Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Tæming rotþróa Útboð 2020
2005025
Útboðsgögn vegna tæmingar rotþróa í dreifbýli í Borgarbyggð liggja fyrir og er óskað yfirlesturs og staðfestingar byggðarráðs á að heimilt sé að hefja útboðsferlið, byggt á þeim útboðsgögnum sem liggja fyrir.
Byggðarráð staðfestir hér með að heimilt sé að hefja útboðsferli vegna tæmingar rotþróa í samræmi við framlögð útboðsgögn.
2.Fyrirkomulag snjómoksturs 2020
2012032
Erindi hefur borist frá verktaka sem sinnir snjómokstri vegna fyrirkomulags snjómoksturs og samskipta við starfsmenn Borgarbyggðar vegna snjómoksturs.
Byggðarráð óskar eftir því að fulltrúar sveitarfélagsins fundi með aðilum málsins og ræða um skipulagningu og fyrirkomulag snjómoksturs.
3.Stytting vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki
2011008
Byggðarráði hefur verið veitt umboð til þess að staðfesta tillögur vegna styttingar vinnuvikunnar. Kosið hefur verið um styttingu vinnuvikunnar hjá stofnunum sveitarfélagsins og er málið lagt fram til samþykktar og kynningar.
Undirbúningsvinnu vegna styttingar vinnuvikunar á dagvinnutíma er lokið í stofnunum og hefur kosning farið fram. Byggðarráði eru kynntar niðurstöðurnar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með tillögu að úrlausn í því einstaka máli sem ekki er hægt að stytta vinnutímann og felur sveitarstjóra að samþykkja aðrar þær vinnutímastyttingar sem stofnanir hafa lagt fram, þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki í för með sér kostnaðarauka eða skerðingu á þjónustu.
4.Útgáfa og endurnýjun rekstrarleyfa innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar
2012080
Umræður um stöðu mála er varða umsagnir um rekstrarleyfi innan sveitarfélagsins, hvort breyta þurfi framkvæmd hjá Borgarbyggð vegna útgáfu rekstrarleyfa og hvort taka þurfi tillit til annarra sjónarmiða en áður við endurskoðun á aðalskipulagi í sveitarfélaginu.
Byggðarráð telur ljóst að það þurfi að móta nánari stefnu um það hvernig skuli afgreiða umsagnir um rekstrarleyfi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa mótun stefnu um atvinnustarfsemi í aðalskipulagi og leggja það fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
5.Ljósleiðari í Borgarbyggð - Framkvæmdir 2020
2001118
Umræður um ljósleiðaraverkefnið. Guðmundur Daníelsson, forsvarsmaður verkefnisins kemur til fundar.
Guðmundur Daníelsson fer yfir stöðuna á ljósleiðaraverkefni Borgarbyggðar. Stefnt er að því að halda nýjan fund með Guðmundi þar sem upplýst yrði nánar um stöðu verkefnisins með tilliti til framkvæmdatíma og kostnaðar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að veita sveitarstjóra heimild til þess að undirrita samninga sem varða lagningu ljósleiðara við Húsafell, við Ferðaþjónustuna á Húsafelli.
6.Stekkjarholt - Kvíaholt, öryggismál
2012037
Erindi frá íbúum, Kvíaholts 1, Evu Eðvarsdóttur og Trausta Jóhannssonar, dags. 3. desember 2020 vegna hættulegra aðstæðna í Kvíaholti, óskað eftir því að gripið verði til aðgerða vegna þess og byggður upp steyptur veggur meðfram Stekkjarholti til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt tjón fyrir vegfarendur og íbúa.
Byggðaráð felur umhverfis- og framkvæmdadeild stjórnsýslu- og þjónustusviðs að finna viðeigandi lausn á viðfangsefninu og meta hvort og hvaða aðgerða skuli gripið til.
7.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
1810067
Framlögð fundargerð 10. fundar stýrihóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Lögð fram til kynningar.
8.Skipting á styrkjum milli björgunarsveita
2002089
Erindi hefur borist frá Björgunarsveitinni Heiðar vegna skiptingar á styrkjum til Björgunarsveita innan Borgarbyggðar. Taka þarf ákvörðun um skiptingu fjármagns til Björgunarsveita vegna ársins 2020 sem úthluta ber við lok árs.
Rætt um tilhögun skiptingar styrkja til björgunarsveitanna síðastliðin ár. Ákveðið er að líta skuli til einkunnagjafar Landsbjargar þegar styrkir til björgunarsveitanna eru metnir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna fyrir hlutaðeigandi björgunarsveitum hvernig skipta eigi starfsstyrkjum til björgunarsveita í Borgarbyggð.
9.Starfshópur um stöðu og framtíð úrgangsmála á Vesturlandi
2009092
Framlögð lokaskýrsla starfshóps um sorpmál á Vesturlandi dags. 8.12.2020
Lögð fram til kynningar.
10.Tekjumörk vegna afsláttar á fasteignaskatti 2021
2012077
Lögð fram tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti á árinu 2021.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögur að tekjumörkum vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við framlagða tillögu.
11.Umsókn um lóð - Birkihlíð 1 Varmalandi
2012068
Framlögð umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 11.12.2020 um lóðina Birkihlíð 1 á Varmalandi.
Umsókninni er hafnað þar sem ekki er búið að ljúka við veitumál vegna Birkihlíðar 1 og er lóðin ekki tæk til úthlutunar.
12.Umsókn um lóð - Birkihlíð 6-8 Varmalandi
2012067
Framlögð umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 11.12.2020 um lóðina að Birkihlíð 6-8.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðina Birkihlíð 6-8, Varmalandi.
13.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10
2011120
Framlögð umsókn Nataliu Báru Sergeisdóttur um lóðina Fjóluklettur 10 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðina Fjóluklett 10, Borgarnesi.
14.Rýnihópur v. verðmats OR
2004072
Framlagt minnisblað rýnihóps eigenda OR.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með eigendahóp OR um niðurstöðu minnisblaðsins.
15.Til umsagnar 369. mál frá Alþingi_hálendisþjóðgarður
2012065
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Lagt fram til kynningar.
16.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir
2010145
Framlögð fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11.12.2020
Lagt fram til kynningar
17.Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi - fundargerðir
1611257
Framlögð fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 8.12.2020 ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram til kynningar.
18.Samningur um skoðun leiksvæða 2021 - 2023
2012069
Kynning á samningi um skoðun leiksvæða í Borgarbyggð.
Lagt fram til kynningar.
19.Grunur um rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild
2012082
Lagt er fram minnsiblað Benjamíns Inga Böðvarssonar, f.h. EFLU á Grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum, dags, 11. desember sl. þar sem gerð er grein fyrir skoðun, rakamælingu og sýnatöku sem framkvæmd var 4. nóvember sl.
Benjamín mætir til fundar með byggðarráðsfulltrúm að fundi loknum til að kynna niðurstöður greininganna. Ákveðið er að halda aukafund hjá Byggðarráði í næstu viku, þar sem farið er nánar yfir hvaða aðgerða þurfi að taka til í ljósi skýrslunnar.
Fundi slitið - kl. 12:35.