Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

549. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi á Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi Hrafn Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Grunur um rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

2012082

Kynning á framkvæmdum sem farið hafa fram á Kleppjárnsreykjum og tilboðum sem borist hafa í færanlegar kennslustofur.
Kristján Finnur Kristjánsson, starfsmaður eignasjóðs, mætir til fundarins. Hann gerir grein fyrir þeim umbótum og mótvægisaðgerðum sem hafa verið framkvæmdar á þeim hluta grunnskólans á Kleppjárnsreykjum sem raki og mygla fannst í fyrir jól.

Á 548. fundi Byggðarráðs var samþykkt að fara í mótvægisaðgerðirnar og sveitarstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna aðgerðanna, gerðist þess þörf. Mat sveitarstjóra er að aðgerðirnar sem framkvæmdar hafa verið rúmist innan fjárhagsáætlunar og ekki sé þörf á gerð viðauka vegna málsins.

Rætt er um möguleika til þess að fá verktaka eða söluaðila til þess að leigja sveitarfélaginu færanlegar kennslustofur að minnsta kosti til tveggja ára. Leggur byggðarráð til við sveitarstjóra að undirbúa verðfyrirspurn og óskar eftir því að málið verði lagt fyrir byggðarráð að nýju þegar þeirri vinnu er lokið.

2.Lán frá Lánasjóði sveitarfélaga

2101009

Lögð fram tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að sveitarfélagið og undirstofnanir þess taki allt að 400 milljóna króna lán á árinu. Byggðaráð samþykkir að sótt sé um lán, að þessu sinni, upp á 200 milljónir króna. Byggðaráð felur sveitarstjóra að leggja lánsskilmálana fyrir sveitarstjórn til samþykktar, þegar lánsumsókn hefur verið samþykkt.

GLE situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Ársreikningur 2020 - innri endurskoðun

2012131

Lögð er fram til kynningar skýrsla KPMG til sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. í janúar 2021, um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020.
KPMG gerir 5 athugasemdir eða ábendingar tengdar innra eftirliti og fjárhagskerfi Borgarbyggðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera úrbætur í samræmi við skýrslu KPMG en fyrir liggur að úrbætur eru þegar hafnar með nýju skipuriti og vinnu við gerð gæðahandbókar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita frekari upplýsinga um efni skýrslunnar og er umræðu um málið frestað til næsta fundar byggðarráðs.

4.Tilboð í innheimtuþjónustu fyrir Borgarbyggð

2101001

Kynning á tilboðum í innheimtuþjónustu fyrir Borgarbyggð. Borist hafa tilboð frá Motus og Momentum í innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið, en nýverið lét sá lögmaður af störfum sem sinnt hefur innheimtuþjónustu um árabil og þarf því að finna kröfum sveitarfélagsins nýjan farveg.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við innheimtufyrirtæki um alla innheimtu sveitarfélagsins. Undirritaður samningur verður lagður fyrir byggðarráð þegar hann liggur fyrir.
Eiríkur Ólafsson fer af fundi 09:55

5.Húsnæðismál

1909156

Umræður um næstu skref vegna húsnæðismála stjórnsýslunnar, með tilliti til úrbóta á ráðhúsi vegna fyrirliggjandi skýrslu frá Eflu um ástand hússins.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa endurbætur á ráðhúsinu í samræmi við tillögu starfsmanns ráðhússins að fjárhæð kr. 1.500.000 og gera viðauka við fjárhagsáætlun rúmist endurbæturnar ekki innan áætlunarinnar.

6.Umsagnarbeiðni rek. G.II-Kría Guesthouse, Kveldúlfsgötu 27, Borgarnes

2011036

Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Kría Guesthouse, Kveldúlfsgötu 27, 310 Borgarnesi.
Með erindi sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 6. nóvember 2020, var óskað eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar Kría Services sf. til reksturs gististaðar í flokki II minna gistiheimili sem rekið er sem Kría Guesthouse að Kveldúlfsgötu 27. Ákveðið hefur verið að senda heildarumsögn sveitarfélagsins í samræmi við lög nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. 1. janúar 2017 tóku gildi lög um breytingu á lögunum, þar sem verulegar breytingar voru gerðar á ákvæðum er varða heimagistingu og gististaði í flokkum I-IV, enn fremur var sett ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 sem útfærir nánar þær kröfur sem gerðar eru í lögunum.

Fyrir liggur að húsnæði Kría Services sf. uppfyllir ekki þær kröfur sem koma fram í ákvæði 4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar um að allir gististaðir utan heimagistingar og orlofshúsa félagasamtaka skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði til þeirra nota sem fyrirhuguð eru, en fasteignin er skráð sem íbúðarhúsnæði.

Enn fremur liggur fyrir að húsnæðið er á svæði sem flokkað er sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar. Samkvæmt skilgreiningunni er takmarkað hvaða atvinnustarfsemi er heimil á íbúðarsvæði.

Umsækjanda hefur verið veittur andmælaréttur við fyrirhugaða umsögn sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri óskar eftir aðkomu byggðaráðs við ákvörðun um umsögn Borgarbyggðar á umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til fullnaðarafgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 52. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.

Byggðarráð staðfestir að með vísan til alls framangreinds beri sveitarfélaginu að veita neikvæða umsögn við umsókn Kría Services sf., dags. 6. nóvember 2020, um rekstrarleyfi fyrir gististaði í flokki II að Kveldúlfsgötu 27.

7.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 1 - 3

2012071

Umsókn Grettis Grettissonar f.h. Smartverks ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 1-3.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðina að Rjúpuflöt 1-3, Hvanneyri.

8.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 2-4

2012072

Umsókn Grettis Grettissonar f.h. Smartverks ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 2-4..
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðina að Rjúpuflöt 2-4, Hvanneyri.

9.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 5-7

2012073

Umsókn Grettis Grettissonar f.h. Smartverks ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 5-7.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðina að Rjúpuflöt 5-7, Hvanneyri.

10.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 6-8

2012074

Umsókn Grettis Grettissonar f.h. Smartverks ehf. um lóðina að Rjúpuflöt 6-8.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðina að Rjúpuflöt 6-8, Hvanneyri.

11.Tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning - lokaskýrsla

2012096

Framlögð lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarmál frá Alþingi

14.Hafnasambandsþing 2020

2011035

Framlögð fundargerð 42. Hafnasambandsþings dags. 27. nóv.2020
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.