Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

510. fundur 19. desember 2019 kl. 08:15 - 10:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Hiti og ljós á íþróttavelli

1912047

Lagt fram erindi Ingveldar Ingibergsdóttur f.h. hlaupahópsins Flandra varðandi hita og ljós á íþróttavelli. Byggðarráð þakkar ábendinguna og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við Rarik og forstöðumann íþróttamannvirkja.

2.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Framlagt bréf lögfræðings Gunnlaugs A. Júlíussonar.
Byggðarráð felur Oddi Ástráðssyni, lögmanni að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundi.

3.Tekjumörk v. afsláttar fasteignaskatts 2020

1912079

Lögð fram tillaga um tekjumörk vegna afsláttar fasteignaskatta fyrir árið 2020.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

4.Útboð ljósleiðara í Andakíl

1904019

Framlagt minnisblað frá Gagnaveitu Reykjavíkur vegna ljósleiðaralagnar í Andakíl.

5.Vatn og fráveita - erindi

1911110

Framlagt svar Borgarbyggðar við erindi Guðmundar Inga Waage varðandi vatns - og fráveitugjöld í Borgarbyggð.

Framlagðir eru samningar frá 2003 og 2005 sem Borgarbyggð og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert með sér vegna vatns- og fráveitu. Einnig er lagt fram minnisblað sem tekið var saman í janúar 2014 af rýnihóp eigenda Orkuveitu Reykjavíkur til að varpa ljósi á forsendur fráveitusamninga Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Út frá þessum samningum eru gjaldskrár vatns og fráveitu gefnar út.
Svör Veitna eru ekki til eftirbreytni og hefur fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn komið því á framfæri við forsvarsmenn Veitna að vanda verði samskipti og svör við íbúa.

6.Almannavarnarnefnd Vesturlands - kosning

1912069

Byggðarráð samþykkir að Lilja Björg Ágústsdóttir taki sæti í nefndinni fyrir hönd Borgarbyggðar og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Upplýsingamiðstöð

1912039

Lagt fram erindi frá Landnámssetri Íslands varðandi upplýsingamiðstöð. Bréfritarar lýsa yfir áhuga á því að reka upplýsingarmiðstöð í samstarfi við sveitarfélagið.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og þann áhuga sem verkefninu er sýndur. Hefur Atvinnu- markaðs- og menningarmálanefnd verið falið að vinna áfram að framtíðarlausn á rekstri upplýsingarmiðstöðvar fyrir hönd sveitarfélagsins og hefur nú þegar fundað með fulltrúum frá Landnámssetri Íslands.

8.Reglur um innheimtu fæðis - og frístundagjalda í grunnskólum Borgarbyggðar

1912084

Framlögð drög að reglum um innheimtu fæðis- og frístundagjalda í grunnskólum Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir framkomin drög að reglum um innheimtu fæðis- og frístundagjalda í grunnskólum og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Stjórn Snorrastofu - kosning varamanns

1912068

Lagt er til að Lilja Björg Ágústsdóttir taki sæti varamanns í stjórn Snorrastofu og þeirri ákvörðun vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

10.Smölun - hreinsun heimalanda eftir réttir

1911056

Fré 192. fundi sveitarstjórnar
Bókun fjallskilanefndar Þverárréttar: "Rætt um að virkja reglugerð um upprekstur allt árið, þ.e. hvort eigi að skylda fjáreigendur til að fara með fé sitt í afrétt ef ekki er afgirt heimaland. Afréttarnefndin óskar eftir því að sveitarstjórn veiti fjármagni til þess að girða upp þann hluta afréttargirðingar sem lélegur er, og hrindi svo 6. gr. fjallakilasamþykktar nr. 683/2015 í framkvæmd hvað varðar flutning í afrétt að vori."
Byggðarráð vísar efni bókunarinnar til fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Nefndinni er falið að kanna hvort hægt er að virkja ákvæði 6. gr. fjallskilasamþykktar 638/2015 á tilteknum svæðum.

