Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

516. fundur 20. febrúar 2020 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Íþróttaafrek Skallagríms 2020

2002077

Byggðarráð fagnar góðu gengi Skallagríms í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands og óskar kvennaliðinu til hamingju með titilinn. Byggðarráð samþykkir að gefa meistaraflokki kvenna í Skallagrími 350.000 krónur í tilefni þessa glæsilega árangurs.

2.Félagsheimilið Valfell - verðmat

2001138

Rætt um sölu félagsheimilisins Valfells.
Byggðarráð leggur til að félagsheimilið Valfell verði selt en einnig að eigandum lögbýlisins Brennistaða verði veitt tækifæri til að nýta forkaupsrétt á eigninni og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

3.Yfirlit um húsnæði sveitarfélagsins

2002073

Á fundinn mætti Kristján Finnur Kristjánsson umsjónarmaður fasteigna til viðræðna um stöðu fasteigna í eigu sveitarfélagsins.

4.Fyrirkomulag sveitastjórnarfunda

2002074

Rætt um fyrirkomulag sveitarstjórnarfunda.
Byggðarráð leggur til að hætt verði að prenta út gögn fyrir sveitarstjórnarfundi nema fundarmenn sérstaklega óski eftir útprentuðum gögnum.
Einnig felur byggðarráð verkefnisstjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála að taka saman minnisblað varðandi upptöku eða streymi í hljóð og mynd frá sveitarstjórnarfundum.
Byggðarráð óskar eftir fundi með umsjónaraðila fundargáttarinnar um betri nýtingu hennar.

5.Beiðni um umsögn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykholti

2002045

Lögð fram beiðni Orkustofnunar um umsögn vegna umsóknar um nýtingarleyfi jarðhita í Reykholti.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við nýtingu jarðhita í Reykholti samkvæmt fyrirliggjandi beiðni.

6.Bréf til byggðarráðs 4.2.2020 - ábending

2002023

Framlagt bréf frá IKAN ehf vegna niðurfellingar byggingaleyfis fyrir Egilsgötu 6.
Byggðarráð þakkar bréfritara erindið.

7.Skallagrímsgarður - stofnun afmælisnefndar

1806114

Rætt um skipun í afmælisnefnd Skallagrímsgarðs.
Byggðarráð tilnefnir Brynju Þorsteinsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í nefndina.

8.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa

1812074

Lögð fram stefna Réttar - Aðalsteins og Partners ehf f.h. Gunnars Jónssonar í Króki á hendur Borgarbyggð. Ennfremur bréf Borgarbyggðar frá 30.1.2018.
Byggðarráð felur Guðjóni Ármannsyni hrl. til að vinna málið áfram.

9.Félagslegt leiguhúsnæði

1810002

Á fundi sveitarstjórnar 13.02. s.l. var samþykkt að undirbúa söluferli á félagslegri íbúð og byggðarráði falið að útfæra nánar með tillit til fjármögnunar á nýrri íbúð.
Byggðarráð leggur til að ákvörðun um kaup á nýrri félagslegri íbúð verði tekin þegar niðurstaða liggur fyrir um sölu á íbúð að Kveldúlfsgötu 28 (0203).

10.Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingafulltrúa

2002081

Á fundinn mætti Þórólfur Óskarsson byggingafulltrúi til viðræðna um gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa. Lagðar fram gjaldskrár frá 2015 til 2020.
Byggðarráð samþykkti að vísa endurskoðun gjaldskrárinnar til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd og byggingarfulltrúa falið að bera saman gjaldskrá Borgarbyggðar við gjaldskrár hjá öðrum sveitarfélögum fyrir fund nefndarinnar.

11.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

2002061

Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi framboð til stjórnar sjóðsins.

12.Drög af frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum

2002062

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem tilkynnt er að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

13.Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum - 119. mál

2002063

Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr 76/2003 með síðari breytingum - mál nr. 119

14.Framtíðarsýn sveitarstjórnar

2002093

Lögð var fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti byggðaráðs skorar á fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar að svara spurningum um framtíðarsýn sem þeir lögðu fyrir meirihlutann og svarað verður á fundi byggðaráðs 27. febrúar nk.

*Sýn á eignarhlut Borgarbyggðar í OR í tengslum við gjaldskrármál vatns- og fráveitu.

*Framtíðarskipulag húsnæðis í Brákarey. Er viðhald æskilegt eða niðurrif?

*Skipulag skólamála - finnst minnihlutanum að byggja eigi nýjan grunnskóla á Kleppjárnsreykjum?

*Hver er sýn minnihlutans varðandi það að fara í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á skólahúsnæði og skólalóðum á Hvanneyri og Varmalandi?

*Hver er framtíðarsýn minnihlutans á starfsemi Safnahúss, héraðsskjalasafns, bókasafns og geymslur þess?

*Hver er framtíðarsýn minnihlutans á nýtingu menningarhússins í Hjálmakletti eftir að vinnu tveggja hópa sem skiluðu skýrslu um málefnið?

*Hver er sýn minnihlutans á uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu?

*Hvernig vill minnihlutinn lækka álögur á íbúa?

Davíð lagði fram svohljóðandi bókun:
Undirritaður fagnar framkominni bókun meirihlutans og tilkynnir hér með að fulltrúar Framsóknarflokksins munu ekki skorast undan þeirri áskorun sem hér hefur verið lögð fram.

15.Kæra á útboð trygginga

1911062

Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í kærumáli Vátryggingafélags Íslands hf gegn Borgarbyggð.
Úrskurðarorð eru á þá leið að fella skal úr útboðsskilmálum ákvæði um að bjóðandi starfræki starfsstöð í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir að taka umrætt ákvæði út úr útboðsskilmálum og framlengja tilboðsfrest til 03.03.2020.

16.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja - fundargerðir

1906201

Lögð fram fundargerð 6. fundar vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi

17.Fundargerð 13. fundar stjórnar Nemendagarða MB

2002049

Lögð fram fundargerð 13. fundar stjórnar Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.

18.Fundargerð 878. fundar stjórnar sambandsins

2002048

Lögð fram fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

19.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Lagðar fram fundargerðir 63., 66., 67., 68. og 70. verkfunda vegna framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi.

Fundi slitið.