Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

509. fundur 05. desember 2019 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Silja Eyrún Steingrímsdóttir situr fundinn meðan þessi liður er til umræðu.

1.Ráðningarferli sveitarstjóra

1911090

Lagður fram tímabundinn samningur við Lilju Björgu Ágústsdóttir um starf sveitarstjóra þar til gengið hefur frá ráðningu nýs sveitarstjóra.
Samningurinn samþykktur með tveimur atkv. (HLÞ, SES) gegn einu (GLE)

Lögð fram tillaga að auglýsingu um ráðningu sveitarstjóra. Forseta sveitarstjórnar falið að koma á framfæri tillögum að breytingum á auglýsingu í samræmi við umræður á fundinum, en auglýsingin mun birtast n.k. laugardag.
Silja Eyrún Steingrímsdóttir vék af fundi kl. 8:30 og Lilja Björg Ágústdóttir kemur þá til fundar

2.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Lagðar fram tillögur að gjaldskrá ljósleiðara og byggingaleyfisgjalda.
Rætt um breytingar á rekstraráætlun á milli umræðna.
Samþykkt að fela sviðsstjóra að gera lokabreytingar á tillögu að fjárhagsáætlun og hún þannig lögð fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu.
Gjaldskrá byggingaleyfis - og þjónustugjalda byggingarfulltrúa vísað til skipulags - og byggingarnefndar.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

1903105

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019. Breytingar eru gerðar á nokkrum liðum í rekstri sem þýðir að rekstrarafgangur minkar um kr. 807.000,- Framkvæmda- og fjárfestingakostnaður hækkar um kr. 6.300.000,- Þessum auknu útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkti viðaukann og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

4.Borgarbraut 55 - Verðmat

1912018

Lagt fram mat tveggja matsmanna á húsnæðinu að Borgarbraut 55 í samkvæmt samningi milli Bifreiðaþjónustu Harðar ehf, Grana ehf og Borgarbyggðar frá 15.05.2019. Taka þarf mið af þessari niðurstöðu við lokagerð fjárhagsáætlunar 2020. Lögmanni falið að fara yfir niðurstöður og næstu skref.

5.Afsláttur gatnagerðargjalda

1912004

Í maí s.l. samþykkti sveitarstjórn 50% afslátt af gagnagerðargjöldum vegna byggingu íbúðarhúsnæðis og 100% afslátt af lóðagjöldum vegna sömu bygginga. Afslátturinn gildir til loka árs 2019.
Byggðarráð samþykkti að sami afsláttur gildi út árið 2020.

6.Skipulagsmál við Brákarhlíð

1911134

Á fundinn mættu Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Jón G. Guðbjörnsson stjórnarformaður Brákarhlíðar til viðræðna um skipulagsmál. Kynntu þeir hugmyndir um breytingar í tengslum við deiliskipulag sem unnið er að um þesar mundir í kring um Brákarhlíð. Byggðarráð þakkar kynninguna og tekur jákvætt í þær hugmyndir sem fram komu á fundinum.

7.Málefni Sorpurðunar Vesturlands - gjaldskrá- næstu skref.

1912016

Lagt fram erindi stjórnarformanns Sorpurðunar Vesturlands varðandi gjaldskrá og fleiri mál sem eru í undirbúningi hjá félaginu. Byggðarráð þakkar upplýsingarnar og lýsir stuðningi við hækkun gjaldskrár.

8.Samkomulag milli Borgarbyggðar og stjórnar fjallskilaumdæmis ABHS

1912013

Lagt fram til kynningar bréf stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps ásamt drögum að samkomulagi varðandi starfsmannamál og umsýslu fjármála umdæmisins.

9.Kæra á útboð trygginga

1911062

Lagt fram bréf Kærunefndar útboðsmála þar sem tilkynnt er að útboð Borgarbyggðar á vátryggingum sveitarfélagsins hefur verið stöðvað um stundarsakir þar sem Vátryggingafélag Íslands kærði útboðið. Gefinn er frestur til að svara kæruatriðum.
Byggðarráð samþykkti að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að láta svara erindinu. Ákveðið hefur verið að fresta lokadegi til að skila tilboðum þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi kærumálið og hefur verið óskað eftir framlengingingu á núverandi samningi um tryggingar um stundarsakir.
Fylgiskjöl:

