Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

512. fundur 16. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:35 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
  • Logi Sigurðsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Bréf HeV og greiðsla 1 02.01.2020

2001031

Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt greiðsluyfirliti fyrir árið 2020.

2.Innbundið fjölmiðlahefti um Borgarbyggð

2001045

Framlagt erindi Creditinfo ehf um innbundið fjölmiðlahefti um Borgarbyggð.
Byggðarráð hafnar erindinu.

3.Jafnlaunastefna Borgarbyggðar

2001068

Byggðarráð þakkar fyrir fram komin drög, samþykkir þau og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

4.B-hluta stofnanir Borgarbyggðar

2001071

Rætt um B - hluta stofnanir sveitarfélagsins m.a. félagslegt húsnæði, fjallskilasjóði og Hjálmaklett. Byggðarráð óskar eftir afstöðu velferðarnefndar til húsaleigu félagslegs húsnæðis og ákveður að kalla fjallskilanefnd Borgarbyggðar til fundar.

5.Húsnæðismál

1909156

Rætt um húsnæðismál stjórnsýslunnar og möguleika á að bæta starfsaðstöðu og nýta samlegð. Samþykkt að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að hefja vinnu við þarfagreiningu.

6.Íbúafundir

2001073

Byggðarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur um fjárhagsáætlun og kynntar nýjar reglur um sorphirðu í sveitarfélaginu og að fundurinn fari fram 28. janúar kl. 20.00 í Hjálmakletti. Í kjölfarið verður fyrirkomulag sorphirðu kynnt víðar í sveitarfélaginu.

7.Yfirlit útkalla 2019

2001049

Framlagt yfirlit slökkviliðsstjóra um verkefni slökkviliðs Borgarbyggðar á árinu 2019.
Byggðarráð þakkar fyrir yfirlitið.

8.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 12

2001055

Framlögð umsókn Gests A Grjetarssonar um lóðina Fjóluklett 12
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Fjólukletti 12 til Gests A. Grjetarssonar.

9.Umsókn um styrk v. starfsmannaferðar 2020

2001043

Framlagt erindi forstöðumanns Búsetuþjónustu Borgarbyggðar vegna náms - og kynnisferðar starfsfólks haustið 2020.
Byggðarráð samþykkir að veita Búsetuþjónustunni styrk vegna náms og kynnisferðar starfsfólks haustið 2020 í samræmi við reglur Borgarbyggðar.

10.Starfsmannamál 2020

2001060

Rætt um starfsmannamál

11.Skotæfingasvæði - athugasemdir v. skipulag_jan.2019

1901133

Framlagt bréf Umhverfisstofnunar vegna viðbótar við fyrri umsögn um skotæfingarsvæði í landi Hamars.
Byggðarráð ræðir framkomna umsögn frá Umhverfisstofnun og frestar frekari umræðu til næsta fundar.

12.Upplýsingamiðstöð Vesturlands

2001069

Framlagt bréf Ljómalindar v. Upplýsingamiðstöð Vesturlands
Framlagt bréf Ljómalindar v. Upplýsingamiðstöð Vesturlands
Byggðarráð ræðir framtíðarskipan upplýsingamála í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar þann áhuga sem hefur verið sýnt á rekstri upplýsingamiðstöðvar. Afstaða verður tekin til erindisins þegar ákvörðun um skipan upplýsingamála í sveitarfélaginu hefur verið tekin á næsta fundi sveitarstjórnar þann 13. febrúar.

13.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Framlagt bréf til JS lögfræðistofu vegna starfsloka fv. sveitarstjóra.
Byggðarráð samþykkir framkomin drög að bréfi og felur Oddi Ástráðssyni lögmanni að vinna málið áfram.

14.Mælimastur - framkvæmdaleyfi_umsókn

2001067

Framlögð umsókn eigenda Hafþórsstaða og Sigmundarstaða um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu masturs vegna vindorkurannsókna.
Byggðarráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

15.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð 15. fundargerð byggingarnefndar Hnoðrabóls frá 17.12.2019.

16.Fundargerð 7. fundar ABHS

1912055

Framlögð fundargerð 7. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis ABHS
Byggðarráð tekur vel í að skrifstofa Borgarbyggðar sjái um umsýslu stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps og óskar eftir fundi með fulltrúum stjórnar þar sem farið verði betur yfir fjármál nefndarinnar.

17.Fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2020

2001074

FRamlögð fundargerð 8. fundar fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar frá 13.1.2020

Fundi slitið - kl. 11:35.