Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

527. fundur 28. maí 2020 kl. 08:15 - 11:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason og Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2020

2005289

Lagður fram samanburður rekstrarútgjalda fyrir jan - apríl við fjárhagsáætlun 2020
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs kynnti samanburð rekstrar fyrstu fjóra mánuði ársins 2020 við fjárhagsáætlun ársins. Í heildina er reksturinn undir áætlun sem nemur 94 millj. kr.

2.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Benedikt Magnússon byggingarstjóri Grunnskólans í Borgarnesi fer yfir stöðu framkvæmdarinnar í gegn um fjarfundabúnað.Byggingarkostnaður stefnir í að fara fram úr áætlun og er byggingarstjóra falið að taka saman nánari greiningu á ákveðnum liðum.

3.Stofnun nýrrar landeignar úr landi Arnbjarga [L205886]

2005123

Lögð fram umsókn Ragnheiðar Guðnadóttur um stofnun tveggja lóða úr landi Arnbjarga lnr. 205886
Byggðarráð samþykkir að lóðirnar Sjávarfoss og Holtið verði stofnaðar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis ? og skipulagssviðs.

4.Stofnun nýrrar landeignar í landi Akra 3[L135987]_Akraós

2005136

Lögð fram umsókn Magnúsar Tómassonar um stofnun lóðar úr landi Akra 3 lnr. 135987
Byggðarráð samþykkir að eignin Akraós verði stofnuð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

5.Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi

2004066

Lögð fram til kynningar uppfærð gögn frá Vinnumálastofnun með upplýsingum um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi.

6.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

2003067

Lagt fram uppfært fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 12.6.2020.
Samþykkt að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

7.Boð á ársfund Brákarhlíðar 5.6.2020

2005203

.
Lagt fram fundarboð á ársfund Brákarhlíðar sem haldinn verður þann 4. júní 2020. Ennfremur er framlögð skipulagsskrá.
Allir sveitarstjórnarfulltrúar eru velkomnir á fundinn.

8.Barnvænt samfélag - vinnuhópur

1911117

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna innleiðingar verkefnisins Barnvænt samfélag ásamt erindisbréfi fyrir stýrihóp.
Samþykkt að fresta til næsta fundar að tilnefna fulltrúa í stýrihóp.

9.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2020

2005291

Lagt fram fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fer 3. júní n.k. ásamt samþykktum félagsins og ársreikningi fyrir árið 2019.

10.Snagi í Norðurárdal - framkvæmdaleyfi

2005297

Lögð fram umsókn Hafþórsstaða ehf um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum við Snaga í Norðurárdal, ásamt fylgigögnum.
Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út umrætt framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar til staðfestingar.

11.Vatnsveita á Varmalandi - tengigjöld

2005290

Lögð fram tillaga að tengigjöldum fyrir Vatnsveitu á Varmalandi.
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætti til fundarins og gerði grein fyrir tillögum að tengigjöldum fyrir Vatnsveitu á Varmalandi.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að hefja viðræður við Veitur um fyrirkomulag vatnsveitu á Varmalandi.

12.Fjarskiptasamband í Borgarbyggð - tillögur til úrbóta

2005254

Lagt fram bréf björgunarsveitanna í Borgarbyggð þar sem lagðar eru til aðgerðir til að bæta fjarskipti á afréttum í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að vinna með tillögur að úrbótum á fjarskiptum á afréttum í Borgarbyggð í tengslum við ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins.

13.Göngustígur Dílatangi - Borg_Framkvæmdaleyfi

2005292

Lögð fram beiðni umhverfis - og skipulagssviðs um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Dílatanga að Borg.
Byggðarráð samþykkir að gefið verði út umbeðið framkvæmdaleyfi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

14.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 15.6.2020

2005306

Lagt fram fundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf. á aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 15. júní 2020 kl. 13:00 á Hótel Hamri í Borgarbyggð.
Samþykkt var að tilnefna Halldóru Lóa Þorvaldsdóttur og Finnbogi Leifsson í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. f.h. Borgarbyggðar.

15.Þjónustufyrirtæki í gamla bænum -Vinstri beygjan

2005307

Lagt fram bréf Katrínar Huld Bjarnadóttur um kynningu á fyrirtækjum í "gamla bænum".
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd að taka afstöðu til beiðninnar og hugi að heildaryfirsýn varðandi skiltamál í sveitarfélaginu.

16.Styrkur til Neista, félags slökkviliðsmanna

2005321

Rætt um styrk til Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að styrkja félagið um kr. 100.000 með kaupum á þrifum á bílastæðum í eigu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að setja sig í samband við félagið.

17.Fundargerðir stjórnar SV 2020

2005305

Lagðar fram fundargerðir þriggja stjórnarfunda Sorpurðunar Vesturlands dags. 26.2., 17.4. og 25.5.2020

18.Fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2005251

Lögð fram fundargerð 884. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

20.Kjarasamningar sex BHM félaga samþykktir

2005201

Lögð fram tilkynning um kjarasamninga sex félaga innan BHM og kynning þeirra.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum um hvort þessar breytingar rúmist innan fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:40.