10.Eigendafundur OR.16.12.2019 - fundargögn

1911140

Lagt fram fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 16. desember n.k.
Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stofnað verði dótturfélag um CarbFix starfsemina og félagsformið verði opinbert hlutafélag (ohf).
Byggðarráð samþykkti að að félagið verði stofnað og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar.
Samþykkt að Lilja Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

11.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Framlagður tölvupóstur frá lögfræðingi Gunnlaugs A Júlíussonar fv. sveitarstjóra þar sem farið er fram á rökstuðning vegna uppsagnar hans.
Ennfremur lagt fram svarbréfi. Forseta sveitarstjórnar falið að klára bréfið. Byggðarráð samþykkir að fela Oddi Ástráðssyni lögmanni hjá LMB mandat að vinna málið áfram.

12.Kvörtun v. stjórnsýslu Borgarbyggðar

1912034

Framlögð tilkynning Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis um stjórnsýslukvörtun fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar til ráðuneytisins.

Byggðarráð samþykkir að fela Inga Tryggvasyni lögmanni að svara erindinu.

Formaður byggðarráðs lagði fram svohljóðandi bókun:
"Meirihluti byggðaráðs vill koma á framfæri ákveðnum staðreyndum vegna þeirra athugasemda sem Framsóknarflokkurinn í Borgarbyggð hefur gert við fyrirhugaða tímabundna ráðningu sveitarstjóra. Tilhögunin var tekin fyrir á fundi byggðarráðs 28. nóvember s.l. á þessum fundi eru drög að samningi kynnt á næsta fundi byggðarráði. Í framhaldi verður málinu vísað til sveitarstjórnar, sem tekur endanlega ákvörðun í málinu.

Á fundi byggðarráðs var einungis samþykkt að fela formanni byggðarráðs umboð til þess að ganga til samninga við Lilju Björgu Ágústsdóttur. Um er að ræða tímabundna ráðningu á meðan unnið er að ráðningaferli nýs sveitarstjóra líkt og kom fram í bókun byggðarráðs.

Við þessar aðstæður er aukið álag á stjórnsýslunni og er þessi tímabundna ráðning viðleitni til þess að tryggja að starfsemi sveitarfélagsins raskist eins lítið og mögulegt er á meðan á ráðningarferli stendur.

Óhætt er að fullyrða að ekki hafi átt sér stað nein lögbrot í þessu ferli eins og minnihlutinn hefur gefið í skyn og að ákvarðanir byggðarráðs verði staðfestar í sveitarstjórn hér eftir sem hingað til. Því liggur það fyrir að Lilja Björg mun ekki hefja störf fyrr en sveitarstjórn hefur formlega tekið ákvörðun um ráðningu sveitarstjóra eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Áréttað skal ennfremur að sveitarstjóri sem ráðinn verður tímabundið til starfa stígur til hliðar þegar nýr sveitarstjóri hefur störf. Áætlað er að starfið verði auglýst á komandi dögum og vonandi mun ráðningarferlið ganga hratt og örugglega fyrir sig.

Undirrituð geta ekki borið ábyrgð á því hvort fulltrúi Framsóknarflokksins í byggðarráði eða oddviti þeirra koma skilaboðum til flokksmanna sinna eða eiga samráð sín á milli fyrir byggðarráðs- eða sveitarstjórnarfundi. Þeim var fullkunnugt um að þetta stæði til fyrir fund byggðarráðs og upplýsingar sem þau halda fram að þau hafi séð fyrst í fjölmiðlum komu fram á fundinum og í fundargerð.

Það er því rétt að ítreka að hér er um sama umræðu- og afgreiðsluferil og önnur mál fá sem fara venju samkvæmt fyrst í gegnum byggðarráð og þaðan til sveitarstjórnar til samþykktar þegar við á. Engu að síður þótti eðlilegt að tilkynna starfsfólki og íbúum hvað til stóð í þessum efnum."

13.Frá nefndasviði Alþingis - 391. mál til umsagnar

1911151

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

14.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 281

1911138

281. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram.

15.Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur - fundargerð

1911076

Framlögð fundargerð eigendafundar OR frá 1. nóv.

16.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1810067

Framlögð fundargerð 5. fundar stýrihóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

17.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlagðar fundargerðir 13. og 14. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls

Fundi slitið.