Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Viðbrögð sveitarfélagsins vegna covid-19 veirunnar
2003158
Viðbrögð við Covid rædd
Mánudaginn 27. apríl sl. var haldinn vinnufundur sveitarstjórnar um aðgerðaráætlun. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna tillögu af afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð ákveður að auglýsa sumarstörf fyrir námsmenn og verkstjóra yfir verkefnin í samræmi við kynntar tillögur að aðgerðaráætlun.
2.Tilslökun á samkomubanni 4. maí.
2004115
Framlögð gögn frá sóttvarnar - og landlækni varðandi tilslökun samkomubanns sem tekur gildi 4. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.
3.Götulýsing í Borgarbyggð
1904172
Samningur við Rarik vegna yfirfærslu raflýsingar.
Lögð fram drög að samningi um afhendingu götulýsingarkerfa í þéttbýlisstöðum Borgarbyggðar frá Rarik til Borgarbyggðar. Með samningnum eignast sveitarfélagið götulýsingarkerfin og tekur við rekstri þeirra en á móti hættir Rarik innheimtu viðhaldsgjalds.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Rarik, um afhendingu götulýsingarkerfanna en jafnframt óskað eftir að Rarik gefi yfirlýsingu um ástand kerfisins þar sem staðfest er að ástand kerfisins sé gott og að Rarik muni lagfæra það sem þarf áður en til afhendingar kemur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Rarik, um afhendingu götulýsingarkerfanna en jafnframt óskað eftir að Rarik gefi yfirlýsingu um ástand kerfisins þar sem staðfest er að ástand kerfisins sé gott og að Rarik muni lagfæra það sem þarf áður en til afhendingar kemur.
4.Framkvæmdastyrkur til íþrótta- og tómstundafélaga 2020
2004135
Framlagðar tillögur sviðsstjóra fjölskyldusviðs um úthlutun framkvæmdastyrkja til íþrótta - og tómstundafélaga.
Byggðaráð fagnar fjölda umsókna og þeim metnaðarfullu verkefnum íþrótta- og tómstundafélaga sem sækja um framkvæmdastyrk hjá sveitarfélaginu. Sótt er um verkefni að rúmlega 17 milljónum króna en til úthlutunar eru 4 milljónir króna.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.
5.Erindi Landnámsseturs dags. 27.4.2020
2004145
Framlagt erindi Landnámsseturs Íslands ehf. um stuðning vegna Covid19.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja fund með bréfritara, byggðaráðsfulltrúum og sveitarstjóri.
6.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 2020
2004052
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár ásamt fundargögnum.
Byggðaráð felur Þorsteini Viggóssyni formanni fjallskilanefndar Brekku - og Svignaskarðsréttar að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins.
7.Aðalfundur Límtré Vírnet ehf. 2020
2004128
Framlagt fundarboð á aðalfund LímtréVírnet ehf. sem haldinn verður 13. maí 2020.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins.
8.Aðalfundur Faxaflóahafna 2020
2004119
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður 12.6.2020.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins.
9.Tilnefningar í stjórn og fulltrúaráð Háskólans á Bifröst
2004078
Frá 523. fundi byggðarráðs.
Borgarbyggð tilnefnir Ingu Dóru Halldórsdóttur, sem aðalmann í stjórn Háskólans á Bifröst, Sigurð Guðmundsson varamann í stjórn og Lilju Björgu Ágústsdóttur í fulltrúaráð.
10.Tungulækur skipting lands
2001059
Framlögð landskiptagerð fyrir jörðina Tungulæk í Borgarbyggð.
Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs gera ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar Tungulæks í Borgarbyggð í sex hluta, sbr. landsskiptagerð dags. 17. apríl 2020 og uppdrátt sem fylgir henni:
-
Tungulækur, L135168, sem verður 137,1 hektari og á þeim verður íbúðarhús, bílskúr og útihús, F2110623.
-
Drumbar 2, L229875, sem verður 114,4 hektarar
-
Skilklettur, L229871, sem verður 108,5 hektarar
-
Baugur 2, L229876, sem verður 135,5 hektarar
-
Þrándarás, L229869, sem verður 143,1 hektari
-
Tungulækjartún, L229880, sem verður 8 hektarar
Byggðarráð samþykkti að landspildurnar verði stofnaðar.
-
Tungulækur, L135168, sem verður 137,1 hektari og á þeim verður íbúðarhús, bílskúr og útihús, F2110623.
-
Drumbar 2, L229875, sem verður 114,4 hektarar
-
Skilklettur, L229871, sem verður 108,5 hektarar
-
Baugur 2, L229876, sem verður 135,5 hektarar
-
Þrándarás, L229869, sem verður 143,1 hektari
-
Tungulækjartún, L229880, sem verður 8 hektarar
Byggðarráð samþykkti að landspildurnar verði stofnaðar.
11.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
1912083
Samningur um uppbyggingu í Bjargslandi
Drög að rammasamningi milli Borgarbyggðar, Borgarverks, Steypustöðvarinnar | Loftorku og Eiríks Ingólfssonar ehf. kynnt, en drögin eru í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var 8. janúar 2020 og staðfest á 193. fundi sveitarstjórnar 10. janúar 2020. Samningur verður kynntur sveitarstjórn áður en til afgreiðslu kemur.
12.Rafræn stjórnsýsla og upplýsingamiðlun
1912031
Birting fjárhagsupplýsinga á heimasíðu.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að tillögum um að framsetningu fjárhagsupplýsinga sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða að setja lið nr. 13 á dagskrá.
13.Nemendagarðar f. MB - minnisblað
2004164
Framlagt minnisblað frá SSV vegna Nemendagarða fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna sveitarstjóra sem tengilið við verkefnið. Einnig er sveitarstjóra falið að kanna umfang verkefnisins og kostnað við það.
14.Til umsagnar 643. mál frá nefndasviði Alþingis
2004121
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.
15.Fundargerð 881. fundar stjórnar sambandsins
2004142
Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarsfélaga framlögð.
Fundi slitið - kl. 09:58.