Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
2102077
Rætt um tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka nr. 1, við fjárhagsáætlun 2021. Í viðaukanum er aukið framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga að fjárhæð 48.465.000 en á móti koma tillögur byggðaráðs um aukin útgjöld að fjárhæð kr. 25.744.000, vegna fjölgunar stöðugilda við leikskólann að Uglukletti og kostnaður vegna húsnæðismála. Heildarniðurstaða viðaukans er jákvæð að fjárhæð 22.721.000.
2.Húsnæðismál Borgarbyggðar
2102100
Kristján Finnur Kristjánsson, verkefnastjóri mætir til fundar.
Umræður fóru fram um húsnæði í eigu Borgarbyggðar, ástand, mögulega nýtingu húsnæðis og sölu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma með mótaðar hugmyndir um ráðstöfun eigna, á fund byggðarráðs í mars.
3.Rakaskemmdir í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild
2012082
Umræða um stöðuna hvað varðar bráðabirgðahúsnæði fyrir Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar.
Lokaúttekt Eflu á húsnæðinu að Kleppjárnsreykjadeild mun fara fram nk. þriðjudag, 23. febrúar nk.
Sveitarstjóra er falið að leggja fram á næsta fundi byggðarráðs upplýsingar úr verðfyrirspurn vegna færanlegra kennslustofa og greiningu á valkostum til ákvörðunar um hvaða leið skuli velja.
Sveitarstjóra er falið að leggja fram á næsta fundi byggðarráðs upplýsingar úr verðfyrirspurn vegna færanlegra kennslustofa og greiningu á valkostum til ákvörðunar um hvaða leið skuli velja.
4.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27
2102065
Úttekt á húsnæði sveitarfélagsins í Brákarey
Miðvikudaginn 10. febrúar sl. funduðu fulltrúar byggðarráðs og starfsmenn ráðhússins með eldvarnareftirliti og byggingarfulltrúa og fengu kynntar niðurstöður úr úttekt eldvarnareftirlits og byggingarfulltrúa á húsnæði Borgarbyggðar að Brákarbraut 25 og 27. Í skýrslu eldvarnareftirlits kom fram mat hans að loka skyldi fyrir alla starfsemi í húsunum, að leigjendur húsnæðisins yrðu upplýstir innan tveggja sólarhringa af ástandi hússins og ekki gefinn lengri frestur en 1 vika til að gera ráðstafanir. Byggingarfulltrúi gerði enn fremur kröfu um að starfsemi yrði stöðvuð með vísan til krafna eldvarnareftirlitsins og þeirra annmarka úttekt byggingarfulltrúa leiddi í ljós.
Leigjendur húsnæðisins hafa verið upplýstir og þeim sagt að fara að kröfu byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits og hætta starfsemi í húsnæðinu.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að fá tilboð í úttekt á gamla sláturhúsinu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs, með það fyrir augun að kostnaðarmeta þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að fara í til þess að tryggja öryggi og mögulegt sé að heimila starfsemi að nýju í húsnæðinu. Í kjölfar úttektar verði haldinn fundur með öllum leigjendum ásamt byggðarráði þar sem rædd verði málefni hvers leigjanda fyrir sig.
Leigjendur húsnæðisins hafa verið upplýstir og þeim sagt að fara að kröfu byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits og hætta starfsemi í húsnæðinu.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að fá tilboð í úttekt á gamla sláturhúsinu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs, með það fyrir augun að kostnaðarmeta þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að fara í til þess að tryggja öryggi og mögulegt sé að heimila starfsemi að nýju í húsnæðinu. Í kjölfar úttektar verði haldinn fundur með öllum leigjendum ásamt byggðarráði þar sem rædd verði málefni hvers leigjanda fyrir sig.
5.Húsnæðismál slökkviliðs - erindi f. Neista
2102093
Framlagt erindi frá Neista - félagi slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, um húsnæðismál slökkviliðsins.
Byggðarráð þakkar erindið. Slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri vinna nú 10 ára forgangsröðun verkefna fyrir slökkvilið Borgarbyggðar og eru húsnæðismál ofarlega á lista. Byggðarráð óskar eftir að fá forgangsröðun verkefna inn á fund byggðarráðs til að fjalla um efnið. Enn fremur felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna ástand húsnæðis slökkviliðsins í Borgarnesi og segja upp leigusamningi við Sögufélag Borgfirðinga sem er staðsett í hluta húsnæðisins. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort mögulegt sé að veita slökkviliði stærri hluta húsnæðisins að Sólbakka.
6.Tæming rotþróa Útboð 2020
2005025
Þar sem biðtími v. athugasemda skv. lögum er liðinn er málið tekið aftur á dagskrá.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu starfsmanns um að velja tilboð lægstbjóðanda, Hreinsitækni um tæmingu rotþróa í Borgarbyggð og felur sveitarstjóra að undirrita samning við lægstbjóðanda f.h. Borgarbyggðar.
7.Bréf til kjörinna fulltrúa - Vegna aðalfundar Lánasjóðsins 2021
2102059
Framlagt bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar sjóðsins í aðdraganda aðalfundar 2021.
Lagt fram til kynningar.
8.Skorradalshreppur - samningar
2012111
Samningar við Skorradalshrepp
Umræðu um þennan lið er frestað til næsta fundar.
9.Lyngbrekka - samningar um leigu og styrk
2102078
Framlögð drög að samningi við Leikdeild umf. Skallagríms um leigu félagsheimilinu Lyngbrekku og styrk v. starfsins.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að veita Leikdeild umf. Skallagríms sambærilegan styrk og rekstraraðila Þverárréttar árin 2020 og 2021, þannig að styrkur Borgarbyggðar til Leikdeildar umf. Skallagríms hækkar um kr. 150.000,- hvort ár. Enn fremur samþykkir byggðarráð að framlengja leigusamning við Leikdeild Skallagríms vegna félagsheimilisins Lyngbrekku til 31. desember 2022. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna kostnað við að setja upp varmadælu við félagsheimilið.
10.Beiðni um upplýsingar um nýtingu ónotaðs íbúðarhúsnæðis
2102015
Lagt fram til kynningar bréf Hagstofu Íslands, dags. 27. janúar 2021, þar sem óskað er upplýsinga um nýtingu íbúðarhúsnæði er virðist standa autt. Sveitarstjóri upplýsir að byggingarfulltrúi sé að vinna að samantekt upplýsinganna að beiðni Hagstofunnar.
Lagt fram til kynningar.
11.Umsóknir um stofnframlög ríkisins v. húsnæði
2102033
Kynntur er umsóknarfrestur um stofnframlög ríkisins til byggingar íbúðarhúsnæðis, skv. tölvupósti HMS 4. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Snorrastaðir vatnsveita - beiðni um umsögn
2102020
Eigendur Snorrastaða óska eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna kaldavatnsveitu
Byggðarráð felur sveitarstjóra að veita umsögn vegna kaldavatnsveitu að Snorrastöðum, enda stendur ekki til að hefja uppbyggingu á veitustarfsemi á því svæði.
13.Umsagnarmál frá Alþingi
2012097
Framlögð til umsagnar mál nr. 478. breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), og mál nr. 471. mál, áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála,
Lagt fram til kynningar.
14.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021
2102086
Framlögð fundargerð 165. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 10.febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:09.