Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

530. fundur 25. júní 2020 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Umræður um fjárhagsáætlun 2021.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, leggur fram tillögu að tímaplani fyrir fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2021.

2.Kosning í undirkjörstjórn

2006177

Kjör fulltrúa í undirkjörstjórn Kleppjárnsreykjakjördeildar.
Sveitarstjóri leggur til við byggðaráð að Jónína Heiðarsdóttir verði kjörin varamaður í undirkjörstjórn Kleppjárnsreykjakjördeildar. Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra.

3.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

2006124

Framlögð beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignagjaldaálagningar árið 2021.
Borgarbyggð er með lág fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í samanburði við önnur sveitarfélög. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni um það hvernig áætlað er að takast á við mögulega tekjulækkun jöfnunarsjóðs.

4.Nýr lóðaleigusamningur fyrir íbúðabyggð á Hvanneyri

2006145

Framlögð drög að endurbættum samningi milli Borgarbyggðar og LBHÍ um landareignir á Hvanneyri
Ragnar Frank, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins til að gera grein fyrir drögum að samningnum. Byggðarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

5.Umsókn um lóð - Sóltún 15

2006136

Lögð fram umsókn Steinunnar Á Einarsdóttur um lóðina Sóltún 15 á Hvanneyri.
Byggðaráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Sóltún 15, Hvanneyri til umsækjanda enda sé það í samræmi við mat umhverfis - og skipulagssviðs.

6.Nýjar upplýsingar vegna Covid

2006134

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur mannvirkjadeildar Samgöngustofu, dags. 18. júní 2020, vegna ferðatakmarkana á ytri landamærum, ásamt leiðbeiningum.
Lagt fram til kynningar.

7.Fagráð slökkviliðs Borgarbyggðar - fundargerðir 2020

2001074

Framlögð fundargerð 10. fundar fagráðs Slökkviliðs Borgarbyggðar frá 9. júní 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Aðalfundur OR eigna

2006155

Framlagt fundarboð á aðalfund OR eigna sem haldinn verður 7. júlí 2020
Lagt fram til kynningar

9.Beiðni um húsnæði - Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar

2006144

Lagður er fram tölvupóstur Kvikmyndafjelags Borgarfjarðar, dags. 8. júní sl., þar sem leitað er eftir húnsæði fyrir félagið.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna möguleika á nýtingu húsnæðis í eigu Borgarbyggðar fyrir Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar.

10.Kalmanstunga, umsókn um framkvmdarleyfi ffyrir skógrækt

2006130

Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í Kalmanstungu ásamt umsögn skipulags - og umhverfissviðs.
Byggðaráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar í Kalmanstungu til handa Bryndísar Jónsdóttur í samræmi við umsögn skipulags- og umhverfissviðs og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.

11.Jarðlangsstaðir, umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt

2006131

Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á Jarðlangsstöðum.
Byggðaráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar í Jarðlangsstöðum til handa Þuríði Einarsdóttur í samræmi við umsögn skipulags- og umhverfissviðs og felur skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út.

12.Upplýsingaskilti um afþreyingu og þjónustu í efri byggðum Borgarfjarðar

2006046

Framlögð tillaga að skiltum til að vekja athygli á þjónustu í efri byggðum Borgarfjarðar.
Borgarbyggð er að hrinda úr vör markaðsstefnumótun fyrir Borgarbyggð. Byggðaráð fagnar frumkvæði ferðaþjónustuaðila. Til þess að sveitarfélagið getið tekið þátt í því fjárhagslega þarf að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar, en heildarkostnaður verkefnisins lá ekki fyrir fyrr en með þessari beiðni. Byggðaráð vísar erindinu til atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar og til þeirrar vinnu sem fram fer í tengslum við markaðsstefnumótun Borgarbyggðar.

13.Kerfisáætlun 2020 - 2029- komin í opið umsagnarferli

2006141

Framlögð tilkynning Landsnets um að kerfisáætlun 2020 - 2029 sé komin í opið samráðsferli.
Lagt fram til kynningar.

14.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020

2006158

Framlagt boð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu, sem haldinn verður í Hofi 16. september n.k.
Fundarboðinu vísað til velferðarnefndar.

15.Refsstaðir í Borgrbyggð lnr. 134510 ný lóð.

2006161

Framlögð umsókn eig. Refstaða L134510 um stofnun lóðar, Refsstaðir 2B, undir þjónustuhús.
Byggðarráð samþykkir að lóðin, Refsstaðir 2B, verði stofnuð.

16.Álftanesvegur í Borgarbyggð, umsókn um framkvæmdarleyfi.

2006167

Framlögð umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Álftanesvegar.
Byggðarráð samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út.

17.Bílastæði við Hjálmaklett - tímabundin stöðuleyfi

2006188

Byggðarráð tekur jákvætt í beiðni um tímabundin afnot af bílastæðum við Hjálmaklett og felur sveitarstjóra að vinna málið í samráði við forstöðumann Hjálmakletts.

18.Stjórnarfundur Samband íslenskra sveitarfélaga nr 885

2006128

Lögð fram fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar

19.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 21. fundar byggingarnefndar leikskólans á Kleppjárnsreykjum frá 18.6.2020
Framlögð til kynningar.

20.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2020

2005309

Framlögð fundargerð 291. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram til kynningar.

21.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1810067

Framlagðar 7. og 8. fundargerð stýrishóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi dags. 10.3.2020 og 22.6.2020
Lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.