Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

542. fundur 29. október 2020 kl. 08:15 - 10:07 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs. Verður hún lögð fram til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Framundan er áframhaldandi vinna við áætlunina m.a. á vinnufundi sveitarstjórnar og fundi með forstöðumönnum.

2.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun, gjaldskrá o.fl

2010155

Framlögð fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt tengdum gögnum er varða starfsemi HeV.
Rætt um málefni Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og þær breytingar sem orðið hafa á því embætti á síðustu mánuðum.

3.Boð Eðalfisks um húsnæði til leigu Sólbakka 4

2010175

Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Rafns Sigurðsson, f.h. Eðalfisks ehf., dags. 22. október 2020, með tilboði um leigu á Sólbakka 4.
Erindið rætt en þar sem afla þarf nánari upplýsinga er afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2020

2010143

Framlagt bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 15.10.2020 um ágóðahlut Borgarbyggðar vegna reksturs félagsins. Er hann að upphæð 1.113.700.- kr.

5.Fækkun umdæma héraðsdýralækna

2009083

Framlagt svar MAST dags. 20.10.2020 við bréfi sveitarstjóra dags. 9.10.2020.
Silja og Guðveig víkja af fundi meðan liður nr. 6 á dagskrá er afgreiddur vegna tengsla við aðila máls.

6.Kaup á upptökubúnaði - styrkbeiðni

2010170

Framlögð styrkbeiðni körfuknattleiksdeildar Skallagríms dags. 25.10.2020 vegna kaupa á búnaði til beinna útsendinga frá körfuknattleiksleikjum.
Byggðarráð samþykkir að hafna styrkbeiðninni.

7.Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2021 - auglýsing

2010135

Framlögð auglýsing (tölvupóstur) Minjastofnunar Íslands dags. 21.10.2020 um styrki úr húsafriðunarsjóði.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Fylgiskjöl:

8.Bjarnadalur - uppsögn beitarafnota

2010171

Samningur um beitarafnot á Bjarnadal
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að segja upp leigu á jörðinni Bjarnadal og fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

9.Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum

2010131

Framlagður tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 19.10.2020, þar sem lagt er fram erindi dags. 13.10.2020 frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel - og gistiþjónustu um niðurfellingu fasteignagjalda af húsnæði tengt ferðaþjónustu.
Byggðaráð þakkar erindið og tekur undir með bréfriturum að það er ljóst að heimsfaraldur Covid-19 og sóttvarnaraðgerðir ríkisins hafa haft gríðarleg efnahagsleg áhrif á ferðaþjónustuna.

Ljóst er að um er að ræða flókið úrlausnarefni, bæði tæknilega og efnahagslega, og þörf sé á samstilltum aðgerðum sveitarfélaga og ríkisins. Í því ljósi felur byggðaráð sveitarstjóra að taka málefnið til umræðu á meðal sveitarfélaga á Vesturlandi og eftir atvikum á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10.Almannavarnarnefnd Vesturlands - kosning

1912069

Kosning í almannaverndarnefnd.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þórdísi Sif Sigurðardóttur fulltrúa í almannavarnarnefnd Vesturlands í stað Lilju Bjargar Ágústdóttur.

11.Til umsagnar 209. mál frá nefndasviði Alþingis_fjarskipti

2010159

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 206. mál til umsagnar

2010163

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

13.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - skýrslur og fundargerðir

2010150

Framlagðar fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 161 dags. 27.5.2020, nr. 162 dags. 16.7.2020 og nr. 163 dags. 20.10.2020. Ennfremur fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 15.6.2020 ásamt ársskýrslu fyrir árið 2019

14.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir

2010144

Framlögð til kynningar fundargerð 198. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. dags. 16.10.2020.
Fylgiskjöl:

15.Hafnasamband Íslands_fundargerðir

2010147

Framlögð til kynningar 427. fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 19.19.2020.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir

2010145

Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 889 dags. 16.10.2020

Fundi slitið - kl. 10:07.