Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs
2009143
Farið er yfir gögn vegna ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
Lilja Björg Ágústsdóttir mætir til fundar kl. 8:25.
2.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur
2006176
Umræðu um fjárhagsáætlun framhaldið.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir þau vinnugögn sem fyrir liggja. Boðað verður til vinnufundar sveitarstjórnar í næstu viku þar sem frekari línur verða lagðar.
3.B-hluta stofnanir Borgarbyggðar
2001071
Afgreiðsla 107. fundar velferðarnefndar: "Nefndin telur æskilegt að húsaleiga sé í samræmi við kostnað vegna reksturs félagslegs leiguhúsnæðis. Hins vegar verður að tryggja að hækkun leigu komi ekki niður á fjárhag leigjenda og þarf því að skoða hækkun með tilliti til sérstakra húsaleigubóta. Málinu vísað til Byggðaráðs."
Framlögð bókun velferðarnefndar um leigu fyrir félagslegt húsnæði.
Byggðaráð tekur undir tillögu velferðarnefndar um að húsaleigan sé í samræmi við kostnað vegna reksturs félagslegs leiguhúsnæðis. Byggðaráð felur sveitarstjóra að endurskoða fjárhæð leiguverðs félagslegs leiguhúsnæðis og kanna hvort sérstakar húsaleigubætur komi ekki til móts við hækkun leigunnar fyrir þá sem hafa rétt til sérstakra húsaleigubóta og vísa til afgreiðslu í velferðarnefnd.
Byggðaráð tekur undir tillögu velferðarnefndar um að húsaleigan sé í samræmi við kostnað vegna reksturs félagslegs leiguhúsnæðis. Byggðaráð felur sveitarstjóra að endurskoða fjárhæð leiguverðs félagslegs leiguhúsnæðis og kanna hvort sérstakar húsaleigubætur komi ekki til móts við hækkun leigunnar fyrir þá sem hafa rétt til sérstakra húsaleigubóta og vísa til afgreiðslu í velferðarnefnd.
4.Varðar fjarskiptamál - Neyðarlínan og fjarskiptasjóður
2007001
Fulltrúar Neyðarlínu, Þórhallur Ólafsson og Magnús Hauksson, ásamt Guðmundi Daníelssyni, verktaka á vegum Borgarbyggðar, mæta til fundar og fara yfir fyrirliggjandi beiðni Neyðarlínu varðandi ljósleiðara á Strút og Þverfell.
Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
5.Starfshópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Borgarnesi
1909179
Framlögð skýrsla vinnuhóps dags okt. 2020 um framtíðarsýn í leikskólamálum í Borgarnesi. Skýrslunni vísað til fræðslunefndar og til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð.
6.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
1912083
Samstarf um uppbyggingu í Bjargslandi.
Hörður Pétursson frá Steypustöðinni ehf. og Ottó Ólafsson frá EJI ehf. mættu til fundar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi. Kynntu þeir fyrirliggjandi áætlanir um uppbyggingu við Sóleyjarklett. Stefnt er að því að klára samning um verkefnið sem fyrst. Byggðarráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með verkefnið.
7.Fyrirspurn um hönnunarkostnað - 204. fundur sveitarstjórnar
2010058
Svar við fyrirspurn sem lögð var fram á 204. fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram minnisblað um hönnunarkostnað við lóðir leik - og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi.
8.Sáttaumleitan í deiliskipulagsgerð Húsafellssvæðisins
2008016
Umræður um sáttatilraunir í Húsafelli. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
9.Veiðiskýrsla 2019 - Norðurá
2010004
Framlögð veiðiskýrsla ársins 2019 fyrir Norðurá.
10.Frá nefndasviði Alþingis - 11. mál til umsagnar (skipt búseta barns)
2010072
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Framlagt
11.Fundargerd_426_hafnasamband
2010006
Framlögð fundargerð 426,fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 28.9.2020.
12.Fundargerð 887. og 888. funda stjórnar sambandsins
2010005
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 887, dags. 25.6.2020 og nr. 888, dags. 29.9.2020.
Fundi slitið - kl. 11:03.
Samþykkt að boða til aukafundar í sveitarstjórn.