Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Þjónustukönnun Gallup 2019
1810030
2.Menntaskóli Borgarfjarðar
2001077
Bragi Þór Svavarsson skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar mætti á fund byggðarráðs. Rætt um starfsemi skólans og samstarf skólanna í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar skólameistara fyrir komuna og óskar honum og skólanum velfarnaðar á komandi tímum.
Byggðarráð þakkar skólameistara fyrir komuna og óskar honum og skólanum velfarnaðar á komandi tímum.
3.Lán frá Lánasjóði sveitarfélaga
2001103
Lagður fram lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga að upphæð 200 millj kr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan lánsssamning og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjóra er falið að undirrita lánssamninginn.
4.Förgun dýraleifa
1709085
Framlagður samningur við HSS-Verktak um söfnun dýraleifa. Sveitarstjóri fer yfir efni samningsins og hann ræddur.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn.
5.Arion banki - kynning
2001166
Fulltrúar Arion banka koma til fundar
Til fundar mættu Benedikt Gíslason, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson og Iða Brá Benediktsdóttir frá Arion banka hf. Kynntu þau áherslur bankans hvað varðar þjónustu hans og vöruframboð. Ennfremur fóru nefndarmenn yfir starfsemi sveitarfélagsins. Byggðarráð þakkar heimsóknina.
6.Öryggismyndavélar í Borgarbyggð
2001139
Framlagt erindi frá Lögreglustjóra Vesturlands vegna uppsetninga öryggismyndavéla við þéttbýlisstaði Borgarbyggðar. Rætt hefur verið á samstarfsvettvangi lögreglu og sveitarfélaga að setja upp eftirlitsmyndavélar. Hafa sveitarfélög á Vesturlandi tekið jákvætt í erindið og nú er komið að því að ýta verkefninu á stað og útbúa samning á milli sveitarfélaga, Neyðarlínu og lögreglu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og ákveður tilnefna sveitarstjóra sem sinn tengilið inn í verkefnið.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og ákveður tilnefna sveitarstjóra sem sinn tengilið inn í verkefnið.
7.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla
2001144
Framlagt bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi þörf á því að uppfæra húsnæðisstefnu Borgarbyggðar.
Nauðsynlegt er að hefja vinnu við uppfærslu húsnæðisáætlunar. Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til umfjöllunar í skipulags - og byggingarnefnd og óskar eftir innleggi nefndarinnar um þá þætti sem ábendingar lúta að.
Nauðsynlegt er að hefja vinnu við uppfærslu húsnæðisáætlunar. Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunni til umfjöllunar í skipulags - og byggingarnefnd og óskar eftir innleggi nefndarinnar um þá þætti sem ábendingar lúta að.
8.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka og samf. ábyrgð
2001106
Lögð fram tillaga að reglum um greiðslur framlaga til stjórnmálaflokka. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fer yfir reglurnar og efni þeirra.
Byggðarráð samþykkir reglur um framlög Borgarbyggðar til stjórnmálaflokka og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir reglur um framlög Borgarbyggðar til stjórnmálaflokka og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
9.Skotæfingasvæði - athugasemdir v. skipulag_jan.2019
1901133
Frá 512. fundi byggðarráðs:
Framlagt bréf Umhverfisstofnunar vegna viðbótar við fyrri umsögn um skotæfingarsvæði í landi Hamars. Byggðarráð ræðir framkomna umsögn frá Umhverfisstofnun og frestar frekari umræðu til næsta fundar.
Framlagt bréf Umhverfisstofnunar vegna viðbótar við fyrri umsögn um skotæfingarsvæði í landi Hamars. Byggðarráð ræðir framkomna umsögn frá Umhverfisstofnun og frestar frekari umræðu til næsta fundar.
Staða málsins rædd.
Byggðarráð hefur áhuga á því að kynna sér betur aðstæður og umhverfi þar sem fyrirhugað er að koma upp skotæfingasvæði í Einkunnum. Formanni byggðarráðs falið að vinna málið áfram.
Byggðarráð hefur áhuga á því að kynna sér betur aðstæður og umhverfi þar sem fyrirhugað er að koma upp skotæfingasvæði í Einkunnum. Formanni byggðarráðs falið að vinna málið áfram.
10.Tilkynning um stjórnsýslukæru 24-2019_ IKAN ehf.
1904099
Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar um umhverfis - og auðlindamál um niðurfellingu byggingarleyfis fyrir Egilsgötu 6 í Borgarnesi.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
11.Félagsheimilið Valfell - verðmat
2001138
Framlögð verðmöt á Félagsheimilinu Valfelli.
Byggðarráð samþykkir að haldið verði áfram með söluferli á félagsheimilinu Valfelli og er Inga Tryggvasyni lögmanni falið að vinna málið áfram.
Byggðarráð samþykkir að haldið verði áfram með söluferli á félagsheimilinu Valfelli og er Inga Tryggvasyni lögmanni falið að vinna málið áfram.
12.Stjórnsýslukæra - Fossatún ehf
2001146
Framlögð tilkynning Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis vegna stjórnsýslukvörtunar.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
13.Fundargerð 7. fundar ABHS
1912055
Fulltrúar stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupsstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps, Finnbogi Leifsson og Ólafur Jóhannesson kemur til fundar sbr. bókun á 512. fundi byggðarráðs. Rætt um innheimtu og greiðslur vegna fjallskilaumdæmisins. Byggðarráð tekur jákvætt í það að vera með fjárhagslega umsjón fyrir fjallskilaumdæmið og felur sviðsstjóra stjórnsýslu - og fjármálasviðs að undirbúa það.
14.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 283
2001155
Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 283 frá 16.12.2019 framlögð.
15.Fundargerd_419_hafnasamband
2001149
Fundargerd 419. fundar Hafnasambands Íslands framlögð ásamt fundargerð 20. fundar Siglingaráðs.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Skýrslunni er vísað til frekari umræðu í fastanefndum og sveitarstjóra falið að kynna niðurstöður fyrir stjórnendum stofnana sveitarfélagsins.