Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingafulltrúa
2002081
Gjaldskrá byggingarfulltrúa tekin til umræðu.
Byggðaráð samþykkir að fella niður rúmmetragjöld úr gjaldskrá byggingarfulltrúa frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 til að lækka framkvæmdakostnað einstaklinga og fyrirtækja sérstaklega til að hvetja til framkvæmda og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
2.Viðspyrnufjárfestingar Veitna 2020-21
2004129
Framlögð fréttatilkynning frá Veitum ohf. þar sem kynnt er 1290 millj. króna fjárfesting félagsins á Vesturlandi
Byggðaráð fagnar því að Veitur ohf. bæti við framkvæmdir í sveitarfélaginu á árinu 2020.
3.Lyngbrekka - beiðni um stuðning v. Covid19
2005324
Framlögð beiðni Leikdeildar Skallagríms dags. 28.5.2020 um stuðning til rekstrar Lyngbrekku vegna tekjubrests.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með Leikdeild Skallagríms vegna beiðnarinnar.
4.Fyrirspurn um landnemaspildu - Tjaldskógur
2006007
Framlögð fyrirspurn frá Tjaldið.is um skógræktarspildu sem hentað gæti fyrir e.k. samkomutjald
Byggðaráð vísar erindinu til Skógræktarfélags Borgarfjarðar.
5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2020
2005345
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna sem haldinn verður þann 11. júní 2020, ásamt fundargögnum.
Byggðaráð felur starfsmanni Safnahúss Borgarfjarðar að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins.
6.Veiðifélag Norðurár - Aðalfundarboð - 5. júní
2006006
Framlagt aðalfundarboð Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður 5. júní 2020
Byggðaráð felur formanni fjallskilanefndar Þverárréttar, Kristjáni Axelssyni, að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins.
7.Barnvænt samfélag - vinnuhópur
1911117
Skipað í vinnuhóp um barnvænt samfélag.
Byggðaráð tilnefnir Lilju Björgu Ágústsdóttur og Sonju Lind Eyglóardóttur í vinnuhóp um barnvænt samfélag. Anna Magnea Hreinsdóttir er tilnefnd sem verkefnastjóri og vísar ákvörðuninni til staðfestingar sveitarstjórnar.
8.Samstarf á sviði brunamála
2005322
Framlögð skýrsla Húsnæðis - og mannvirkjastofnunar um stöðu brunamála á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
9.Frá nefndasviði Alþingis 838. mál - þjónusta við fatlaða
2005323
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.
Byggðaráð vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.
10.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 2020
2004052
Framlögð fundargerð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 5.maí 2020.
Fundi slitið - kl. 09:14.