Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur
2006176
Áframhald fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti stöðu rekstraráætlunar allra málaflokka. Áfram verður unnið í áætlunargerðinni.
2.Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021
2010094
Framlagt bréf dags. 15. október 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi mögulega fresti á skilum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að óska eftir fresti til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana á grundvelli 3. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga vegna skorts á upplýsingum og erfiðleika við að ná saman fjárhagsáætlun vegna áætlana um lægri tekjur.
3.Þarfagreining v. íþróttahús í Borgarnesi
1910079
Framlögð kostnaðaráætlun Verkís hf. dags. 7.10.2020 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar. Silja Eyrún Steingrímsdóttir form. vinnuhóps um framtíðaruppbyggingu Íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi mætti á fundinn og fór yfir starf hópsins. Lokaskýrsla vinnuhópsins er í vinnslu og í framhaldi verður tekin ákvörðun um næstu skref.
4.Laugardagsopnun í Safnahúsi - erindi
2010111
Framlagt erindi dags. 1.10.2020, ásamt greinargerð, frá forstöðumanni Safnahúss og héraðsbókaverði um heimild til opnunar safnsins á laugardögum.
Byggðaráð hafnar beiðni um viðbótar fjárframlag til að auka opnun safnsins á laugardögum en felur forstöðumanni Safnahússins að leita leiða til að hafa opnunartíma safnsins þannig að hann sé í samræmi við þarfir þjónustuþega.
5.Málavog í barnavernd
1911083
Afgreiðsla 107. fundar velferðarnefndar: "Mæling skv. málavog hefur verið gerð í þrjú skipti og sýnir að eðli og fjöldi mála er mun meiri en nemur stöðugildum. Þessi mæling er staðfesing á þeirri stöðu sem rædd hefur verið undanfarin ár um undirmönnun í barnavernd og félagsþjónustu. Velferðarnefnd telur að ekki verði hjá því komist að bæta út því og leggur til að gert verði ráð fyrir einu stöðugildi til viðbótar í barnavernd og félagsþjónustu á næstu fjárhagsáætlun og vísar málinu til Byggðaráðs."
Byggðaráð felur ssveitarstjóra að gerð verði greining og úrbótaáætlun á starfsemi fjölskyldusviðs, með sérstaka áherslu á félagsþjónustu. Áhersla verði lögð á að ná yfirsýn yfir málaflokkinn og að skerpa ferla.
6.Sáttaumleitan í deiliskipulagsgerð Húsafellssvæðisins
2008016
Umræður um sáttaumleitan í deiliskipulagsgerð á Húsafelli sunnan þjóðvegar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu sáttaumleitananna.
7.Umsókn um aðild að barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala
2010106
Framlagt erindi sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 16.10.2020 um aðild sveitarfélagsins að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Byggðaráð tekur jákvætt í beiðnina og felur velferðarnefnd að vinna nánar að aðkomu Hvalfjarðarsveitar að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og vísa til umsagnar í Barnaverndarnefnd.
8.Borgarvogur - tilnefning v. friðlýsingar
2010093
Framlögð beiðni Evu B. Sólan Hannesdóttur f.h.Umhverfisstofnunar dags. 15.10.2020 um tilnefningu fulltrúa í starfshóp um fyrirhugaða friðlýsingu Borgarvogs.
Byggðaráð tilnefnir Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur og Pavle Estrajher í starfshóp um fyrirhugaða friðlýsingu Borgarvogs.
9.Samstarfshópur um flutningskerfi raforku
2004167
Framlögð gögn, send í tölvupósti 25.6.2020, frá fundi samráðshóps um flutningskerfi raforku frá 23. júní 2020 ásamt fundarboði 2. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
10.Flugeldasýning - fyrirspurn
2010119
Framlögð fyrirspurn frá formanni Björgunarsveitarinnar Brákar, Elínu Kristinsdóttur, dags. 19.10.2020 um hvort leyfi fengist til flugeldasýningar á þrettándanum ef styrktaraðili fæst.
Á 513. fundi byggðaráðs sem haldinn var 23. janúar 2020 var bókað eftirfarandi „Markmiðið með framangreindi ákvörðun sveitarstjórnar var að taka skref í þá átt að gera starfssemi sveitarfélagsins umhverfisvænni. Sveitarfélagið gerir engar athugasemdir við að aðrir aðilar taki að sér að halda flugeldasýningar að fengnum tilskyldum leyfum. Byggðarráð leggur áherslu á það að sveitarfélagið mun hér eftir sem hingað til styrkja björgunarsveitirnar.“
Þrettándagleðin er hátíð á vegum Borgarbyggðar og hefur sveitarfélagið áhuga á að styrkja björgunarsveitirnar til þátttöku á þrettándagleðinni með öðrum hætti en með flugeldasýningu. Byggðaráð leggur til við atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd að boða bréfritara til fundar við nefndina til að fara yfir mögulegar leiðir til þátttöku.
