Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

511. fundur 03. janúar 2020 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Ráðningarferli sveitarstjóra

1911090

Framlagður listi yfir umsækjendur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar en frestur til að sækja um rann út þann 28. des. s.l. 18 umsóknir bárust. Byggðarráð fagnar því að svo margir sýni áhuga á starfinu og áætlar að viðtöl hefjist í næstu viku.
Byggðarráð samþykkir að birta lista yfir umsækjendur í næstu viku.

2.Afskriftir útistandandi krafna 2019

1912117

Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs lagði fram lista yfir óinnheimtanlegar útistandandi kröfur.
Byggðarráð samþykkir að afskrifaðar verði kröfur að upphæð kr. 4.671.692.- og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

3.Skátafélag Borgarness - umsókn um styrk

1912085

Lögð fram umsókn Skátafélags Borgarness um styrk á árinu 2019. Um nokkurra ára skeið hefur Borgarbyggð greitt upphæð til Ungmennasambands Borgarfjarðar sem starfsstyrk sem UMSB skiptir á milli aðildarfélaga sambandsins eftir ákveðnum reglum. Skátafélag Borgarness er ekki aðili að UMSB og fær því ekki starfsstyrk úr þessum sjóði. Engu en síður er eðlilegt að sömu reglur gildi við úthlutun styrks til Skátafélagsins og óskar byggðarráð eftir upplýsingum frá félaginu til að hægt sé að veita því styrk í samræmi við þær reglur. Afgreiðslu umsóknarinnar er því frestað þar til umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.

4.Arfur Þorsteins - Ársskýrsla 2019

1912118

Framlögð til kynningar greinargerð Guðrúnar Jónsdóttur um tilurð og stofnun félagsins Arfur Þorsteins frá Hamri.
Byggðarráð þakka fyrir góða greinargerð.

5.Tilkynning um stjórnsýslukæru 129 - 2019 - IKAN ehf.

1912097

Framlagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála um framkomna kæru IKAN ehf vegna útgáfu lokaúttektarvottorðs vegna Egilsgötu 6.
Byggðarráð samþykkir að fela Ómari Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta að senda umsögn um kæruna.
Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi situr fundinn undir liðum 6 og 7.

6.Kvíar 1 - stofnun lóðar_Oddar

1912105

Framlögð umsókn Eggerts Ólafssonar kt. 040126-8819 um stofnun lóðar úr landi Kvía 1 í Þverárhlíð lnr. 134737 er fái heitið Oddar.
Byggðarráð samþykkir erindið og vísar þeirrii ákvörðun til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Kvíaland L134738 - umsókn um stækkun o.fl.

1912115

Framlögð umsókn Þórarins H. Óðinssonar f.h. eig. Kvía II og Kvíalands um stækkun lóðarinnar Kvíalands L134738 ásamt umsókn um breytta skráningu hlöðu F210892.
Byggðarráð samþykkir erindið og vísar þeirri ákvörðun til staðfestingar sveitarstjórnar.

8.Stjórn Nemendagarða MB - tilnefning

1912119

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Ragnar Frank Kristjánsson sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Nemendagarða MB.

9.Ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands 2018

1912109

Framlögð til kynningar Ársskýrsla Landbúnaðarsafns íslands fyrir árið 2018.
Byggðarráð þakkar framlagða skýrslu.

10.Ósk um styrk - niðurfelling á stöðugjöldum gáma

1912122

Framlögð beiðni Upplifunargarðsins ehf um niðurfellingu stöðugjalda fyrir þrjá gáma sem staðsettir eru á Gámassvæði Borgarbyggðar að Sólbakka 29.
Byggðarráð samþykkir að fella niður stöðuleyfisgjöld á gámum sem nýttir eru undir muni sem heyra undir verkefnið og eru staðsettir á Gámasvæði Borgarbyggðar að Sólbakka 29.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 436. mál til umsagnar

1912110

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

12.Fundur almannavarnanefndar 16.12.2019

1912091

Framlögð fundargerð frá fundi Almannaverndarnefndar Vesturlands 16.12.2019

13.Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga - fundur 16.12.2019

1912092

Framlögð fundargerð samstaerfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga frá 16.12.2019

14.Fundargerd_418_hafnasamband Íslands

1912088

Fundargerd 418. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram.

Fundi slitið.