Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

536. fundur 03. september 2020 kl. 08:15 - 10:55 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Samþykkt að taka inn á dagskrá fundarliði nr. 12, 13 og 14.

Silja Eyrún Steingrímsdóttir situr fundinn undir lið 1. Lilja Björg Ágúsdóttir kemur til fundar kl. 8:52.

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020

2004051

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020.
Eiríkur Ólafsson kynnti drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Ljóst er að mikil tekjuskerðing er fyrirsjáanleg vegna minnkandi framlaga frá Jöfnunarsjóði og lækkandi útsvars. Byggðaráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Umræður um fjárhagsáætlun 2021.
Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri, fer yfir undirbúning við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2021. Ljóst er að vegna lækkaðra tekna verður erfitt að ná jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins. Mikilvægt er að vinna við fjárhagsáætlun taki mið af núverandi stöðu og leitað verði leiða til að rétta reksturinn af.

3.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19

2005294

Framlögð greining samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga á áhrifum Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.

4.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Framlögð gögn vegna uppsagnar fyrrverandi sveitarstjóra
Lagt fram til kynningar.

5.Slökkvibíll á Bifröst

2009003

Umræður um brunavarnir á Bifröst.
Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri mæta til fundarins til að gera grein fyrir þörf á nýjum slökkviliðsbíl fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á Bifröst. Byggðarráð samþykkir að festa kaup á notuðum slökkviliðsbíl og vísar ákvörðun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

6.Samstarfssamningar Borgarbyggðar - athugasemdir ráðuneytis

2008121

Framlagðar athugasemdir Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24.ágúst 2020, við samstarfssamninga við önnur sveitarfélög.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Vesturlandi. Sveitarstjóra falið að sækja um frest til að bregðast við erindinu.

7.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa

1812074

Framlögð greinargerð Lex ehf. sem lögð var fram í Héraðsdómi Vesturlands 1. september 2020 í dómsmáli sem rekið er vegna hlutdeildar í girðingarkostnaði í landi Króks.
Framlagt til kynningar.

8.Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020

2008120

Framlagðar skýrslur um stafræna stöðu og úttekt á tæknilegum innviðum sveitarfélaga sem unnar hefa verið að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna með niðurstöður skýrslunnar. Skýrslunni er vísað til umfjöllunar í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefnd.

9.Sáttaumleitan í deiliskipulagsgerð Húsafellssvæðisins

2008016

Kynnt er samkomulag milli Borgarbyggðar, Sæmundar Ásgeirssonar og Páls Guðmundssonar um meðferð ágreiningsmála varðandi skipulags- og byggingarmál sem varða fasteignirnar Húsafell 1 og Bæjargils, sem undirritað var 31. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Ljóð í gluggum Íþróttamiðstöðvar - bréf

2008122

Framlagt bréf Finns Torfa Hjörleifssonar dags. 27.8.2020 varðandi ljóð í glugga íþróttamiðstöðvar.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að hafa samband við bréfritara vegna málsins.

11.Umsókn um lóð - Sóltún 15

2009028

Framlögð umsókn Helga Björns Ólafssonar um lóðina Sóltún 15 á Hvanneyri
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Sóltúni 15 til umsækjanda, Helga Björns Ólafssonar.

12.Húsnæðissmál leikskóla

2009030

Umræður um leikskólamál
Aukin aðsókn er í leikskóla Borgarbyggðar sem gerir það að verkum að leyta þarf leiða svo taka megi inn fleiri börn.Sveitarstjóra falið að láta taka saman minnisblað um þá möguleika sem eru í stöðunni.

13.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Framlagt yfirlit yfir verkstöðu við Grunnskólann í Borgarnesi þann 1. sept.
Samþykkt að fá Benedikt Magnússon eftirlitsmann með framkvæmdunum á næsta fybd byggðarráðs.

14.Fundargerðir Samráðsnefndar SNS og BSRB_sveit

2009006

Framlagðar fundargerðir nr. 13 og 14 frá fundum samráðsnefnda SNS og BSRB-sveit dags. 19. og 26. ágúst 2020.

Fundi slitið - kl. 10:55.