Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Staða kjaraviðræðna Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. febrúar 2020
2002125
2.Leiðbeiningar vegna verkfalls aðildarfélaga BSRB
2003016
Framlagðar leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi yfirvofandi verkfall aðildarfélaga BSRB.
Ef af verkfalli verður innan BSRB þýðir það miklar truflanir og skerðingar inni á mörgum stofnunum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið mun setja upplýsingar inn á heimasíðu sveitarfélagsins varðandi þær skerðingar sem verða á starfsemi sveitarfélagsins.
Ef af verkfalli verður innan BSRB þýðir það miklar truflanir og skerðingar inni á mörgum stofnunum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið mun setja upplýsingar inn á heimasíðu sveitarfélagsins varðandi þær skerðingar sem verða á starfsemi sveitarfélagsins.
3.XXXV. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga
2001119
Framlagt fundarboð á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Kjörnir fulltrúar Borgarbyggðar eru: Guðveig Lind Eyglóardóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir. Einnig mun Þórdís Sif Sigurðardóttir mæta á þingið sem sveitastjóri Borgarbyggðar.
Kjörnir fulltrúar Borgarbyggðar eru: Guðveig Lind Eyglóardóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir. Einnig mun Þórdís Sif Sigurðardóttir mæta á þingið sem sveitastjóri Borgarbyggðar.
4.Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga
2002104
Framlögð tilkynning Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga sem haldin verður á Laxárbakka 12. mars n.k.
Byggðaráð hvetur kjörna fulltrúa til að mæta á ráðstefnuna.
Byggðaráð hvetur kjörna fulltrúa til að mæta á ráðstefnuna.
5.Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.
2002127
Framlagt kynningarefni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fyrirhugaða námsferð til Bergen í haust.
Stefnt er á að senda tvo fulltrúa í þessa námsferð.
Stefnt er á að senda tvo fulltrúa í þessa námsferð.
6.Biðlistar - minnisblað
2002130
Framlagt minnisblað frá framkvæmdastjóra Brákarhlíðar - hjúkrunarheimilis vegna biðlista.
Ljóst er að biðlistar í Borgarbyggð fyrir hjúkrunarrýmum er lengri en almennt getur talist gott. Byggðaráð leggur áherslu á að horft verði til hvers upptökusvæðis fyrir sig og biðlista þess svæðis miðað við íbúafjölda. Það er gott til þess að vita að víða um Vesturland er ekki löng bið eftir hjúkrunar- og dvalarýmum en því miður er því ekki fyrir að fara í Borgarbyggð og á Akranesi.
Ljóst er að biðlistar í Borgarbyggð fyrir hjúkrunarrýmum er lengri en almennt getur talist gott. Byggðaráð leggur áherslu á að horft verði til hvers upptökusvæðis fyrir sig og biðlista þess svæðis miðað við íbúafjölda. Það er gott til þess að vita að víða um Vesturland er ekki löng bið eftir hjúkrunar- og dvalarýmum en því miður er því ekki fyrir að fara í Borgarbyggð og á Akranesi.
7.Ferlagreining
1811144
Rætt um skýrslu Capacent um þjónustuferli.
Fulltrúar meirihlutans í byggðarráði telja að skýrsla sem unnin var í tengslum við ferlagreiningu Capacent við lok árs 2019 sé á þessu stigi vinnugagn þar sem vinnu við ferlagreiningu og úrbótaáætlun er ekki lokið. Skýrslan verður birt ásamt öðrum fylgigögnum þegar vinnunni er lokið og úrbótáætlun liggur fyrir.
Fulltrúar meirihlutans í byggðarráði telja að skýrsla sem unnin var í tengslum við ferlagreiningu Capacent við lok árs 2019 sé á þessu stigi vinnugagn þar sem vinnu við ferlagreiningu og úrbótaáætlun er ekki lokið. Skýrslan verður birt ásamt öðrum fylgigögnum þegar vinnunni er lokið og úrbótáætlun liggur fyrir.
8.Útboð á kaupum á raforku
2002118
Lögð fram niðurstaða útboðs á raforku sem Ríkiskaup sá um og Borgarbyggð var þátttakandi í.
Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali bjóðanda í örútboði nr. 21075 RS raforka sveitarfélög.
Borgarbyggð hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssambandi milli kaupenda og seljenda.
Borgarbyggð hefur borist tillaga að vali bjóðanda í örútboði nr. 21075 RS raforka sveitarfélög.
Borgarbyggð hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssambandi milli kaupenda og seljenda.
9.Landspildur í landi Hamars og Kárastaða
1312042
Afgreiðsla 517. fundar byggðarráðs:
"Lögð fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um landsspildur.
Byggðarráð samþykkir framkomin drög að erindisbréfi vinnuhóps um landspildur og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt að óska eftir tilnefningu frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi í vinnuhópinn fyrir 12. mars n.k."
"Lögð fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um landsspildur.
Byggðarráð samþykkir framkomin drög að erindisbréfi vinnuhóps um landspildur og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt að óska eftir tilnefningu frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi í vinnuhópinn fyrir 12. mars n.k."
