Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

523. fundur 22. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:20 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

2004051

Lögð fram vinnugögn vegna gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020

2.Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni tvöfaldaður

2004010

Afgreiðsla 189. fundar fræðslunefndar.
"Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands lagt fram þar sem fram kemur að íþrótta- og ungmennafélög á landsvísu horfa nú fram á mikla erfiðleika í rekstri í kjölfar aðgerða í baráttunni gegn COVID-19 veirunni. Ljóst er að róðurinn verður afar þungur þegar leyfi verður gefið af hálfu yfirvalda til að hefja skipulagt íþróttastarf að nýju. Það þarf varla að fjölyrða um mikilvægi þess að starfið hjá íþrótta- og ungmennafélögum nái sem fyrst upp fyrri slagkrafti svo að börn og ungmenni komist fljótt í rútínu til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. Til að bregðast við þessum vanda í Borgarbyggð leggur fræðslunefnd til að frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð verði tvöfaldaður á árinu og fari úr kr. 20.000 á ári í kr. 40.000 á ári. Margir hafa þegar nýtt sér frístundastyrkinn á þessu ári svo að hann ætti að koma sér vel fyrir marga á haustönn. Áætlaður viðbótarkostnaður á þessu ári er um kr. 6.000.000. Samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. "
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu fræðslunefndar og að hækkun frístundastyrksins verði til frambúðar.

3.Endurvinnsluhráefni í Covid-19

2004082

Framlagt erindi Íslenska Gámafélagsins vegna aukins kostnaðar við endurvinnsluhréfni á tímum Covid19.
Samkvæmt samningum telur byggðaráð Borgarbyggð ekki vera skuldbundið til að verða við þessari ósk og hafnar því beiðni um aukinn kostnað vegna endurvinnsluhráefnis á tímum Covid-19. Byggðaráð felur sveitarstjóra að upplýsa bréfritara um afgreiðsluna.

4.Laun í vinnuskóla Borgarbyggðar 2020

2004085

Framlagt minnisblað um laun í vinnuskóla Borgarbyggðar 2020
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að launahækkun í vinnuskóla og felur sveitarstjóra að leggja viðauka fyrir byggðaráð þegar ljóst er hver aðsóknin verður í vinnuskólann og hver viðbótarkostnaður verður.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi

2004071

Framlögð umsókn Skógræktarfélags Borgarfjarðar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Reykholts.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags - og byggingarnefndar.

6.Uppbygging Kárastaðaflugvallar

2004046

Framlagt bréf um uppbyggingu Kárastaðaflugvallar ásamt samningi milli Flugklúbbsins Kára, Borgarbyggðar og Flugstoða.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar.

7.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 9

2004067

Framlögð umsókn Selmu Ágústdóttur um lóðina Rjúpuflöt 9 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Rjúpuflöt 9 til Selmu Ágústdóttur kt: 1010893209.

8.Tilnefningar í stjórn og fulltrúaráð Háskólans á Bifröst

2004078

Framlagður póstur frá rektor Háskólans á Bifröst varðandi tilnefningu fulltrúa í stjórn og fulltrúaráð skólans.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

9.Hugmyndir að aðgerðum

2004086

Framlagt bréf frá Jóhönnu Erlu Jónsdóttur þar sem hún leggur fram m.a. hugmyndir að bættri þjónustu við ferðamenn.
Byggðaráð þakkar fyrir gott innlegg inn í umræðuna um að gera Borgarbyggð að enn áhugaverðari áfangastað fyrir íslenska ferðamenn og vísar tillögunni til atvinnu-, markaðs - og menningarmálanefndar. Borgarbyggð er að vinna að aðgerðaráætlun vegna Covid-19 og eitt af þeim verkefnum sem verið er að vinna að er viðbótarframlag til markaðssetningar sveitarfélagsins í samstarfi við SSV og Vesturlandsstofu.
Samþykkt að taka lið nr. 10. inn á dagskrá

10.Viðbrögð sveitarfélagsins vegna covid-19 veirunnar

2003158

Aðgerðir vegna Covid-19 ræddar.
Lögð fram til umræðu minnisblöð um aðgerðir sem sveitarfélagið hefur hrint af stað eða eru á undirbúningsstigi ásamt ætluðum áhrifum þeirra á fjárhag sveitarfélagsins. Samþykkt að taka þessar áætlanir til frekari umræðu og skoðunar á vinnufundi sveitarstjórnar.
Samþykkt að taka lið nr. 11 inn á dqagskrá.

11.Samvinnu í stefnumótun og uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi

2002018

Lagt er til að sveitarfélagið tilnefni aðila í vinnuhóp um ferðaleið um Borgarfjarðarhérað. Auk tilnefninga frá byggðaráði munu starfsmenn Markaðsstofu Vesturlands taka þátt í hópnum auk menningarfulltrúa SSV.
Samþykkt að tilnefna Þórdísi Sif Sigurðardóttir, Maríu Neves og Hrafnhildi Tryggvadóttir í vinnuhópinn ásamt fulltrúa úr Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd.

12.Netspjall á heima- eða facebooksíðu sveitafélagsins

2003165

Framlagt minnisblað um netspjall í gegn um heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið.

13.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 17.04 2020 Fundur nr. 191

2004087

Framlögð fundargerð Faxaflóahafna sf. 17.04 2020 Fundur nr. 191

14.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - verkfundir

1806018

Framlagt minnisblað um verkstöðu í Grunnskólanum í Borgarnesi þann 17.4.2020

Fundi slitið - kl. 10:20.