Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

517. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:15 - 11:37 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varamaður
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Upplýsingamiðstöð Borgarbyggðar

2001089

Lögð fram tilboð tveggja aðila sem hafa áhuga á því að hýsa og reka upplýsingamiðstöð í Borgarbyggð.
Ljóst er að tilboð Ljómalindar ehf. er lægra og því er ákveðið að ganga til samninga við það félag um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni sem stendur yfir frá 1. apríl 2020 til áramóta.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar

2002083

Lagt fram boð á sambandsþing UMSB sem haldið verður 12. mars n.k.
Byggðarráð þakkar fyrir boðið.

3.Framtíðarsýn sveitarstjórnar

2002093

Fulltrúar Framsóknarflokksins lögðu fram í desember áskorun á meirihluta sveitarstjórnar þess efnis að svara spurningum fyrir 1.mars 2020, er lutu að framtíðarsýn kjörinna fulltrúa meirihlutans í sveitarstjórn á ákveðin mál tengdum rekstri sveitarfélagsins. Fulltrúar meirihlutans í byggðarráði lögðu einnig fram áskorun á fulltrúa framsóknarflokks í sveitarstjórn að svara sömu spurningum og leggja fram við sama tímamark.
Á fundinum voru lögð fram minnisblöð frá meirihluta og minnihluta í sveitarstjórn varðandi framtíðarsýn á hin ýmsu mál er snúa að rekstri sveitarfélagsins.

4.Þjónustusamningur vegna umhirðu á Hvanneyri

2002098

Lagður fram samningur um umhirðu á opnum svæðum á Hvanneyri. Samningurinn og efni hans rætt.
Byggðarráð leggur til áframhaldandi samstarf um umhirðu á Hvanneyri og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Umsögn um frv um eignarhald og nýtingu bújarða

2002099

Lögð fram umsögn frá Sambandi ísl sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á ýsmum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna.
Fylgiskjöl:

6.Eftirlit með fjárfestingum sveitarfélaga

2002102

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárfestingar og eftirlit með framvindu.
Sveitarstjóra falið að vinna svar til eftirlitsnefndar um fjárfestingar og framvindu framkvæmda í sveitarfélaginu.

7.Málefni Seláss ehf

1908342

Rætt um rekstur Seláss ehf sem rekur reiðhöllina í Borgarnesi. Á fundinn mættu Hrefna B. Jónsdóttir, Marteinn Valdimarsson og Dagný Sigurðardóttir til viðræðna um málið.
Guðveig vék af fundi eftir afgreiðslu þessa máls.

8.Málefni fjallskilaumdæmis ABHS

2002103

Rætt um málefni fjallskilaumdæmis Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Vegna beiðni um aðkomu Borgarbyggðar að greiðslu launa markavarðar og starfsmann fjallskilanefndar ABHS vill byggðaráð koma eftirfarandi á framfæri.
Borgarbyggð er tilbúið til að greiða laun starfsmanns fjallskilanefndar héðan í frá auk vangoldinna launa síðustu 7 fundi hlutfallslega á móti öðrum aðildarsveitafélögum fjallskilaumdæmisins. Einnig er Borgarbyggð reiðubúið að halda utan um fjársýsluna svo sem stofna reikning á kennitölu Borgarbyggðar sem fjallskilanefnd getur nýtt sér til starfsins.
Vegna laun markavarðar segir í fjallskilasamþykkt 683. Gr. 29. meðal annars
„Stjórn fjallskilaumdæmisins skal láta gefa út markaskrá og semja fjárhagsáætlun fyrir hana. Skal hver markeigandi koma marki sínu í hana. Stjórn fjallskilaumdæmisins ákveður greiðslu fyrir hvert mark, en markeigandi fær eintak af markaskránni. Stjórn fjallskilaumdæmisins skal sjá um að nægilega mörg eintök af markaskránni séu send til allra sveitarfélaga utan svæðis sem fjársamgöngur eru við.Gjald það er stjórn fjallskilaumdæmisins ákveður fyrir mörkin skal ætíð vera svo hátt að nægi fyrir kostnaði við markasöfnun, umsjón með skrásetningu og útgáfu markaskrár.“

Byggðaráð telur því ljóst að stjórn fjallskilaumdæmisins beri ábyrgð á að láta markagjaldið dekka þann kostnað sem hlýst af markaverði og hafnar því að svo stöddu að koma að uppgjöri á ógreiddum launum markavarðar frá fyrri árum. Uppgjör vegna reksturs þessara ára liggur ekki fyrir og óskar byggðarráð eftir að það verði lagt fram.

9.Aðalfundur veiðifélags Álftár 29.02.2020

2002082

Lagt fram fundarboð á aðalfund veiðifélags Álftár sem haldinn verður 29.02.2020.
Einar Ole Pedersen verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

10.Viðauki við sorphirðusamning- söfnun lífræns

2001109

Á fundinn mættu Ólafur Thordersen, Birgir Kristjánsson og Gunnar Þór Haraldsson frá Íslenska gámafélaginu og Ragnar Frank Kristjánsson og Hrafnhildur Tryggvadóttir starfsmenn Borgarbyggðar og sátu hann meðan liðir 10 og 11 voru ræddir.
Samþykktur var og undirritaður var viðauki við sorphirðusamning milli Borgarbyggðar og Íslenska gámafélagsins hvað varðar söfnun lífræns úrgangs.
Viðaukinn verður lagður fram til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

11.Framtíðarsvæði fyrir gámastöð

1810134

Rætt um framtíðarsvæði fyrir gámastöð. Fram kom vilji til að bæta aðstöðu fyrir gámastöð og auka þjónustu í samvinnu við verktaka og samþykkt að setja á fót vinnuhóp til að undirbúa verkefnið. Formannni byggðarráðs falið að fylgja málinu eftir.

12.Landspildur í landi Hamars og Kárastaða

1312042

Lögð fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um landsspildur.
Byggðarráð samþykkir framkomin drög að erindisbréfi vinnuhóps um landspildur og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt að óska eftir tilnefningu frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi í vinnuhópinn fyrir 12. mars n.k.

13.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla

2001144

Lögð fram húsnæðisáætlun Borgarbyggðar sem gerð var á síðasta ári.
Byggðarráð samþykkti að fyrirtækið KPMG verði fengið til að uppfæra tölfræði í húsnæðisáætlun fyrir árið 2020.

14.Fundir með snjómokstursfulltrúum- fundargerðir

1907027

Lögð fram fundargerð frá fundi snjómokstursfulltrúa 21.01.2020.
Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn á meðan þessi liður var ræddur.
Byggðarráð áréttar að snjómokstursfulltrúar beri ábyrgð á að framkvæmd snjómoksturs sé skilvirk og að nýttir séu þeir verktakar sem næst eru þeim verkefnum sem til falla hverju sinni.

15.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag

1902133

Lögð fram fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag dags. 17.02.2020.

16.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóls frá 18.02.2020.
Byggðarráð óskar eftir að fundargerðir verkfunda vegna byggingarinnar verði lagðar fram í byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 11:37.