Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

535. fundur 27. ágúst 2020 kl. 08:15 - 11:20 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Eignarhald fjallhúsa á Arnarvatnsheiði - bréf

2008025

Mál lagt fyrir að nýju til að leiðrétta mistök.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna að því að afsala eignarhaldi sínu af skálunum til handa Sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiði og Geitland og eignarhaldi á lóðunum undir skálunum í samræmi við ákvörðun hreppsnefnda Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps frá 1984.
Ennfremur að svara bréfritara varðandi sorp - og fráveitugjöld

2.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 7.9.2020

2008046

Framlagt fundarboð á eigendafund Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður þann 7. sept. 2020.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Afþreying í Daníelslundi

2008052

Hugmyndir um afþreyingu í Daníelslundi
Magnús Björn Jóhannsson frá "Litlu leyndarmálin" mætti til fundar og kynnti hugmyndir sínar um útivistarafþreyingu í Daníelslundi. Byggðarráð þakkar kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndirnar.

4.Rýni stjórnskipulags sveitarfélagsins

2007048

Umræður um stjórnskipulag
Arnar Pálsson frá Arcur kynnti drög að nýju skipuriti fyrir Borgarbyggð sem hefur það að markmiði að styrkja stjórnsýslu sveitarfélagsins.

5.Uppsögn sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs

2008106

Framlagt uppsagnarbréf Ragnars Frank Kristjánssonar sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs.
Byggðaráð þakkar Ragnari Frank fyrir vel unnin störf og sitt framlag til sveitarfélagsins og er honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.

6.Leiðbeiningar vegna gangna og rétta - COVID-19

2008085

Framlagðar samþykktar reglur sem settar eru v. Covid varðandi göngur og réttir ásamt bókun Fjallskilanefndar Borgarbyggðar á frá fundi 25.8.2020 svohljóðandi: Í leiðbeiningunum kemur fram að sveitarstjórn telst bera ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að leitað verði til björgunarsveita í sveitarfélaginu að sinna störfum smitvarnarfulltrúa og hliðvarða fyrir hverja rétt.
Nefndin óskar eftir að byggðaráð taki afstöðu til tillögunnar og leiti til björgunarsveitanna um málið. Þá er mælst til þess að sveitarfélagið sjái til þess að spritt, sápa og bréfþurrkur verði útvegað fyrir leitir og réttir.

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar óskar eftir því að byggðaráð sæki um undanþágu vegna fjölda í réttum, svo heimilt verði að 150 manns sæki hverja rétt. Meðal annars vegna þess að fjölgun fólks mun stytta réttarhald umtalsvert sem skiptir verulegu máli þegar kemur að dýravelferð. Börn sem fædd eru eftir 2005 eru ekki talin með í heildarfjölda.

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að notast verði við samræmdar aðferðir þegar kemur að forgangsröðun fólks í réttir, þ.e.a.s. fjölda fjár til fjallskila. Hver fjallskilanefnd kemur þeim upplýsingum til sinna fjáreigenda og tekur saman lista yfir þátttakendur.
Rætt um gistingu í leitarskálum og mun hver fjallskilanefnd taka ákvörðun varðandi það, hvort settar verði einhverjar takmarkanir varðandi gistingu. Verið er að vinna í umsókn um undanþágur þar að lútandi á landsvísu, sem send var af Landssambandi Sauðfjárbænda.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um undanþágu frá fjöldatakmörkunum í réttum í samræmi við bókun fjallskilanefndar Borgarbyggðar og ennfremur að leita eftir því að björgunarsveitir annist smitvarnir og gæslu í réttunum.

7.Útboð á snjómokstri 2020

2006117

Framlögð fundargerð opnunarfundar dags. 25.8.2020 vegna útboðs snjómoksturs í Borgarnesi 2020 - 2021 - eitt tilboð barst.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði JBH véla ehf og Heyfangs sf. í snjómokstur í Borgarnesi og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

8.Aurflóð í Svartá

2008109

Framlögð drög að skýrslu Veðurstofu Íslands vegna aurflóðs í Svartá 18.8.2020.

9.Staðarhóll, stofnun nýrrar landeignar

2008069

Framlögð umsókn Kristjáns Inga Péturssonar um að stofnun lóðar, Staðarhóll 2, úr landi Staðarhóls á Hvanneyri, ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfis - og skipulagssviðs.
Byggðarráð samþykkir að lóðin, Staðarhóll 2, verði stofnuð úr landi Staðarhóls lnr. 133913 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og vísar þeirri ákvörðun til sveitarstjórnar.

10.Fundargerð Faxaflóahafna sf. 21.08 2020 Fundur nr. 196

2008108

Framlögð fundargerð 196. fundar stjórnar Faxaflóahafna frá 21. ágúst 2020.

11.Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands 12.8.2020

2008112

Framlögð fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 12.8.2020.

Fundi slitið - kl. 11:20.