Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

544. fundur 19. nóvember 2020 kl. 08:15 - 12:10 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Formaður bíður nýráðinn sviðsstjóra Flosa H. Sigurðsson velkominn til starfa en hann situr sinn fyrsta fund.

1.Húsnæðismál

1909156

Húsnæðismál stjórnsýslunnar
Benjamín Ingi Böðvarsson frá Eflu og Orri Árnason frá Zeppelin sátu fundinn og fóru yfir niðurstöður úttekta á húnæðinu við Borgarbraut 14 með t.t. raka, rýmis og kostnaðar. Byggðarráð þakkar þeim kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur

2006176

Rætt um stöðu fjárhagsáætlunar og viðhaldsáætlun.
Lögð er fram tillaga að viðhaldsáætlun 2021 fyrir húsnæði í eigu sveitarfélagsins, götur, gangstéttir, vegi og opin svæði. Lögð fram gögn sem lögð verða fyrir sveitarstjórn síðar í dag í samræmi við umræður á fundi byggðarráðs þann 4. nóv.

3.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Byggingarnefnd Hnoðrabóls kemur til fundar ásamt eftirlitsmanni verksins.
Orri Jónsson, Guðmundur Kristbergsson, Pálmi Sævarsson og Kristrún Snorradóttir, fulltrúar byggingarnefndar Hnoðrabóls ásamt Benedikt Magnússyni, byggingareftirlitsmanni framkvæmdanna, mættu til fundarins til að ræða stöðu verksins.

Guðveig leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Framsóknarflokksins benda á að við sem og aðrir íbúar sveitarfélagsins leggjum áherslu á að allur aðbúnaður barna og starfsmanna sé eins góður og kostur er og fagnaðarefni að uppbygging á innviðum sé góð. Nauðsynlegt er að aðgreina vilja til uppbyggingar innviða frá umræðu um skort á heimildum og vinnubrögðum við verkefnin sjálf. Ljóst er að úthlutaður fjárhagsrammi fyrir umrætt verkefni hefur verið fullnýttur. Þrátt fyrir það er eins fram hefur komið á þessum fundi að 40% að framkvæmt við lóð leikskólann er enn óklárað og upplýsingar liggja ekki fyrir um hve mikill kostnaðurinn er við að ljúka verkinu. Fulltrúar Framsóknarflokksins benda á að það er gríðarlega ámælisvert að lóð hafi aldrei verið boðnar út. Við leggjum mikla áherslu á það að lærdómur verði dregin af því sem betur má fara við þetta verk svo hægt sé að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig."

Lilja leggur fram svohljóðandi bókun f.h. meirihluta byggðarráðs: "Glæsilegt skólahús er nú risið sem viðbygging við grunnskólann á Kleppjárnsreykjum þar sem aðaláherslan var á samlegð stofnanna og góða nýtingu á rými. Byggingarframkvæmdir við skólann hafa gengið vonum framar og kostnaðaráætlun við þann þátt staðist. Heildarkostnaður við frágang leikskólans og lóðar með tilliti til endurgreidds virðisaukaskatts er áætlaður nú við árslok 101% af kostnaðaráætlun. Þá er lagt upp með að endanleg áætlun að teknu tilliti til hækkunar byggingarvísitölu upp á 4% og endurgreiðslu virðisaukaskatts muni líklega standa í um 109% af heildarkostnaðaráætlun.

Varðandi útboð þá er heimilt að fara með ákveðin verk sem viðbótarverk án útboð en miðað við þær forsendur og áætlanir sem lágu fyrir á þeim tíma rúmaðist verkið innan þess ramma. Enn er verið að leita leiða til að lækka heildarkostnað lóðarinnar og standa vonir til að sú lækkun geti orðið umtalsverð sem mun gera það að verkum að mögulegt er að lækka enn frekar hlutfall af heildarkostnaðaráætlun.

Undirritaðir fulltrúar byggðarráðs taka engu en síður undir það að mikilvægt er að rýna vel verklag, læra af reynslunni og gera úrbætur ef þurfa þykir."

4.Niðurfelling af vegaskrá Stapaselsvegur - 5299-01

2011031

Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar dags. 5.11.2020 um niðurfellingu Stapaselsvegar - 5299-01 af vegaskrá.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Stapaselsveg og setja sig í samband við bréfritara.

5.Ráðning gæða- og mannauðsstjóra

2010101

Ráðning gæða - og mannauðsstjóra
Sveitarstjóri upplýsir að hann muni vinna að ráðningu gæða- og mannauðsstjóra í samtarfi við sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs og samskiptastjóra. Sveitarstjóri upplýsir byggðaráð um stöðu ráðningarferlisins hverju sinni.

6.Frávik frá sveitarstjórnarlögum - heimild til notkunar fjarfundabúnaðar

2011033

Framlögð tilkynning Samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 5. nóvember 2020 um framlengingu heimildar til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatökuvið stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga til 10. mars 2021.

Lagt fram til kynningar.

7.Hækkun gjaldskrár Sorpurðunar Vesturlands

2011045

Lögð fram tilkynning Sorpurðunar Vesturlands um hækkun gjaldskrár um 5% frá 01.01.2021
Lagt fram til kynningar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun

8.Málavog í barnavernd

1911083

Vísað aftur til byggðarráðs á 206. fundi sveitarstjórnar.
Farið yfir umræður frá fundi byggðarráðs nr. 543 um beiðni vegna fjölgunar stöðugilda á fjölskyldusviði. Óskað er eftir því að sviðsstjóri fjölskyldusviðs komi á næsta fund byggðarráðs og fari yfir stöðuna.

Guðveig leggur fram svohljóðandi bókun: "Undirrituð leggur áherslu á mikilvægi þess að fyrir liggi tímarammi á næsta byggðarráðsfundi um það hvenær áætlað er að umrædd úttekt og greiningu á verkferlum verði lokið. Málaflokkurinn er viðkvæmur og mjög brýnt að flýta þessu ferli eins og kostur er."

9.Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur 06.11.2020

2011037

Framlögð fundargerð eigendafundar OR dags. 6.11.2020 ásamt fundargögnum.
Lagt fram til kynningar

10.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir

2010144

Framlögð fundargerð 198. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. dags. 13.11.2020.
Lagt fram til kynningar

11.Heilbrigðisþing 27.nóvember 2020

2011056

Framlögð tilkynning Heilbrigðisráðuneytis dags. 11.11.2020 um heilbrigðisþing 27. nóv. n.k.
Lagt fram til kynningar

12.Hafnasambandsþing 2020

2011035

Boð á þing Hafnasamband Íslands dags. 27.11.2020 lagt fram til kynningar
Byggðarráð samþykkir að Þórdís Sif Sigurðardóttir sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

13.Frá nefndasviði Alþingis - 39. mál til umsagnar

2011029

Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 276. mál til umsagnar_náttúruvernd

2011093

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál

15.Til umsagnar 81. mál frá nefndasviði Alþingis_afreksfólk

2011092

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.
Lagt fram til kynningar
Fundarritari fer af fundi kl. 10:51 og sveitarstjóri tekur við. Fundarritari tekur aftur við ritun fundar kl. 11:40.

Fundi slitið - kl. 12:10.