Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

554. fundur 25. febrúar 2021 kl. 08:15 - 11:29 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson varamaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Framhald umræðu um lokun Brákarbrautar 25-27 og farið yfir erindi frá leigutökum og öðrum vegna lokunarinnar.
Flosi Hrafn Sigurðson víkur af fundi meðan þessi liður er til umræðu vegna tengsla við aðila máls. Kristján Gíslason tekur sæti hans á meðan.

Sveitarstjóri fer yfir stöðuna á málinu og kynnti framkomin erindi. Byggðarráð ræddi stöðuna og næstu skref. Fyrirhugað er að fá kostnaðargreiningu á nauðsynlegum úrbótum og einnig bíða eftir niðurstöðu úttektar HMS. Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við leigjendur og svara erindum þeirra.

2.Færanlegar kennslustofur vegna kleppjárnsreykjadeildar grunnskóla Borgarfjarðar

2012082

Kynning á gögnum í kjölfar verðfyrirspurna um færanlegar kennslustofur vegna kleppjárnsreykjardeildar grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Stólpa um kaup á færanlegum kennslustofum samkvæmt fyrirliggjandi gögnum í kjölfar verðfyrirspurnar. Byggðarráð telur hagkvæmara til lengri tíma litið að kaupa færanlegar kennslustofur í stað þess að leigja þær, þar sem mögulegt er að selja þær þegar ekki er þörf á þeim lengur.

3.Rekstrarleyfi - nýjar verklagsreglur

2102121

Unnið hefur verið að gerð innri verklagsreglna og reglna um veitingu rekstrarleyfa á stjórnsýslu- og þjónustusviði undanfarnar vikur. Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem sækja um rekstrarleyfi eða endurnýjun á rekstrarleyfi vegna gististarfsemi geti vitað fyrirfram hvaða viðmiðum beitt sé viða afgreiðslu mála. Við gerð reglnanna var tekið mið af sambærilegum reglum annarra sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar verklagsreglur og reglur um veitingu rekstrarleyfa á stjórnsýslu- og þjónustusviði.

4.Skorradalshreppur - samningar

2012111

Samningar við Skorradalshrepp um ýmsa þjónustu renna út í lok mars 2021. Nauðsynlegt er að hefja vinnu við endurskoðun samninga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja fund með fulltrúum byggðarráðs og starfsfólki sveitarfélagsins með fulltrúum Skorradalshrepps.

5.Aldan húsnæðismál

2102090

Kynning á valkostagreiningu vegna nýrrar staðsetningar fyrir Ölduna.
Lagt fram til kynningar.

6.Verðfyrirspurn vegna reksturs tjaldsvæða 2021

2011021

Niðurstöður útboðs um rekstur tjaldstæða í Borgarnesi og Varmalandi kynnt byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Landamerkis ehf. um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi 2021-2022 og á Varmalandi 2021-2024. Fyrirtækið átti hæsta tilboðið í reksturinn, auk þess sem fyrirtækið uppfyllir þær kröfur sem settar voru fram í verðfyrirspurnargögnum. Með töku tilboðs er kominn á bindandi samningur á grundvelli verðfyrirspurnarinnar. Vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

7.Fjárfestingaráætlun 2021

2102133

Umræða um breytingar á fjárfestingaráætlun vegna ársins 2021.
Byggðarráð samþykkir að sett verði kerfisloft í kennslurými í vesturálmu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Framkvæmdin rúmast innan fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar árið 2021.

8.Friðun Borgarvogs - ósk um íbúakosningu

2102130

Framlagt erindi frá Guðmundi Inga Waage þar sem hann setur fram þá ósk að efnt verði til íbúakosningar vegna fyrirhugaðrar friðunar Borgarvogs.
Byggðarráð þakkar Guðmundi fyrir erindið. Ekki eru öll gögn komin fram vegna friðunar, samráðsferli við hagsmunaaðila ekki farið fram og ferlið því stutt á veg komið. Ferlið gerir ráð fyrir aðkomu hagsmunaaðila og verður kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins á íbúafundi í kynningarferlinu. Af þeim sökum er ekki tímabært að taka afstöðu til beiðni um íbúakosningu, enda liggja ekki fyrir skilmálar friðlýsingar. Byggðarráð bendir þó á að ef 20% þeirra sem eiga kosningarétt í sveitarfélaginu óska eftir almennri atkvæðagreiðslu skal sveitarstjórn verða við þeirri beiðni, skv. 63. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar.

9.Afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum - beiðni um framlengingu

2102099

Framlagt erindi Styrmis Más Ólafssonar þar sem farið er fram á það að framlengdur verði afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur fram að umræða er hafin um möguleikann á því að framlengja afslátt af lóða- og gatnagerðargjöldum og hefur verið til umræðu hjá atvinnu- markaðs- og menningarmálanefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Byggðarráð óskar eftir því að málið verði tekið til formlegrar umræðu á næsta fundi byggðarráðs.

