Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

520. fundur 26. mars 2020 kl. 08:15 - 10:44 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá
Formaður bauð nýjan sveitarstjóra Þórdísi Sif Sigurðardóttir velkomna til starfa.

1.Stjórnsýsluskoðun 2019

2003095

Lögð fram stjórnsýsluskoðun 2019 frá KPMG.
Byggðaráð lýsir ánægju sinni með að leyst hafi verið úr öllum athugsemdum sem komu fram vegna ársins 2018. Einungis ein athugsaemd er vegna ársins 2019 og snýr hún að því að innkaupareglur sveitarfélagsins hafa ekki verið endurskoðaðar að fullu. Sú vinna er farin af stað að nýju og er stuðst við fyrirmynd að innkaupareglum sveitarfélaga sem kom frá Samband íslenskra sveitarfélaga.

2.Verklagsreglur fyrir byggingarnefndir

2002135

Á fundinn mætti Pálmi Þór Sævarsson en hann hefur gert drög að verlagsreglum fyrir bygginganefndir sem starfa fyrir sveitarfélagið.
Pálmi skýrði drögin og urðu umræður um þau.
Byggðaráð þakkar Pálma Þór fyrir framlögð drög. Þessi vinna er mjög nauðsynleg og mikilvægt að fá aðila sem starfað hefur í nefndum sveitarfélagsins til að koma með tillögur að verkferlum. Byggðaráð óskar eftir því að sveitastjóri geri breytingar á drögunum í samræmi við umræður á fundinum og að þær verði einnig lagðar fyrir skipulags- og byggingarnefnd til frekari vinnslu.

3.Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin er lúta að gjaldskrármálum

2003160

Lagðar fram leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi leiðir til að koma til móts við heimilin í kjölfar COVID19.
Sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt eftirfarandi aðgerðir:

Fæðis- og dvalargjöld í leikskólum og fæðisgjald í grunnskólum verði endurreiknað frá og með 17. mars þegar samkomubann tók gildi og skerða þurfti skólagöngu nemenda. Foreldrar greiða eingöngu gjald þá daga sem barnið sótti skólann samkvæmt upplýsingum frá kennurum.

Mánaðar- og árskort í sund og líkamsræktarstöðvar sveitarfélagsins verða framlengd um þann tíma sem lokanir standa yfir.
Ákvarðanir þessar gilda út maí nema annað verði gefið út. Þær verða þó endurskoðaðar reglulega með hliðsjón af aðstæðum í samfélaginu.
Áfram verður fylgst með málum og sveitarstjórn er við því búin að þörf verði á frekari aðgerðum til að bregðast við aðstæðum.

4.COVID 19 - Aðgerðir sveitarfélaga til styrktar atvinnulífi

2003146

Lagðar fram leiðbeiningar frá Samtökum sveitarfélaga varðandi aðgerðir sveitarfélaga til hjálpar atvinnulifi í ljósi COVID19.
Fyrstu aðgerðir verða þær að þeir aðilar í atvinnurekstri, sem þess óska, geti farið fram á að fresta greiðslu fasteignagjalda í allt að þrjá mánuði.
Sveitastjórn mun fylgjst vel með framgangi mála og bregðast frekar við verði þess þörf. Einnig verður sveitastjórn í góðu sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi vegna frekari útfærslu á úrræðum.
Byggðarráð ræddi einnig möguleika að flýta framkvæmdum og auka við viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins með það að markmiði að styðja við atvinnulíf á svæðinu.

5.Tungulækur skipting lands

2001059

Lögð fram umsókn um að landi Tungulækjar verði skipt upp í tvo hluta. Fyrir liggur umsögn umhverfis- og skipulagssviðs sem gerir ekki athugasemd við að landareignin verði stofnuð þar sem hún stangast ekki á við gildandi aðalskipulag.
Byggðaráð samþykkir stofnun landareignarinnar.