Margrét Vagnsdóttir og Davíð Sigurðsson eru skipuð fulltrúar Borgarbyggðar í nefndina og þeirri ákvörðun vísað til sveitastjórnar.
10.Barngildi - ósk um breytingu í samningi
2001116
Lögð fram afgreiðsla fræðslunefndar á beiðni Hjallastefnunnar um gerð viðauka við samning um rekstur leikskólans Hraunborgar
Ekki hefur verið gert ráð fyrir breytingum á barngildum í leikskólanum Hraunborg fyrir yfirstandandi fjárhagsár. Byggðaráð hafnar því að breyta samningnum vegna ársins 2020 en vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2021.
Ekki hefur verið gert ráð fyrir breytingum á barngildum í leikskólanum Hraunborg fyrir yfirstandandi fjárhagsár. Byggðaráð hafnar því að breyta samningnum vegna ársins 2020 en vísar erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2021.
11.Framtíð gámasvæðis á Sólbakka
2002136
Umræða um stofnun starfshóps um Gámasvæði.
Byggðaráð tilnefnir Ragnar Frank Kristjánsson og Hrafnhildi Tryggvadóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar inn í vinnuhópinn og vísar þeirri ákvörðun til sveitastjórnar. Einnig er óskað eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá Íslenska Gámafélaginu.
Byggðaráð tilnefnir Ragnar Frank Kristjánsson og Hrafnhildi Tryggvadóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar inn í vinnuhópinn og vísar þeirri ákvörðun til sveitastjórnar. Einnig er óskað eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá Íslenska Gámafélaginu.
12.Ósk um framkvæmdaleyfi vegna slóða í landi Hítarneskots
2002109
Lögð fram beiðni Nökkva Páls Jonssonar um framkvæmdaleyfi vegna slóða í landi Hítarneskots.
Byggðaráð samþykkir að beiðnina og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu.
Byggðaráð samþykkir að beiðnina og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu.
13.Safnahúsið - Laugardagsopnun á bókasafni
2002010
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd bókaði eftirfarandi á fundi sínum 18. febrúar s.l.:
Nefndin leggur til að endurskoðuð verði laugardagsopnun í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar. Nefndin telur að rýmri opnunartími muni hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og vonar að Byggðarráð taki jákvætt í erindið.
Nefndin leggur til að endurskoðuð verði laugardagsopnun í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar. Nefndin telur að rýmri opnunartími muni hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og vonar að Byggðarráð taki jákvætt í erindið.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið en kallar eftir því að Safnahúsið setji fram áætlun um hvernig laugardagsopnun yrði nýtt og þeim tækifærum sem myndast við slíkar breytingar, meðal annars hver er markhópurinn og hvernig myndi þetta stuðla að fjölbreyttari hópi inn á Safnahúsið og hvað yrði boðið upp á við slíkar opnanir.
Endanlegri afgreiðslu frestað.
Endanlegri afgreiðslu frestað.
14.Aðalfundur SSV 1. apríl 2020
2003011
Framlagt fundarboð á aðalfund SSV sem haldinn verður á Hótel Hamri 1. apríl n.k.
Tilnefningu fulltrúa í stjórn er vísað til sveitarstjórnar.
15.Styrkbeiðni vegna Landsmót 50
2002078
Lögð fram beiðni um fjármagn vegna utanumhalds, vinnu og viðhalds vegna landsmóts UMFÍ 50 . Byggðarráð samþykkir framkomna áætlun og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020 og staðfestingar sveitarstjórnar.
16.Útboð á tryggingum
1910059
Framlögð fundargerð opnunarfundar tilboða í tryggingar Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir að gengið verði að tilboði VÍS á grundvelli tilboðs þeirra og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
17.Starfsmannamál 2020
2001060
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri gegnir starfi sveitarstjóra þar til Þórdís Sif Sigurðardóttir kemur til starfa þann 26. mars 2020.
18.Barnvænt samfélag - samningur
2003026
Framlagður samningur milli Borgarbyggðar, Unicef og Félagsmálaráðuneytisins um verkefnið "Barnvænt samfélag". Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar þeirri ákvörðun til staðfestingar sveitarstjórnar.
19.Frá nefndasviði Alþingis - 311. mál til umsagnar
2003003
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
20.Til samráðs Reglugerð um héraðsskjalasöfn
2002088
Framlagt: Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 32/2020, Reglugerð um héraðsskjalasöfn".
21.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Framlögð fundargerð byggingarnefdnar Grunnskólans í Borgarnesi frá 11.02.2020
22.Fundargerð stjórnar OR- Fundur nr. 284
2002110
Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27.01.2020.
23.Vinnuhópur um umferðaröryggi - fundargerðir
2003012
Framlagðar fundargerðir 1. og 2. fundar vinnuhóps um umferðaröryggi í Borgarbyggð.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Byggðaráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála og því hversu mörg félög hafa nú boðað til verkfallsaðgerða. Mikilvægt er að fylgst sé vel með stöðu mála hverju sinni og upplýsingar veittar til þeirra sem verkfallið snertir ef til þess kemur.