10.Sólbakki 17 - Lóðarleigusamningur

2102117

Borgarbyggð gerir lóðarleigusamning við Borgarverk á lóðinni Sólbakki 17 L135507. Um er að ræða nýjan lóðarleigusamning sem er gerður á grundvelli stækkunar á lóðinni. Í gildi er lóðarleigusamningur frá árinu 1979 sem verður yfirstrikaður hjá sýslumanni.
Byggðarráð samþykkir að gerður verður nýr lóðarleigusamningur við Borgarverk á lóðinni Sólbakki 17, L135507 og felur sveitarstjóra að útbúa nýjan samning og aflýsa þinglýstum leigusamning frá árinu 1979 úr þinglýsingabókum.

11.10 ára áætlun slökkviliðs Borgarbyggðar

2101133

Kynning á skýrslu slökkviliðsins á 10 ára áætlun slökkviliðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram með slökkviliðinu að 10 ára forgangsröðun og kostnaðaráætlun og hún verði síðan unnin í samráði við fagráð slökkviliðsins áður en hún kemur að nýju til byggðarráðs.

12.Auðsstaðir L134484 - vatnsveita_beiðni um umsögn

2102132

Eigandi Auðsstaða L134484 óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna kaldavatnsveitu.
Byggðarráð hyggst ekki leggja nýja vatnsveitu að Auðsstöðum, lnr. 134484, og mælir sveitarfélagið því með að jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrki fyrirhugaða framkvæmd landeiganda að Auðsstöðum. Umsögn þessi er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um vatnsveitur á lögbýlum nr. 180/2016 vegna styrkumsóknar eiganda Auðsstaða.

13.Hamraendar lnr. 134868_vatnsveita - beiðni um umsögn

2102098

Framlögð umsókn Magnúsar Magnússonar Hamraendum um umsögn v. fyrirhugaðrar vatnsveitu fyrir Hamraenda í Stafholtstungum.
Byggðarráð hyggst ekki leggja nýja vatnsveitu að Hamraendum, lnr. 134868, og mælir sveitarfélagið því með að jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrki fyrirhugaða framkvæmd landeiganda að Hamraendum. Umsögn þessi er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um vatnsveitur á lögbýlum nr. 180/2016 vegna styrkumsóknar eiganda Hamraenda.

14.Eigendaskipti að hlutum - forkaupsréttartilkynning

2102107

Framlagt bréf frá LímtréVírnet ehf þar sem boðinn er forkaupsréttur að fölum hlut í fyrritækinu.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt.

15.Verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

2102060

Framlögð beiðni Landsnets um skipun fulltrúa í verkefnaráð á vegum Landsnets vegna Holtafjarðarheiðarlínu 1.
Byggðarráð samþykkir að skipa Drífu Gústafsdóttur, skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar í verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

16.Íbúakönnun landshlutanna-2020_niðurstöður Borgarbyggd

2102112

Framlagðar niðurstöður íbúakönnunar landshlutanna 2020 sem unnin var á vegum SSV.
Byggðarráð fékk kynningu á niðurstöðum íbúakönnunar af hálfu Vífils Karlssonar hjá SSV. Niðurstöðurnar verða ræddar frekar inni í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefnd Borgarbyggðar.

17.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 1.2.2021

2101129

Lögð er fram fundargerð hluthafafundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn var 1. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Hafnasamband Íslands_fundargerðir

2010147

Framlögð fundargerð 431. fundar Hafnasambands Íslands frá 22. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarmál frá Alþingi

2012097

Framlögð umsagnarmál frá Alþingi: 504. mál lög um áfengismál - sala á framleiðslustað. 188. mál lög um stjórnskipunarlög - kosningaaldur. 509. mál hafnalög - EES reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun. Mál 141 breyting á grunnskólalögum _ kristinfræðikennsla
Lagt fram til kynningar.

20.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi

1912083

Lögð eru fram til kynningar uppfærð drög að samstarfssamningi við framkvæmdaraðila um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi.
Lagt fram til kynningar.

21.Hjarðarholt L134874 og Fornistekkur L199555 - Umsögn - Vatnsveita

2102155

Eigendur Hjarðarholts L134874 og Fornastekks L199555 óska eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna kaldavatnsveitu. Ábúendur hafa ekki haft kalt vatn í mörg ár og hefur eingöngu verið notast við hitaveituvatn.
Byggðarráð hyggst ekki leggja nýja vatnsveitu að Hjarðarholti, L134874 og Fornastekk L199555, og mælir sveitarfélagið því með að jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrki fyrirhugaða framkvæmd landeiganda að Hjarðarholti og Fornastekk. Umsögn þessi er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um vatnsveitur á lögbýlum nr. 180/2016 vegna styrkumsóknar eiganda jarðanna.

22.Fagráð menningarstefnu Vesturlands

2102157

SSV óskar fulltrúa í fagráði fyrir menningarstefnu Vesturlands.
Byggðarráð skipar samskiptastjóra Borgarbyggðar, Maríu Neves sem fulltrúa Borgarbyggðar í fagráð fyrir menningarstefnu Vesturlands.

Fundi slitið - kl. 11:29.