6.Akrar 4 lnr. 226820 - Stofnun lóðar_Silfurtún

2003024

Framlögð umsókn Verkís ehf f.h. Sigrúnar B. Pétursdóttur, um stofnun lóðar úr landi Akra 4 er fái heitið Silfurtún.
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við að lóðin verði stofnun þar sem það stangast ekki á við gildandi skipulag.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2020

2003132

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótarfélags Íslands þar sem vakin er athygli á umsóknarfresti um styrk úr Styrktarsjóði EBÍ.
Byggðaráð hvetur til þess að sótt verði um styrki í Styrktarsjóð EBÍ fyrir verkefni sem falla að sjóðnum.

8.Bréf til byggðarráðs dags. 22.3.2020

2003155

Lagt fram bréf IKAN ehf til byggðarráðs og sveitarstjóra varðandi málefni Egilsgötu 6 þar sem óskað er eftir gögnum varðandi skýrslu Capacent um verkferla.
Skýrsla Capacent er enn vinnuskjal og verður því ekki strax birt opinberlega.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

9.Tilkynning um stjórnsýslukæru 129 - 2019 - IKAN ehf.

1912097

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála í máli nr. 129_2019.
Niðurstaða nefndarinnar er að málinu var vísað frá kærunefnd Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

10.Netspjall á heima- eða facebooksíðu sveitafélagsins

2003165

Umræður um netspjall á heima - og facebooksíðu sveitarfélagsins.
Byggðaráð leggur til að kannaðir verði möguleikar og útfærslur á netspjalli á heimasíðu sveitarfélagsins.
Óskað er eftir að verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála verði falið að vinna málið áfram í samvinnu við sveitarstjóra.

11.Nýr kjarasamningur við bæjarstarfsmannafélög

2003166

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um samþykkt kjarasamninga við starfsmannafélög.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum um fjárhagsleg áhrif samninganna fyrir sveitarfélagið.

12.Niðurstaða kosningar um kjarasamning

2003159

Lagt fram bréf Kjalar þar sem tilkynnt er að kjarasamningur hafi verið samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu.

13.Ársskýrsla Safnahús Borgarfjarðar 2019

2003152

Lögð fram ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar 2019.
Byggðarráð þakkar ítarlega og vandaða ársskýrslu.

14.Samstarf við N4 2020

2003029

Lagt fram erindi frá N4 varðandi samstarf um þættina Að vestan.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.

15.Samstarf um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði

2003174

Framlagt erindi Hoffells ehf varðandi samstarf um óhagnaðardrifið íbúðahúsnæði.
Fyrirtækið Hoffell ehf hefur leitað til Borgarbyggðar og óskað eftir að byggja óhagnaðardrifið leiguhúsnæði á lóðum sem því hefur þegar verið úthlutað við Brákarbraut 5 og 1-3, alls 8 íbúðir. Íbúðalánasjóður veitir lán á sérstökum kjörum til þessa verkefnis til að styrkja leigumarkað á landsbyggðinni og eru þau lán eyrnamerkt óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði.
Byggðaráð ræddi beiðnina og samþykkti að láta gera viljayfirlýsingu um að Borgarbyggð komi að verkefninu.

16.Styrkbeiðni fyrir bílabíó

2003173

Lagt fram erindi Sigríðar Þóru Óðinsdóttur fyrir hönd Kvikmyndafélags Borgarfjarðar um styrkbeiðni vegna bílabíó - samfélagslegt verkefni.
Byggðaráð samþykkir framkomna beiðni og fagnar frumkvæði Kvikmyndafélags Borgarbyggðar í þessu máli.
Erindinu er vísað til atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar til upplýsinga.

17.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Lögð fram fundargerð 18. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum.

18.Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.

2003142

Lagt fram erindi Alþingis þar sem kynnt er að tillögur um endurskoðun kosningalaga eru komnar í opið samráðsferli.

19.Til umsagnar 666. mál frá nefndsviði Alþingis

2003164

Lagt fram erindi Velferðarnefnd Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.

Fundi slitið - kl. 10:44.