Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

522. fundur 16. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:12 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

2004051

Lögð fram gögn vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
Eiríkur Ólafsson kynnti efni viðaukans og verður hann tekinn til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

2.Óvissa um tekjur Jöfnunarsjóðs

2004042

Framlagður tölvupóstur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi óvissu um tekjur sjóðsins á komandi mánuðum.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja - fundargerðir

1906201

Framlögð fyrstu drög þarfagreiningar Verkís ehf. vegna íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi.
Kynnt eru drög að þarfagreiningum Verkís ehf. vegna íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi. Byggðaráð vísar drögunum til umræðu í fræðslunefnd.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja auka fjárveitingu að fjárhæð kr. 3.150.000,- til að klára jarðvegsrannsóknir til að hægt sé að vinna að tillögum að staðsetningu íþróttamannvirkja í Borgarnesi og geri viðauka þess efnis við fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar.

4.Viðbrögð sveitarfélagsins vegna covid-19 veirunnar

2003158

Aðgerðir v. Covid19 ræddar
Rætt um ýmis verkefni sem sveitarfélagið getur staðið fyrir og störf sem hægt er að skapa tímabundið. Sveitarstjóra falið að vinna að tillögum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

5.Uppbygging Kárastaðaflugvallar

2004046

Framlagt bréf Flugklúbbsins Kára varðandi uppbyggingu Kárastaðaflugvallar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fyrir næsta fund samning um Kárastaðaflugvöll frá 2007.

6.Vindmyllur á Grjóthálsi - kynning á drögum að matsáætlun

1910090

Framlögð tillaga að matsáætlun vegna vindmylla á Grjóthálsi
Byggðaráð vísar tillögunni til matsáætlunar vegna vindmylla í Grjóthálsi til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd og umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

7.Ferlagreining

1811144

Umræður um frekari vinnu við ferlagreiningu í starfsemi sveitarfélagsins Borgarbyggðar.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og leita til ráðgjafa varðandi frekari greiningar og úrvinnslu.

8.Bein utsending sveitarstjórnarfunda

2004048

Umræður um beina útsendingu sveitarstjórnarfunda
Sveitarstjóra falið að undirbúa tillögu að beinum útsendingum sveitarstjórnarfunda og kanna kostnað við kaup á búnaði sem einnig nýtist á öðrum opnum fundum í sveitarfélaginu.

9.Starfslok sveitarstjóra

1911063

Kynnt er stefna Jóns Sigurðssonar, hrl, f.h. Gunnlaugs A. Júlíussonar á hendur Borgarbyggðar, dags. 1. apríl sl.
Byggðaráð harmar efni framkominnar stefnu og ítrekar að sveitarfélagið hafi alltaf lagt áherslu á að gengið sé frá starfslokum Gunnlaugar A. Júlíussonar, fyrrv. sveitarstjóra, í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Ljóst er að ítrustu kröfur Gunnlaugs eru langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Það er því hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði á grundvelli þeirra og því verður tekið varna. Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi.

10.Ljósleiðari í Borgarbyggð - Framkvæmdir 2020

2001118

Umræður um framkvæmdir við ljósleiðara í scveitarfélaginu.
Lögð er fram stöðuskýrsla Guðmundar Daníelssonar, dags. 15. apríl 2020, varðandi lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Verður fundað með honum eins fljótt og unnt er.

11.Fréttir frá Veiðifélagi Langár

2004040

Lagðar fram upplýsingar frá Veiðifélagi Langár varðandi frestun aðalfundar og fleira

12.Aðalfundir OR og dótturfélaga

2004053

Framlögð tilkynning um aðalfundi OR og dótturfélaga sem fram fara 24.4.2020.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að mæta f.h. sveitarfélagsins og fara með atkvæði þess á aðalfundi OR.

13.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðsins - 26_03_2020

2003067

Framlagt bref vegna frestunar aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ses.

14.Tilkynning um kæru til ÚU - Krókur

1910126

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli sem Gunnar Jónsson í Króki vísaði til nefndarinnar.

15.Beiðni um upplýsingar um kostnað við málarekstur

1907185

Framlagt bréf Gunnars Jónssonar í Króki í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Sveitarstjóra falið að senda umbeðnar upplýsingar til bre´fritara í samræmui við úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

16.Ferðamálasamtök Mýra- og Borgarfjarðarsýslu

2004058

Málefni Ferðamálasamtaka Mýra - og Borgarfjarðarsýslu
Framlagður póstur frá SSV varðandi málefni Ferðamálasamtöka Mýra - og Borgarfjarðarsýslu - sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

17.Rýnihópur v. verðmats OR

2004072

Framlögð drög að erindisbréfi rýnihóps vegna verðmats OR.
Borgarbyggð hefur óskað eftir mati á áhrifum þess að taka upp samræmda gjaldskrá fyrir fráveitu (og vatnsveitu) á Akranesi, í Borgarbyggð og í Reykjavík.

Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka sæti í rýnihópnum og sveitarstjóri verði tengiliður eiganda í rýnihópnum. Einnig áskilur Borgarbyggð sér rétt til þess að skipa sérfræðing til að starfa með hópnum.

18.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 01.04 2020 Fundur nr. 190

2004003

Framlögð fundargerð 190. fundar stjórnar Faxafloahafna sf.
Byggðarráð samþykkir að næsti fundur byggðarráðs verði haldinn miðvikudaginn 22. apríl n.k.

Fundi slitið - kl. 11:12.