Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

556. fundur 18. mars 2021 kl. 08:15 - 09:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Erindi varðandi gangnamannaskála á Vatnaleið

2103073

Framlagt erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs vegna gangnamannaskála á Vatnaleið.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs um uppbyggingu og markaðssetningu á gönguleiðinni um Vatnaleið. Byggðarráð vísar beiðninni til fjallskilanefndar Hítardalsréttar og fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar til umsagnar, áður en byggðarráð tekur afstöðu til erindisins.

2.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi

1912083

Framlagður rammasamningur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi dags. 11. mars 2021.
Byggðarráð fagnar því að samkomulag hafi náðst við Borgarverk ehf., Steypustöðina ehf., Eirík Ingólfsson ehf. og Slatta ehf. um uppbyggingu nýs hverfis í Bjargslandi. Samningurinn er undirritaður af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samninginn.

3.Beiðni lögreglustjóra um heimild til æfinga og skotprófa að Ölduhrygg

2103072

Beiðni lögreglustjórans á Vesturlandi um leyfi til bráðabirgða til skotæfinga og skotprófa við Ölduhrygg við Snæfellsnesveg.
Byggðarráð samþykkir beiðni lögreglustjórans á Vesturlandi um heimild til þess að nýta landsvæði sveitarfélagsins við Ölduhrygg, til skotæfinga og skotprófa. Miðað skal við að æfingar fari fram þrisvar í viku, tvær klukkustundir í senn á virkum dögum milli kl. 14:00 og 16:00.

4.Starfsmannamál 2021

2103094

Umfjöllun um starfsmannamál Borgarbyggðar
Trúnaðarmál.

5.Stjórnsýsla í Borgarbyggð - tilkynning um kvörtun

2103044

Með bréfi 24. nóvember 2020 kvartaði Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður um brot á stjórnsýslulögum í Borgarbyggð. Með bréfi 4. mars sl. var sveitarfélaginu tilkynnt um framkomna kvörtun og gefinn frestur til 1. apríl 2021 til þess að svara erindinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

6.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Kynning á svarbréfum sveitarfélagsins við fyrirspurnum og kröfum leigjanda að Brákarbraut 25-27.
Úttektarskýrslu og kostnaðarmati á lagfæringum sem Verkís er að vinna er að vænta föstudaginn 26. mars n.k. Auk þess er að vænta skýrslu frá brunavarnarsviði HMS. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundi með leigjendum um niðurstöður skýrslnanna og samræður um næstu skref.

7.Fyrirspurn vegna Snæfellsnesvegar frá hringtorgi að Loftorku

2103014

Vegagerðin áformar malbikun á Snæfellsnesvegi frá hringtorgi í Borgarnesi að gatnamótum við Loftorku á komandi sumri. Fjórar tengingar eru á vegkaflanum sem tilheyra sveitarfélaginu. Umræddar tengingar eru margar hverjar illa farnar og hefur Vegagerðin farið þess á leit við sveitarfélagið að upplýst verði hvort sveitarfélagið vilji nýta tækifærið og endurnýja innkeyrslur samhliða vinnu á staðnum. Ekki er gert ráð fyrir malbiksframkvæmdum á umræddum vegarkafla í framkvæmdaáætlun og er málið því lagt fyrir byggðarráð til ákvörðunar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna kostnað við framkvæmdina og hagkvæmni þess að fara í verkið á þessum tímapunkti.

8.Sólbakki 30 - Umsókn um lóð

2103056

Umsókn Bifreiðaþjónustu Harðar um lóðina að Sólbakka 30.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Sólbakka 30, Borgarnesi, til umsækjanda, Bifreiðaþjónustu Harðar.

9.Fjóluklettur 4 - Umsókn um lóð

2103067

Umsókn Jóns Inga Sigurðssonar um lóð að Fjólukletti 4.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Fjólukletti 4, Borgarnesi, til umsækjanda, Jóns Inga Sigurðssonar.

10.Fjóluklettur 13 - Umsókn um lóð

2103091

Umsókn Guðmundar Hákons Halldórssonar um lóðina við Fjóluklett 13.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Fjólukletti 13, Borgarnesi, til umsækjanda, Guðmundar Hákons Halldórssonar.

11.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands 1.2.2021

2101129

Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur SSV 24. mars 2021

2103012

Lagt er fram aðalfundarboð til sveitarfélaga á Vesturlandi vegna Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður á Hótel Hamri, miðvikudaginn 24. mars n.k. Sama dag verða jafnframt aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, og Sorpurðunar Vesturlands.
Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.
Aðalmenn eru: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir
Varamenn eru: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson

13.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2021

2103074

Lagt er fram fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldið verður að Hótel Hamri 24. mars n.k.
Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.
Aðalmenn eru: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir
Varamenn eru: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson

14.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 24. mars kl. 1300

2103076

Lagt er fram fundarboð fyrir aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 24. mars kl. 13:00 á Hótel Hamri, Borgarbyggð.
Fulltrúar Borgarbyggðar á aðalfundi SSV og tengdra félaga eru kosnir aðalmenn eða varamenn þeirra.
Aðalmenn eru: Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir
Varamenn eru: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Logi Sigurðsson, Finnbogi Leifsson, Orri Jónsson og Eiríkur Ólafsson

15.Aðalfundur Veiðifélags Álftár 26.3.2021

2103075

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Álftár sem haldinn verður 26. mars 2021
Einar Ole Pedersen verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

16.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 2021

2101142

Framlögð fundargerð aðalfundar veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 11. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

17.Hafnasamband Íslands_fundargerðir

2010147

Framlögð fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 432 dags. 19.febrúar 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021

2102005

Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 895 dags. 19. febrúar 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Umsagnarmál frá Alþingi

2012097

Framlögð fram eftirfarandi sex umsagnarmál frá Alþingi:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum, 470. mál.
Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingarblaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórnar, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.