Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

515. fundur 06. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:20 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjölmiðlaefni - Borgarbyggð

2001150

Umræður um sveitarfélagið í fjölmiðlum. María Neves verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti helstu umfjöllun um sveitarfélagið í fjölmiðlum.

2.Byggingarleyfi v. legsteinasafns í Bæjargili Húsafelli

2001159

Framlagt bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur vegna útgáfu byggingarleyfis v. legsteinasafns/skála í landi Bæjargils í Húsafelli.

3.Úrsögn úr stjórn og nefnd

2001164

Framlagður tölvupóstur frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þar sem hún segir sig úr stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar og úr Umhverfis - og landbúnaðarnefnd (varamaður) vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir samþykkir úrsögn hennar og verður skipað í hennar stað á næsta sveitarstjórnarfundi.

4.Ársreikningur Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi 2019

2002002

Framlagður ársreikningur Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi fyrir árið 2019.

5.Kórónaveiran - stöðuskýrsla og upplýsingar frá HVE

2002009

Framlögð til kynningar stöðuskýrsla og upplýsingar frá HVE um Kórónaveiruna.
Byggðarráð ræddi þá stöðu sem upp er komin í kjölfar s.k. Koronaveiru og verða birtar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins um stöðu hverju sinni skv. beiðni almannavarna og heilsugæslu.

6.Eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet - tilkynning

2002015

Framlögð tilkynning Límtrés Vírnets um eigendaskipti á hlutum í félaginu og vakin athygli á forkaupsrétti.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að hlutabréfunum og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

7.Ráðningarferli sveitarstjóra

1911090

Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og leggur þá ákvörðun og samning þess efnis fyrir sveitarstjórn til staðfestingar þann 13. febrúar 2020.

8.Frá nefndasviði Alþingis - 64. mál til umsagnar

2001175

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

9.Frá nefndasviði Alþingis - 50. mál til umsagnar

2001174

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál

10.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 21.1.2020 lögð fram.
Fylgiskjöl:

11.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 16. fundar byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóls.

Fundi slitið - kl. 09:20.