheimilt verði að leggja bifreiðum og öðrum ökutækjum gangstéttarmegin á eftirförnum götum: Böðvarsgötu, Gunnlaugsgötu, Kjartansgötu, Skallagrímsgötu og Þorsteinsgötu. Ástæða þessarar tillögu er hve erfitt er að moka viðkomandi götur þegar bílum er lagt beggja vegna á þeim.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

10.Kvíaholt 15 og 17, svæði milli lóða.

1910029

Framlagt bréf frá Svanhildi Skarphéðinsdóttur, Kvíaholti 15, 310 Borgarnesi, dags. 3. október 2019, þar sem farið er fram á stækkun lóðanna Kvíaholts 15 og 17 sem svarar þriggja metra breiðri landræmu sem liggur milli þeirra.
Byggðarráð samþykkir erindið.

11.Verndarsvæði í byggð í gamla miðbæ Borgarness

1910162

Framlagt erindi forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar, dags. 30. október 2019, þar sem farið er fram á að eftirfarandi svæði í Borgarnesi verði gerð að verndarsvæði í byggð skv. lögum nr. lög nr. 87/2015:
a.
Suðurnesklettar, byggð og minjar um atvinnulíf, s.s. fiskreitir og bryggja.
b.
Englendingavík og Vesturnes: Verslunarhús, bryggjusvæði og Bjössaróló.
c.
Merkar byggingar á nærsvæði þessa sem talið er rétt að falli einnig undir verndun.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags - og byggingarnefndar til umfjöllunar og óskar eftir upplýsingum um hvaða þýðingu slíkt verkefni hefur fyrir sveitarfélagið.

12.Fulltrúi USL nefndar í vatnasvæðanefnd - tilnefning

1812130

Skipun eins fulltrúa í Vatnasvæðanefnd. Byggðarráð skipaði Margréti Vagnsdóttur í nefndina.

13.Stjórn Brákarhlíðar - kosning varamanns

1911020

Skipun eins varamanns í stjórn Brákarhlíðar í stað Maríu Júlíu Jónsdóttur. Byggðarráð skipaði Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur í stöðu varamanns í stjórn Brákarhlíðar.

14.Umsókn um ljósastaura - Hvítárholt 2

1910108

Framlögð umsókn eigenda lögbýlisins Hvítárholts 2, dags. 22. október 2019 um uppsetningu ljósastaura.
Byggðarráð samþykkti erindið.

15.Menntun og færni við hæfi

1911013

Framlögð til kynningar skýrsla Samtaka atvinnulífsins "Menntun og færni við hæfi".

16.Frá nefndasviði Alþingis - 66. mál til umsagnar

1911008

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

17.Fundargerð 875. fundar stjórnar sambandsins

1910163

Fundargerð 875. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð

18.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 29.10.2019

19.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 5.11.2019

Fundi slitið - kl. 12:15.