Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

548. fundur 22. desember 2020 kl. 10:00 - 10:30 Fjarfundur á Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs
Dagskrá

1.Grunur um rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

2012082

Framhald umræðna um viðbrögð við minnisblaði Eflu um rakamælingu við Grunnskóla Borgarfjarðar -Kleppjárnsreykjadeild, sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs nr. 547.
Byggðarráð samþykkir að gengið verði í þær aðgerðir sem snúa að mótvægisaðgerðum vegna raka í húsnæðinu, sem lagt var til að fara skyldi í skv. minnisblaði Eflu. Áætlaður kostnaður þeirra aðgerða er um kr. 2.500.000 og felur byggðarráð sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun sé þess þörf. Jafnframt leggur byggðarráð til við sveitarstjóra að leitað verði tilboða í færanlegar kennslustofur, sem lægju fyrir, fyrir næsta fund byggðarráðs, 7. janúar nk.

Fundi slitið - kl. 10:30.