Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

555. fundur 04. mars 2021 kl. 08:15 - 10:54 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ásýnd Varmalands - Hollvinasamtök Varmalands

2102140

Lagður er fram tölvupóstur Vilhjálms Hjörleifssonar, f.h. Hollvinafélags Varmalands, dags. 23. febrúar sl. sem sendur er í kjölfar heimsóknar sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs til Hollvinafélags Varmalands. Hollvinafélagið óskar að nokkrum málum verði komið í betra horf á Varmalandi, en varðar það helst ásýnd staðarins.
Byggðarráð þakkar hollvinasamtökunum erindið og felur sveitarstjóra að svara erindinu. Sveitarstjóri ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs fóru í heimsókn nýverið að Varmalandi þar sem ræddar voru athugasemdir hollvinasamtakanna og aðstæður kannaðar.

2.Lazy Town - Umsókn um lóð vegna uppbyggingar húsa fyrir safn, studio og veitingarstað

2102138

Umsókn Upplifunargarðs Borgarnesi ehf. um lóð fyrir starfsemi byggð á hugmyndafræði Lazy town.
Byggðarráð þakkar erindið og fund fulltrúa byggðarráðs með fulltrúum Upplifunargarðs Borgarness ehf. sem fram fór í kjölfar 553. fundar byggðarráðs. Um er að ræða mjög áhugavert verkefni og hefur byggðarráð fullan hug á því að vinna með aðilum að framgangi verkefnisins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram með forsvarsmönnum verkefnisins að því að finna lóð fyrir verkefnið.

3.Samstarfssamningur 2021

2103002

Framlögð drög af samstarfssamningi við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa viðauka vegna styrks til Kvikmyndafjelags Borgarfjarðar í samræmi við samstarfssamninginn. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samstarfssamning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar fyrir árið 2021 og viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2021.

4.Staðgreiðslan í janúar

2102070

Framlögð gögn vegna staðgreiðsluuppgjörs 2020 og ofgreiðslu til sveitarfélaga í janúar.
Lagt fram til kynningar.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2102077

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2021.

6.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Umræða um stöðu á úttekt við Brákarbraut 25-27 og málefni leigutaka húsnæðisins.
Rædd var staðan við Brákarbraut 25-27, brunarvarnar- og rafmagnsöryggissvið Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun kom til úttektar á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Von er á skýrslu frá þeim í næstu viku. Send hefur verið út verðfyrirspurn til aðila til þess að meta kostnað sem þarf að ganga í svo heimilt sé að viðhafa starfsemi í húsnæðinu og von er á tilboðum nk. mánudag, 8. mars 2021. Gert er ráð fyrir að úttektaraðilar ljúki störfum eigi síðar en 22. mars. Í kjölfar þess er gert ráð fyrir að haldinn sé fundur með öllum leigutökum til þess að fara yfir niðurstöðurnar.

7.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Umræða um húsnæðismál stofnana Borgarbyggðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna möguleika á sölu valdra eigna sveitarfélagsins.

8.Mögulegar lóðir til úthlutunar, samantekt

2102063

Framlagt yfirlit um lóðir sem hægt er að bæta við til úthlutunar í Borgarbyggð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna nánar möguleika til þessa að bæta við lóðum til úthlutunar í Vallarási og á öðrum svæðum þar sem til staðar eru deiliskipulagðar lóðir, bæði atvinnu- og íbúðarhúsalóðir. Óskar byggðarráð eftir því að gerð verði lóðablöð á þeim lóðum sem þau vantar. Jafnframt verði teknar prufuholar á þeim lóðum sem þörf er á.

9.Tilboð í innheimtuþjónustu fyrir Borgarbyggð

2101001

Kynning á drögum að samningi við Motus um innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samning við Motus um innheimtuþjónustu fyrir sveitarfélagið og fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar.

10.Krafa um viðurkenningu á skaðabótaskyldu

2011009

Kynning á skaðabótakröfu sem beint hefur verið gagnvart Borgarbyggð.

11.Hellubær lnr. 134881 - umsögn um vatnsveitu

2102164

Framlögð beiðni um umsögn v. vatnsveitu v. Hellubæjar.
Byggðarráð hyggst ekki leggja nýja vatnsveitu að Hellubæ, lnr. 134881, og mælir sveitarfélagið því með að jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrki fyrirhugaða framkvæmd landeiganda að Hellubæ. Umsögn þessi er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um vatnsveitur á lögbýlum nr. 180/2016 vegna styrkumsóknar eiganda Hellubæjar.

Davíð Sigurðsson víkur af fundi undir þessum lið.

12.Umsagnarmál frá Alþingi

2012097

Framlögð umsagnarmál frá Alþingi: Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140.mál.
Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.
Lagt fram til kynningar.

13.Afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum - beiðni um framlengingu

2102099

Framhald umræðu um mögulegan afslátt af lóða- og gatnagerðargjöldum.
Afsláttur af lóða- og gatnagerðargjöldum féll úr gildi við lok árs 2020. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veittur sé 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum og 100% afsláttur af lóðagjöldum vegna íbúðar- og atvinnuhúsalóða. Afslátturinn gildir til loka árs 2021.

Davíð Sigurðsson víkur af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 10:54.