Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

521. fundur 02. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:11 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Ársreikningur Borgarbyggðar 2019

2003086

Lagður fram ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2019. Til fundarins mætti Haraldur Örn Reynisson starfsmaður KPMG. Hann kynnti niðurstöður ársreikningsins og viðeigandi skýringar.
Helstu niðurstöður hans eru sem hér segir: Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A og B hluta er jákvæð um 429 milljónir sem er um 310 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins. Bætt afkoma miðað við fjárhagsáætlun skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, minni rekstrargjöldum og lægri lífeyrissjóðsskuldbindingu en gert var ráð fyrir. Afskriftir og fjármagnskostnaður eru einnig lægri en ráð var fyrir gert. Tekjur ársins námu alls um 4.457 m.kr. Launakostnaður var 2.340 m.kr. og annar rekstrarkostnaður var 1.445 m.kr. Framlegð nemur 613 m.kr. Veltufé frá rekstri er 640 m.kr. eða 14,4% af tekjum. Eigið fé í árslok nam því 4.284 m.kr. í árslok og eiginfjárhlutfallið er 50,4%. Skuldaviðmið er 48% sem er lægra en áætlun gerði ráð fyrir.
Byggðarráð vísaði ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem fer fram þann 8. apríl n.k.

2.Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar - COVID19

2003214

Rætt um tengivegi í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Þetta skref ríkisvaldsins er mikilvægur liður í því að styrkja efnahagslífið og stuðla að stöðugleika eftir þá niðursveiflu sem horft er fram á í kjölfarið af Covid 19 heimsfaraldrinum.
Sú aðgerð að veita milljarði aukreitis inn í uppbyggingu tengivega á dreifðum svæðum stuðlar bæði að framangreindu en styður einnig við byggðirnar og getu þeirra til að vaxa og dafna. Af áætlun Vegargerðarinnar má ráða að fara á í umtalsverðar fjárfestingar í tengivegum í Borgarbyggð en þeir vegir sem um ræðir eiga það allir sameiginlegt að vera fjölfarnir bæði af ferðamönnum og íbúum og margir hverjir í slæmu ástandi.
Byggðarráð fagnar þessu framtaki íslenska ríkisins og mun ekki láta sitt eftir liggja í því að greiða leið þessara verkefna.

3.Aðkoma jöfnunarsjóðs vegna Covid19

2003196

Lagt fram minnisblað samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis til Jöfnunarsjóða um aðkomu v. COVID19.

Byggðaráð telur vera þörf fyrir það viðbragðsteymi sem hefur sérstaklega verið stofnað um þjónustu við viðkvæma hópa. Sveitarfélög geta, skv. reglugerð 351/2002, sótt um styrk annars vegar vegna ófyrirséðra tilvika í rekstri grunnskóla sem leiði til útgjalda umfram tekjur og hins vegar til að jafna sveiflur í útgjöldum milli ára vegna aðgerða til varnar því að rof verði á þjónustu við fatlað fólk vegna samfélagsaðstæðna. Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.

4.Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19

2003208

Framlögð samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars s.l. varðandi aðgerðir til styrktar fyrirtækjum og heimilum í kjölfar COVID19.

Byggðaráð þakkar vinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um hugmyndir sem gætu nýst í vinnu við aðgerðaráætlun sveitarfélagsins gagnvart heimilum og atvinnulífi. Unnið er með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi við vinnu aðgerðaráætlunar sem lítur að atvinnurekstri í sveitarfélaginu. Sem lið í aðgerðaráætlun sveitarfélagsins mun byggðaráð vinna að endurskoðun framkvæmdaáætlunar og viðhaldsáætlunar.
Einnig er vinna við sviðsmyndagreiningu farin af stað þar sem áhrif tekjuskerðingar er metin sem og möguleikar sveitarfélagsins til að lækka gjaldskrár, flýta framkvæmdum og viðhaldsverkefnum.

5.Endurskoðun á framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun

2003203

Rætt um endurskoðun á framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun Borgarbyggðar.
Kynntar voru hugmyndir embættismanna Borgarbyggðar sem unnar hafa verið að beiðni byggðaráðs um viðhalds- og framkvæmdaverkefni sem hægt væri að taka til í aðgerðaráætlun Borgarbyggðar vegna COVID-19 gagnvart atvinnulífinu.


Byggðarráð samþykkti tillögu um að fara í framkvæmdir við íþróttamiðstöðvarnar fyrir 17 - 20 millj króna og er stefnt að því að hefja framkvæmdir nú á meðan stöðvarnar eru lokaðar.
Tillögunni er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar og gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

6.Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar

2002083

Lagðar fram tillögur frá Sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Byggðaráð þakkar UMSB fyrir þær tillögur sem samþykktar voru á 98. sambandsþingi UMSB og samstarfið á undanförnum árum.

7.Signýjarstaðir frístundahúsasvæði, landareign

1912080

Lögð fram umsókn Páls Herberts Jónssonar um stofnun landspildu út úr landi Signýjarstaða.
Fyrir liggur umsögn umhverfis- og skipulagssviðs sem gerir ekki athugasemdir við stofnun landspildunnar þar sem hún stangast ekki á við gildandi skipulag.
Byggðarráð samþykkti að landspildan verði stofnuð.

