Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

551. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:35 Í fjarfundi á Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
  • Eiríkur Ólafsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Viðbrögð við biðlistum í leikskólunum í Borgarnesi 2020-2021

2101072

Á fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar, 21. janúar sl. var lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um biðlista í leikskólum sveitarfélagsins. Niðurstaða nefndarinnar var að vísa málinu til byggðarráðs til umfjöllunar um tillögu 2 í minnisblaði sviðsstjóra sem felur í sér kaup á færanlegri kennslustofu við Ugluklett.
Hlöðver I. Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður fasteigna mæta til fundarins til að fara yfir málið. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um kaup á færanlegum kennslustofum. Málið verði lagt fyrir byggðarráð að nýju á næsta fundi þess, þegar fyrir liggja tölulegar forsendur vegna kaupa og uppsetningu kennslustofa.

2.Húsnæðismál

1909156

Sveitarstjóri upplýsir byggðarráð um stöðu húsnæðismála ráðhúss Borgarbyggðar og þá möguleika sem til staðar eru til þess að færa hluta af starfsemi ráðhússins í annað húsnæði.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjóra að taka tilboði Eflu um úttekt á nýrri hluta húsnæðisins við Borgarbraut 14 og ganga frá húsaleigusamningi við Ríkiseignir vegna Bjarnarbrautar 8, fyrir hluta af starfsemi ráðhússins tímabundið á meðan unnið er að skýrslu vegna úttektarinnar.

3.Fornistekkur L199555 - Umsókn um ljósastaura

2101095

Framlögð umsókn Hauks Þórs Haukssonar dags. 18.1.2021 um uppsetningu ljósastaura á lögbýlinu Fornastekk.
Framlögð umsókn er samþykkt með fyrirvara um að umsóknin uppfylli þau skilyrði sem fram koma í reglum sveitarfélagsins um lýsingu við lögbýli, er sveitarstjóra falið að kanna málið nánar í samvinnu við eiganda lögbýlisins.

4.Steindórsstaðir 134469 - umsókn um ljósastaura

2101076

Framlögð umsókn Þórarins Skúlasonar um tvo ljósastaura fyrir lögbýlið Steindórsstaði.
Framlögð umsókn er samþykkt með fyrirvara um að umsóknin uppfylli þau skilyrði sem fram koma í reglum sveitarfélagsins um lýsingu við lögbýli, er sveitarstjóra falið að kanna málið nánar í samvinnu við eiganda lögbýlisins.

5.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 1.2.2021

2101129

Lagt er fram fundarboð á eigendafund Sorpurðunar Vesturlands hf., sem haldinn verður mánudaginn 1. febrúar n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins.

6.XXXVI. landsþing Sambands ísl sveitarfélaga

2101132

Framlagð fundarboð á XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars 2021.
Kjörnir fulltrúar Borgarbyggðar eru Guðveig Lind Eyglóardóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir, en Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri hefur jafnframt heimild til að mæta til þingsins.

7.Umsagnarmál frá Alþingi

2012097

Framlögð 3 umsagnarmál frá Alþingi - mál nr. 375 um jarðalög, mál nr. 418 um stjórn fiskveiða og mál nr. 419 um breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.