Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

539. fundur 01. október 2020 kl. 08:15 - 10:54 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Logi Sigurðsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Framhald fjárhagsáætlunarvinnu
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir stöðuna varðandi vinnuna við fjárhagsáætlun. Vinnufundur sveitarstjórnar er 7. okt. n.k.

2.Lán frá Lánasjóði sveitarfélaga

2009179

Framlögð skjöl vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Framlögð gögn vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við áður samþykktan viðauka við fjárhagsáætlun. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

Guðveig leggur fram svohljóðandi bókun: "Fyrir liggur 150 mkr lántaka til að bregðast við rekstrarhalla næstu vikurnar. Fulltrúi Framsóknarflokksins leggst ekki gegn lántökunni en telur grundvallaratriði að upplýsingar og áætlanir liggi fyrir frá meirihluta með hvaða hætti eigi að bregðast við rekstarhalla til lengri tíma. Lántaka er skammgóður vermir til að bregðast við rekstrarvanda."

Lilja Björg leggur fram svohljóðandi bókun: "Fulltrúar meirihlutans ítreka að lántakan er hluti af viðauka sem þegar hefur verið samþykktur í sveitarstjórn. Umrædd lántaka er til að fjármagna framkvæmdir sem áætlað var að fjármagna með tekjum en vegna tekjufalls í kjölfari Covid 19 efnahagsáhrifa er nauðsynlegt að taka lán til að kára fjármagna framkvæmdirnar. Ekki er um að ræða lántöku til að rétta af hallarekstur."


3.Ráðgjafavinna á sviði upplýsingatækni - upplýsingatæknistefna

2006197

Framlögð skýrsla Miracle ehf um upplýsinga - og tölvumál sveitarfélagsins. Sveitarstjóri kynnti efni skýrslunnar og helstu niðurstöður. Sveitarstjóri mun halda áfram að vinna að þessum málum.

4.Drög að sjálfbærnistefnu fyrir Borgarbyggð

2009127

Framlagt námsmannaverkefni sem unnið var sumarið 2020 í samvinnu við Nýsköpunarsjóð Námsmanna, drög að sjálfbærnistefnu og aðgerðaáætlun fyrir Borgarbyggð, sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna.
Ester Alda Hrafnhildar- og Bragadóttir háskólanemi í Hollandi og Portúgal og sumarstarfsmaður Borgarbyggðar kynnti verkefni sem hún vann að í sumar um sjálfbærni sveitarfélaga og tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Byggðarráð þakkar Ester Öldu fyrir afar áhugaverða og gagnlega kynningu. Byggðarráð telur að verkefnið muni nýtast í framtíðarstefnumótun sveitarfélagsins.

5.Varðar fjarskiptamál - Neyðarlínan og fjarskiptasjóður

2007001

Erindi Neyðarlínu varðandi tengigjöld vegna ljósleiðara á Strút og Þverfelli.
Sveitarstjóri fór yfir erindi Neyðarlínunnar varðandi aðgangsmál að ljósleiðarakerfi Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að úrvinnslu erindisins og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

6.Girðingar - umbætur og hagræðing_starfshópur

2009176

Framlagt bréf Vegagerðarinnar dags. 28.sept.2020 varðandi stofnun starfshóps allra ráðuneyta um samstarf varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga.
Sveitarstjóra falið að tilnefna tengilið við starfshópinn í samræmi við erindið.

7.Niðurfelling Hítarneskotsvegar 5607-01af vegaskrá

2009166

Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Hítarneskotsvegar dags. 25.9.2020.
Sveitarstjóra falið að senda andmæli gegn fyrirhugaðri niðurfellingu vegarins þar sem atvinnurekstur er til staðar í Hítarneskoti með gilt rekstrarleyfi og fellur því undir skilgreiningu á héraðsvegum.

8.Fimmta stöðuskýrsla Uppbyggingarteymis atvinnu- og félagsmála

2009169

Framlögð til kynningar fimmta stöðuskýrsla Uppbyggingarteymis atvinnu- og félagsmála
Lögð fram til kynningar.

9.Ársreikningur Sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiði og Geitland 2019

2009190

Framlagður ársreikningur fyrir Sjálfseignarstofnun Arnarvatnsheiðar og Geitlands fyrir árið 2019
Lagðir fram til kynningar.

10.Nýir rammasamningar í september

2009197

Framlagður póstur frá Ríkiskaupum dags. 28.9.2020 þar sem kynntir eru nýir rammasamningar v. iðnmeistara og leigubílaaksturs.
Sveitarstjóri kynnti rammasamninga Ríkiskaupa og þær reglur sem um þá gilda og skyldur sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja kynningarfund um rammasamninga fyrir sveitarstjórn, embættismenn og hagsmunaaðila.

11.Samráðsnefnd SNS og bæjarstarfsmannafélaga_fundargerð

2009170

Fundargerð Samráðsnefndar SNS og bæjarstarfsmannafélaga frá 24. sept. 2020 framlögð til kynningar.

12.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 21. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls dags. 17.9.2020. Ennfremur skýrsla um skoðun á eldri hluta grunnskólahúss frá 5.11.2019.

Fundi slitið - kl. 10:54.