Lilja vék af fundi meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila máls.

8.Umsókn um lóð - Arnarflöt 3

2003197

Lögð fram umsókn Orra Jónssonar um lóðina Arnarflöt 3 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til Orra.

9.Sala á félagsheimilinu Valfell

2003200

Lagt fram kauptilboð í félagsheimilið Valfell.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

10.Hreinsunarsamningur - óhöpp á þjóðvegum

2003195

Lagður fram samningur milli Vegagerðarinnar og Slökkviliðs Borgarbyggðar um hreinsun þjóðvega í kjölfar umferðarslysa.
Byggðaráð samþykkir samninginn með þeim breytingum að hann verði tímabundinn til 10 ára og að fjárhæðir í samningnum verði vísitölutengdar.
Byggðaráð felur slökkviliðsstjóra umboð til að skrifa undir samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar.

11.Skólalóð á Kleppjárnsreykjum - fyrirspurn

2003117

Rætt um fyrirspurn Guðveigar Lind Eyglóardóttur um kostnað við hönnun leikskólalóðar á Kleppjárnsreykjum.
Sviðsstjóri fór yfir kostnað sem kominn er í þetta verkefni sem nú er um 9,4 millj kr en það eru þrjú fyrirtæki sem hafa komið að hönnuninni.
Rætt um framvindu verksins.

12.Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingafulltrúa

2002081

Rætt um gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa.

Guðveig lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Fulltrúar framsóknarflokksins leggja fram tillögu að breyttri gjaldskrá byggingarfulltrúa, samkvæmt tillögunni er rúmmetragjald af nýbyggingum fellt út það sem eftir lifir árs 2020, um er að ræða hóflega lækkun sem er einföld í útfærslu. Markmiðið með breytingunum er að hvetja einstaklinga til framkvæmda. Auk þess leggjum við til að gjaldskránni verði breytt verulega í aðdraganda næstu fjárhagsáætlunar til einföldunar. Mikilvægt er að hvati sé til þess í gjaldskrá að byggingaraðilar láti byggingarstjóra framkvæma úttektir í stað byggingarfulltrúa. Í núverandi gjaldskrá er lítill verðmunur á því hvort framkvæmdaraðilinn framkvæmir úttektirnar sjálfur, auk þess er erfitt að átta sig á endanlegu gjaldi vegna fjölda liða í gjaldskránni, dæmi um einföldun væri að fella gjald vegna yfirferðar á séruppdráttum undir byggingaleyfisgjald. Markmið breytinganna sé að gjaldskráin verði auðlesanleg fyrir hlutaðeigandi til að reikna út leyfiskostnað fyrir sína framkvæmd."

Byggðarráð samþykkir að láta skoða hvaða áhrif þessi breyting hefur á gjaldskrána.

13.Samstarf um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði

2003174

Lögð fram viljayfirlýsing um samstarf um óhagnardrifið leiguhúsnæði í Borgarnesi við fyrirtækið Hoffell ehf.
Byggðarráð samþykkti viljayfirlýsinguna og leggur þá ákvörðun til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.

14.Skátafélag Borgarness - umsókn um styrk

1912085

Styrkumsókn Skátafélags Borgarness tekin aftur til afgreiðslu í ljósi nýrra gagna.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja styrkveitingu upp á kr. 250.000,vegna ársins 2019.
Enn fremur leggur byggðaráð til við sveitarstjórn að styrkveitingar til Skátafélags Borgarness verði frá árinu 2020 í samræmi við styrki til UMSB og úthlutunarreglur þeirra.

15.Áskorun f. Félagi eldri borgara

2003215

Lögð fram áskorun til stjórnvalda frá Landsambandi eldri borgara og heildarsamtökum fatlaðs fólks á Íslandi.
Byggðaráð tekur undir áskorun ÖBÍ og Landssambands eldri borgara. Mikilvægt er að sérstaklega sé hugað að þeim sem tilheyra skilgreindum áhættuhópum vegna COVID-19. Borgarbyggð hefur lagt sig fram um að halda þjónustu við þessa hópa með eins óbreyttu sniði og mögulegt er. Enn fremur hafa verið aukin samskipti við fólk eldra en 80 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, þar sem m.a. hefur verið hringt til þeirra til að kanna líðan, hvort fólki skorti upplýsingar eða aðstoð við að sækja sér lyf og aðrar nauðsynjar.

16.Fundargerd_421_hafnasamband

2003176

Lögð fram fundargerd 421. fundar Hafnasambands Íslands ásamt 22. fundargerð Siglingaráðs.

17.Byggingarnefnd GBF á Kleppjárnsreykjum - verkfundargerðir

1907032

Fundargerðir verkfunda nr. 4 - 13 vegna leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum lagðar fram.

18.Fundargerð 880. fundar stjórnar sambandsins

2003204

Lögð fram fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 11:11.