Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2021 - undirbúningur
2006176
Framkvæmda - fjárfestingaáætlanir v. 2021 - 2024 lagðar fram
Rætt um stöðu vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar vegna ársins 2021. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir mögulegar sviðsmyndir vegna fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóri fór yfir viðhaldsáætlun og áætlun vegna endurnýjunar og viðhalds á götum og gangstéttum. Áætlað er að halda vinnufund sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunarvinnu í komandi viku.
2.Fyrirspurn um skólaakstur - 204. fundur sveitarstjórnar.
2010057
Samþykkt á 206. fundi sveitarstjórnar að taka þennan lið aftur á dagskrá byggðarráðs.
Fjallað um kostnað vegna skólaaksturs í sveitarfélaginu. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs og Hlöðver Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, mættu til fundar byggðarráðs og fóru yfir skýringar á auknum kostnaði við tilteknar leiðir í skólaakstri. Rætt var um tilhögun akstursleiða til framtíðar vegna skólaaksturs, möguleika til hagræðingar og þann möguleika að taka upp samninga vegna akstursleiða ef forsendur útboðs breytast mikið vegna breytinga á akstursleiðum.
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að endurskoða þær reglur sem gilda um skólaakstur, skilgreind yrðu upptökusvæði skólanna og það yrði framkvæmt áður en skólaakstur yrði boðinn út að nýju.
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að endurskoða þær reglur sem gilda um skólaakstur, skilgreind yrðu upptökusvæði skólanna og það yrði framkvæmt áður en skólaakstur yrði boðinn út að nýju.
3.Málavog í barnavernd
1911083
Hlöðver I Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kemur til fundar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á mönnun vegna vinnslu barnaverndarmála hjá sveitarfélaginu. Lýsti hann því að greiningarvinna standi yfir á sviðinu. Lagði hann til að slíkri skýrslu yrði skilað fyrir 1. febrúar 2021.
Byggðarráð tekur undir hugmyndir sviðsstjóra og telur rétt að ljúka þeirri vinnu áður en ákveðið verði að fjölga stöðugildum og þá hvaða fagþekkingar er þörf innan sviðsins.
Byggðarráð tekur undir hugmyndir sviðsstjóra og telur rétt að ljúka þeirri vinnu áður en ákveðið verði að fjölga stöðugildum og þá hvaða fagþekkingar er þörf innan sviðsins.
4.Umsókn um aðild að barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala
2010106
Lagt er fram minnisbalað Hlöðver Inga Gunnarsson, sviðstjóra fjölskyldusviðs, dags. 24. nóvember 2020 auk tillögu að samningi um aðild Hvalfjarðarsveitar að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Á fundinum var rætt um samning Borgarbyggðar við Hvalfjarðarsveit um aðild Hvalfjarðarsveitar að barnaverndarnefnd sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til að sviðsstjóri fjölskyldusviðs sendi samninginn til yfirlestrar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fái nánari rýni á samninginn. Leggur byggðarráð til að afgreiðslu málsins verði frestað fram á næsta fund byggðarráðs.
5.Skotæfingasvæði innan Borgarbyggðar - Hljóðmælingar á Ölduhrygg
2009007
Framlagðar niðurstöður Trivium ehf um hljóðmælingar á Ölduhrygg með tilliti til staðsetningar skotæfingasvæðis innan Borgarbyggðar.
Fjallað var um niðurstöður Trivium vegna hljóðmælinga við Ölduhrygg. Byggðarráð telur að kanna þurfi hvort breyta þurfi deiliskipulagi áður en leyfi yrði veitt vegna starfrækslu skotsvæðis. Leggur Byggðarráð til að málið verði aftur sett á dagskrá byggðarráðs þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
6.Stafrænt ráð sveitarfélaga
2011124
Framlagðar tillögur um stafrænt ráð sveitarfélaga ásamt tillögu að kostnaðarskiptingu.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefni um stafrænt ráð sveitarfélaga. Sveitarstjóra er falið að gera ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins í fjárhagsáætlun og vísa ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
7.Stytting vinnuviku - tillögur
2011116
Framlagt erindi frá starfsmönnum Leikskólans Uglukletts varðandi styttingu vinnuvikunnar til kynningar.
Byggðarráð fjallaði um erindi leikskólans Uglukletts. Lagt var til að erindinu yrði vísað til vinnuhópa um styttingu vinnuvikunnar.
8.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 6
2010182
Framlögð umsókn Adolfs Hannessonar
um lóðina Fjóluklettur 6 í Borgarnesi.
um lóðina Fjóluklettur 6 í Borgarnesi.
Umsókn um lóðina Fjóluklett 6, Borgarnesi, er samþykkt.
9.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 9 og 11
2011064
Framlögð umsókn Verkstjórnar ehf kt: 520216-2430 um parhúsalóðina Fjóluklettur 9-11.
Umsókn um lóðina Fjóluklett 9 og 11, Borgarnesi, er samþykkt.
10.Fljótstunga - Staðfesting v. vatnsveitu
2011121
Framlögð beiðni Stefáns Stefánssonar dags. 23.11.2020 um umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar vatnsveitu í Fljótstungu.
Byggðarráð staðfestir að ekki er fyrirhugaða að fara í vatnsveituframkvæmdir á umræddu svæði og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
11.Skógarnes - Staðfesting v. vatnsveitu
2011123
Framlögð beiðni Hringhótel ehf dags. 23.11.2020 um umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar vatnsveitu á jörðinni Skógarnes í Stafholtstungum.
Byggðarráð staðfestir að ekki er fyrirhugaða að fara í vatnsveituframkvæmdir á umræddu svæði og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
12.Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019
2011118
Framlögð ársskýrsla Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2019
Framlögð ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
13.Ársskýrsla Persónuverndar 2019
2011117
Framlagður tölvupóstur dags. 20.11.2020 frá Persónuvernd með hlekk á ársskýrslu stofnunarinnar.
Framlögð ársskýrsla Persónuverndar vegna ársins 2019.
14.Frá nefndasviði Alþingis - 275. mál til umsagnar
2011100
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Rætt var um frumvarpið og felur Byggðarráð sveitarstjóra að kynna sér efni frumvarpsins og meta hvort senda þurfi umsögn vegna frumvarpsins.
15.Til umsagnar 265. mál frá nefndasviði Alþingis_fiskeldi
2011104
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.
Lagt fram til kynningar.
16.Frá nefndasviði Alþingis - 82. mál til umsagnar
2011112
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.
Lagt fram til kynningar.
17.Til umsagnar 278. mál frá nefndasviði Alþingis
2011113
Alþingis- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.
Lagt fram til kynningar.
18.Frá nefndasviði Alþingis - 240. mál til umsagnar
2011101
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:51.