Þrettándagleðin er hátíð á vegum Borgarbyggðar og hefur sveitarfélagið áhuga á að styrkja björgunarsveitirnar til þátttöku á þrettándagleðinni með öðrum hætti en með flugeldasýningu. Byggðaráð leggur til við atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd að boða bréfritara til fundar við nefndina til að fara yfir mögulegar leiðir til þátttöku.
11.Minnkandi starfshlutfall-atvinnuleysi -uppfærð gögn frá Vinnumálastofnun
2006142
Lagður er fram tölvupóstur Jóhannesar Á. Jóhannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. október sl. ásamt upplýsingum um þróun og spá atvinnuleysis eftir sveitarfélögum og hins vegar atvinnuleysi eftir atvinnugreinum.
Lagt fram til kynningar.
Fundarhlé kl. 11:00 - Fundi framhaldið kl. 12:10
12.Fyrirspurn um skólaakstur - 204. fundur sveitarstjórnar.
2010057
Svar við fyrirspurn Davíðs Sigurðssonar sem lögð var fram á 204. fundi sveitarstjórnar framlagt.
Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra fjármálasviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 20. október 2020, með svari við fyrirspurn Davíðs Sigurðssonar frá 204. fundi sveitarstjórnar. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja Björg Ágústsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun: " Skólaakstur er endurskoðaður á ári hverju og gert er ráð fyrir slíkri endurskoðun í reglum sveitarfélagsins um skólaakstur. Skólaakstur er skipulagður með hliðsjón af þörfum nemenda, öryggi, velferð og umhverfisaðstæðum, svo og fjarlægð milli heimilis og skóla. Skólastjórnendum í samráði við sviðsstjóra er falið að meta þessa þætti og gera breytingar á akstursleiðum í samræmi við framangreint.
Sérstaklega er kveðið á um það í reglunum að sveitarfélaginu sé heimilt að óska eftir breytingu á samningi og aksturleiðum en eðli máls samkvæmt geta leiðir eftir atvikum orðið lengri eða skemmri eftir búsetu nemenda að hverju sinni."
Lilja Björg Ágústsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun: " Skólaakstur er endurskoðaður á ári hverju og gert er ráð fyrir slíkri endurskoðun í reglum sveitarfélagsins um skólaakstur. Skólaakstur er skipulagður með hliðsjón af þörfum nemenda, öryggi, velferð og umhverfisaðstæðum, svo og fjarlægð milli heimilis og skóla. Skólastjórnendum í samráði við sviðsstjóra er falið að meta þessa þætti og gera breytingar á akstursleiðum í samræmi við framangreint.
Sérstaklega er kveðið á um það í reglunum að sveitarfélaginu sé heimilt að óska eftir breytingu á samningi og aksturleiðum en eðli máls samkvæmt geta leiðir eftir atvikum orðið lengri eða skemmri eftir búsetu nemenda að hverju sinni."
13.XXXV. landsþing sambands ísl. sveitarfélaga 18.12.20
2010105
Framlagt fundarboð vegna XXXV landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður þann 18. des. 2020
14.Málefni Veiðifélags Langár
2010098
Lagt fram erindi frá stjórn Veiðifélags Langár varðandi samkomulag við Stangaveiðifélag Reykjavíkur o.fl. mál.
15.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 2020
2004052
Framlagður tölvupóstur frá Magnúsi Fjeldsteð formanni Veiðifélags Gljúfurár, dags. 15.10.2020, þar sem gerð er grein fyrir veiði áranna 2012 - 2020 í Gljúfurá.
16.Frá nefndasviði Alþingis - 14. mál til umsagnar
2010085
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
17.Til umsagnar 21. mál frá nefndasviði Alþingis - kynrænt sjálfræði
2010088
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga
um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
18.Frá nefndasviði Alþingis - 15. mál til umsagnar
2010087
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
19.Frá nefndasviði Alþingis - 85. mál til umsagnar_heimilisofbeldi
2010125
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
20.Frá nefndasviði Alþingis - 27. mál til umsagnar
2010118
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.
Fundi slitið - kl. 12:35.