Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

543. fundur 05. nóvember 2020 kl. 08:15 - 11:00 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Fjárhagsáætlun 2021
Umræður um fjárhagsáætlun 2021
Samþykkt að fela sviðsstjóra að gera lokabreytingar á tillögu að fjárhagsáætlun og hún þannig lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu.

2.Boð Eðalfisks um húsnæði til leigu Sólbakka 4

2010175

Húsnæðið að Sólbakka 4 - tilboð um leigusamning
Framlagt minnisblað um húsnæðismál áhaldahúss. Lagt er til að skipulag hússins (vélasalur), verði teiknað upp, miðað við þær breytingar sem áhaldahúsið telur nauðsynlegar, þær kostnaðarmetnar og rætt við eigendur hússins um framhaldið.
Sveitarstjóra falið að kanna hvort unnt er að undanskilja þann hluta hússins sem SSV hefur til umráða.
Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri tekur við ritun fundargerðar þar sem fundarritari víkur af fundi.

3.Tilkynning um stjórnsýslukæru IKAN nr. 75-2020

2008050

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála dags. 29. október 2020 um útgáfu byggingarleyfis á Egilsgötu 6.
Framlögð tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála um að kröfu kæranda um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir Egilsgötu 6 sé hafnað.
Fylgiskjöl:

4.Aparóla á Hvanneyri - umsókn um styrk

2010186

Framlögð umsókn Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar, Ungmennafélagsins Íslendings og Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis dags. 26. október sl. um styrk til kaupa og uppsetningar aparólu sem staðsett yrði nærri lóð grunnskóladeildarinnar.
Byggðaráð tekur jákvætt í að áhaldahúsinu verði falið að vinna við uppsetningu aparólu en hafnar styrk til kaupa aparólunnar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

5.Yfirlýsing og kröfur til stjórnvalda

2011012

Framlagt erindi dags. 3. nóvember sl. með yfirlýsingu, kröfum og tillögum Baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar. Liður 13 í tillögum að aðgerðum snýr að sveitarstjórnum þar sem farið er fram á niðurfellingu fasteignaskatts. Borgarbyggð sér sér ekki fært að verða við þeirri beiðni.

6.Erindi til bæjarstjórnar - styrkumsókn

2010180

Framlögð umsókn Samtakanna 78 dags. 22. október sl. um styrk frá Borgarbyggð til starfsemi sínar.
Byggðaráð telur sér ekki fært að verða við beiðni Samtakanna 78 um styrk.

7.Stjórn Nemendagarða MB - tilnefning

1912119

Kjör fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Nemendagarða MB
Byggðaráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, sem fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Nemendagarða MB.

8.Reiðhöllin Faxaborg - umsókn um styrk

2011007

Framlögð umsókn Ólafs Flosasonar, formanns, f.h. Hestamannafélagsins Borgfirðings dags. 1. nóvember sl. um styrk vegna reksturs Faxaborgar.
Byggðaráð boðar forsvarsmenn Hestamannafélagsins Borgfirðings og fulltrúa úr stjórn Seláss og Reiðhallarinnar Vindáss til fundar við byggðaráð til að ræða stöðuna.
Kristján Gíslason tekur aftur til við ritun fundargerðar eftir afgreiðslu liðar nr. 8. Þórdís Sif Sigurðardóttir víkur af fundi kl. 10:50.

9.Húsnæðismál

1909156

Húsnæði stjórnsýslunnar.
Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin mætir til fundar og fer yfir fyrstu hugmyndir að lausnum á húsnæðismálum stjórnsýslunnar. Hann mun vinna þessar hugmyndir áfram.

10.Til umsagnar 25. mál frá nefndasviði Alþingis_hækkun lífeyris

2010178

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir

2010145

Framlögð fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 30. október 2020.

12.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Framlögð fundargerð 22. fundar byggingarnefndar Hnoðrabóls og GBf. dags. 29.10.2020.
Byggðarráð samþykkir að funda með byggingarnefnd um framkvæmd verksins og framhald þess.

Fundi slitið - kl. 11:00.