Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

537. fundur 17. september 2020 kl. 08:15 - 11:59 í Háskólanum að Bifröst
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson varamaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá
Lilja vék af fundi kl. 9:50 en kom aftur á fundinn kl. 11:15 í gegnum fjarfundabúnað.

1.Sex mánaða milliuppgjör 2020

2009076

Lagt fram milliuppgjör pr. 30.06.2020.
Halldóra Ágústa Pálsdóttir, sérfræðingur í reikningsskilum sveitarfélaga hjá KPMG, tekur þátt í fundinum með fjarfundabúnaði og kynnir 6 mánaða milliuppgjör Borgarbyggðar.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar ársins 2021.
Endurskoða þarf þá tekjuáætlun sem lögð var fram í júní í ljósi breyttra aðstæðna og fyrir liggur að gæta þarf vel að rekstrarútgjöldum í ljósi minnkandi tekna.

3.Erindi frá Stangaveiðifélagi Borgarness

2006040

Lagt fram bréf Stangaveiðifélags Borgarness dags. 9.9.2020 þar sem sett er fram ósk um viðræður um veiði- og húsnæðismál.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara og viðra hugmyndir um notkun af húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

4.Háskólinn á Bifröst - staða og horfur

2009080

Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst mætir til fundar.
Rætt um stöðu Háskólans á Bifröst, byggðaþróun og framtíðarsýn.

5.Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga

2008124

Lagt fram bréf Umboðsmanns barna dags. 26. ágúst 2020 um ungmennaráð.
Lagt fram til kynningar.

6.Haustrallý 2020 - Kaldidalur og Uxahryggir

2009067

Lögð fram beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 9. september 2020 um heimild til þess að mega fara Kaldadal og Uxahryggi í Haustrallý 2020 þann 26. sept.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstur á leiðinni að því tilskyldu að veginum verði skilað í sambærilegu ástandi og hann er.

7.Heiðarsporður - umsókn um stöðuleyfi

2009085

Lögð fram beiðni Borgarverks ehf dags. 15.9.2020 um leyfi landeiganda vegna stöðuleyfisumsóknar fyrir starfsmannaaðstöðu á vinnusvæði á Holtavörðuheiði (Heiðarsporði) .
Byggðarráð, sem eigandi lands, samþykkir að heimila Borgarverki ehf afnot af landinu fyrir fyrirhugaða starfsmannaaðstöðu í samræmi við umsókn.

8.Niðurfelling Syðstu-Garðarvegar, 5615-01 af vegaskrá.

2009041

Lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar dags. 3. september 2020 um niðurfellingu Syðstu-Garðarvegar, 5615-01 af vegaskrá.
Byggðarráð hafnar því að vegurinn verði tekinn af vegaskrá enda liggja fyrir upplýsingar um fyrirhugaða fasta búsetu á Syðstu-Görðum.

9.Stöðuvatn á Oki - nafn

2009082

Lagt fram erindi Örnefnastofnunar dags. 11. september 2020 um nafn á stöðuvatni á toppi Oks.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að stöðuvatnið fái heitið Blávatn og óskar eftir umsögn Örnefnanefndar í samræmi við 4. gr. laga nr. 22/2015 um örnefni.

10.Umfjöllun samninganefndar SNS um kjarsamning FL

2009066

Lögð fram umfjöllun Samninganefndar sveitarfélaga dags. 9. september 2020 um samning við Félag leikskólakennara
Lagt fram til kynningar.
Erindinu vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd.

11.Yfirlit yfir helstu mál ESB árið 2020 sem varða íslensk sveitarfélög

2009024

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31.8.2020 sem vísar á yfirlit yfir helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 sem varða íslensk sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.

12.Áskorun - félag íslenskra handverksbrugghúsa

2009056

Lögð fram áskorun Félags íslenskra handverksbrugghúsa dags. 8. september 2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjármálaráðstefna 2020 með breyttu sniði

2009058

Lögð fram tilkynning dags. 8. september 2020 um breytt fyrirkomulag fjármálaráðstefnu 2020.
Lagt fram til kynningar.

14.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir

1611257

Benedikt Magnússon frá Víðsjá ehf kemur til fundar og fer yfir stöðu framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi og leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum.

15.Tilnefning í starfshóp um stefnumótun og þarfagreiningu

2009092

Framlagt bréf Sorpurðunar Vesturlands dags. 9.9.2020 varðandi skipun fulltrúa í vinnuhóp um stefnumótun og þarfagreiningu úrgangsmála.


Davíð vék af fundi kl. 11,50

16.Húsnæðissmál leikskóla

2009030

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um húsnæðismál leikskóla.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hvort umræddar framkvæmdir rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins og hvort möguleiki sé að skipta framkvæmdinni á milli ára.

17.Barnvænt samfélag - vinnuhópur

1911117

Lögð fram fundargerð 2. fundar vinnuhóps um barnvænt sveitarfélag dags. 31.8.2020

18.Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 292.

2008123

Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 292 frá 22.6.2020

19.Húsnefnd Brúnar - stjórnarfundur 26.5.2020

2009068

Lögð fram fundargerð Húsnefndar Brúnar dags. 26.5.2020

20.Fundargerð 886. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga

2009022

Lögð fram fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

21.Fundargerd_425_hafnasamband

2009055

Lögð fram fundargerð 425. fundar Hafnasambands Íslands.

22.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 7.9.2020

2008046

Lögð fram fundargerð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands dags. 7.9.2020 ásamt kynningarefni.

Fundi slitið - kl. 11:59.