11.Verndun bæjarlandslags í Borgarnesi

1912046

Fram lagt erindi Sonju Estrajher Eyglóardóttur og Guðrúnar Jónsdóttur um verndun bæjarlandslags í Borgarnesi. Um er að ræða erindi til ítrekunar fyrra erindis.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og telur að aðgerða sé þörf til að sporna við aukningu ágengra plantna í Borgarnesi. Vísar byggðarráð málinu til umfjöllunar inn í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

12.Aldan framtíðarsýn - starfshópur

1912081

Lagt fram erindisbréf hópsins en hlutverk hans er að gera tillögu um framtíðarstarfssemi Öldunnar í Borgarnesi. Byggðarráð skipar þrjá fulltrúa til að starfa í hópnum og skal einn þeirra fulltrúa vera úr velferðarnefnd. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri. Einnig skulu sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og verkefnastjóri framkvæmdarsviðs vinna með starfshópnum að skipulagi húsnæðismála í Öldunnar.
Byggðarráð tilnefnir Silju Eyrúnu Steingrímsdóttur, Friðrik Aspelund og Finnboga Leifsson til að starfa í hópnum og leggur þá á ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

13.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi

1912083

Til sveitarfélagsins hafa leitað þrír verktakar úr Borgarbyggð og lýst yfir áhuga á því að koma á samstarfsverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hverfinu í Bjargslandi.
Byggðarráð ræddi möguleika til samstarfs við verktakana og með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið að slíku samstarfi. Var sveitarstjóra falið að koma á fundi og ræða nánar útfærslur við verktakana í ljósi umræðna á fundinum og næstu skref. Var Kristni Bjarnasyni lögmanni falið að undirbúa drög að samkomulagi.
Ljóst er að sveitarfélagið þarf að fara í skipulagsbreytingu á svæðinu ef af verður og var því skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar falið að vinna þann hluta málsins áfram og leggja það fyrir skipulags - og byggingarnefnd.

14.Heimild landeig. v. lagningu ljósleiðara á Holtavörðuheiði

1909112

Framlagður að nýju samningur milli Orkufjarskipta og Borgarbyggðar ásamt yfirlýsingu v. ljósleiðaralagnar í landi Snjófjalla.
Framlagður að nýju samningur milli Orkufjarskipta og Borgarbyggðar vegna ljósleiðaralagnar í landi Snjófjalla.
Byggðarráð samþykkir samning á milli Orkufjarskipta og Borgarbyggðar og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar til staðfestingar.

15.Lögreglusamþykkt fyrir Vesturland - tillaga

1805135

Fram lögð tillaga að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Byggðarráð ræddi tillögunar og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að yfirfara tillöguna áður en hún verður lögð fram til samþykktar.

16.Skátafélag Borgarness - umsókn um styrk

1912085

Framlögð umsókn Skátafélags Borgarness um styrk til starfsemi sinnar fyrir árið 2019.
Framlögð umsókn Skátafélags Borgarness um styrk til starfssemi sinnar fyrir árið 2019.
Byggðarráð þakkar erindið en bendir á að nú fara allar afgreiðslur styrkumsókna vegna starfsstyrkja í gegn um UMSB. Er erindinu því vísað til UMSB til umsagnar.

17.Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp v. lagabreytinga

1912002

Framlagður póstur frá sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þörf á breytingum á samþykktum sveitarfélaga í kjölfar lagabreytinga.
Byggðarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að forma tillögu að breytingum á samþykktum Borgarbyggðar og leggja síðan fyrir sveitarstjórn.

18.Frá nefndasviði Alþingis - 383. mál til umsagnar

1912026

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

19.Frá nefndasviði Alþingis - 434. og 435. mál til umsagnar

1912044

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál.

20.Fundargerð stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf

1912048

Lögð fram fundargerð stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf frá 02. desember 2019.

21.Fundargerð 876. fundar stjórnar sambandsins

1912038

Fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga framlögð

22.Framtíðarskipan leikskólamála í Borgarnesi

1909168

Framlögð fundargerð 2. fundar stýrishóps um framtíðarsýn í leikskólamálum í Borgarbyggð.

23.Fagráð Slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2019

1901163

Framlögð fundargerð 7. fundar fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar sem haldinn var 13.12.2019

24.Fundargerð stjórnar OR - fundur nr. 282

1912082

Fundargerð 282. fundar OR.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Silju Eyrúnu Steingrímsdóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar í valnefnd um íþróttamann Borgarbyggðar fyrir árið 2019.

Fundi slitið - kl. 10:40.