Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

558. fundur 31. mars 2021 kl. 08:15 - 12:10 í fjarfundi í Teams
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
  • Eiríkur Ólafsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2020

2012131

Kynning á ársreikningi fyrir árið 2020.
Lagður fram ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2019. Til fundarins mættu Halldóra Pálsdóttir og Haraldur Örn Reynisson starfsmenn KPMG og kynntu þau niðurstöður ársreikningsins og viðeigandi skýringar.

Helstu niðurstöður ársreiknings eru sem hér segir:

Rekstrarniðurstaða ársins fyrir samstæðu A og B hluta er jákvæð um 112 m. kr. sem er um 303 m. kr. betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins, með viðaukum. Bætt afkoma miðað við fjárhagsáætlun skýrist fyrst og fremst af hærri tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en gert var ráð fyrir í áætlun, minni rekstrarkostnaði og lægri lífeyrissjóðsskuldbindingu. Fjármagnskostnaður er einnig lægri en ráð var fyrir gert. Tekjur ársins námu alls um 4.559 m.kr. Launakostnaður var 2.590 m.kr. og annar rekstrarkostnaður var 1.549 m.kr. Framlegð nemur 333 m.kr. Veltufé frá rekstri er 373 m.kr. eða 8,2% af tekjum. Eigið fé í árslok nam því 4.478 m.kr. og eiginfjárhlutfallið er 47,5%. Skuldaviðmið er 60%.

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem fer fram þann 8. apríl n.k.

2.Húsnæðismál Ráðhússins

1909156

Framlögð skýrsla Eflu verkfræðistofu vegna könnunar á ráðhúsi Borgarbyggðar.
Til fundarins mætir Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður eignasjóðs og greinir frá mati á kostnaði við lagfæringar og fyrirbyggjandi aðgerðir á ráðhúsi Borgarbyggðar.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gert verði tilboð í Digranesgötu 2, Borgarnesi, með það fyrir augum að sú staðsetning verði nýtt sem framtíðarstaðsetning fyrir nýtt ráðhús og aðra starfsemi sem gæti rúmast innan veggja húsnæðisins. Fyrirvari skuli gerður í slíku tilboði um ástandsskoðun og endanlegt samþykki sveitarstjórnar. Sveitarstjóra er falið að gera tilboð með framangreindum fyrirvörum og setja ráðhúsið að Borgarbraut 14 í söluferli.

3.Rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

2012082

Framlögð skýrsla Eflu verkfræðistofu um könnun á húsnæði Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar.
Til fundarins mætir Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður eignasjóðs og greinir frá hvaða mótvægisaðgerðum eigi að grípa til í húsnæði Kleppjárnsreykjadeildar. Hafin er vinna við að uppræta þann raka sem fram kom í rannsókninni.

Umsjónarmanni eignasjóðs er falið að gera mat á því hvaða endurbætur þurfi að gera á húsnæðinu til frambúðar, auk kostnaðaráætlunar og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

Sveitarstjóra er falið að undirbúa kynningu á mótvægisaðgerðum fyrir starfsfólki og foreldrum grunnskólabarna í Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar.

4.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Kynning á aðgerðum slökkviliðsstjóra vegna Brákarbrautar 25-27.
Lögð eru fram ný gögn í málinu vegna aðgerða slökkviliðsstjóra. Skil skýrslu vegna úttektar á húsnæðinu frestast fram yfir páska og verður tekin fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

5.Starfsmannamál 2021

2103094

Kynning á starfsmannamálum Borgarbyggðar.
Trúnaðarmál.

6.Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1906201

Framlögð drög að skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð. Endanleg skýrsla mun líta dagsins ljós eftir páska.
Byggðarráð fer yfir framkomin drög skýrslunnar og óskar eftir því að fulltrúar starfshópsins kynni skýrsluna á næsta fundi byggðarráðs.

7.Flutningur á riðufé í gegnum Borgarbyggð

2103162

Í frétt Matvælastofnunar 19. mars sl. kom fram að leki hafi orðið úr gámi sem flutti riðusmitað fé frá Húnavantssýslu, til brennslu í Kölku á suðurnesjum. Í frétt 26. mars kom jafnframt fram að ábendingar hafi borist um að vökvi hafi slest upp úr gámunum á þjóðvegi nr. 1 í Borgarfirði. Mat Matvælastofnunar er að smithætta af völdum þess vökva sem barst á þjóðveginn sé lítil vegna árstíma og að ekkert fé er á beit, þjóðvegur nr. 1 sé afgirtur og gott eftirlit sé með lausagöngu búfjár á svæðinu. Telur Mast því ekki ástæðu til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna atviksins.
Byggðarráð telur mikilvægt að við flutning á riðufé frá uppkomu til þess staðar sem brennsla eigi sér stað þurfi að líta til þess að stærsti hluti Norðurárdalsins upp á Holtavörðuheiði er óafgirtur, lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu og algengt er að sauðfé sé við vegsvæði. Byggðarráð óskar eftir að haldinn verði fundur með fulltrúum Matvælastofnunar þar sem nánari útskýringar verði veittar um viðbrögð Matvælastofnunar við lekanum.

8.Bakhópur á sviði húsnæðismála

2103124

Með erindi 19. mars 2021 barst beiðni um tilnefningu í bakhóp á sviði húsnæðismála frá sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til umræðu í hópnum verða bæði lögbundin og ólögbundin verkefni sveitarfélaga á vettvangi húsnæðismála.
Byggarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, í bakhóp á sviði húsnæðismála.

9.Starfshópur um Ölduna - fundargerðir.

2001115

Erindi frá Starfshópi um starfsemi Öldunnar, hæfingar -og verndaðs vinnustaðar fatlaðra, vegna húsnæðisstöðu starfseminnar.
Byggðarráð er meðvitað um skort Öldunnar á húsnæði en þakkar erindið. Unnið er að ólíkum húsnæðismálum hjá Borgarbyggð þessar vikurnar og mikilvægt að húsnæðismál sveitarfélagsins séu skoðuð í heild sinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi málsins.

10.Landsmót UMFÍ 50+ 2021

2103082

Á 198. fundi fræðslunefndar var eftirfarandi máli vísað til byggðarráðs:

9. Landsmót UMFÍ 50 2021 - 2103082

Lagt fram minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs vegna Landsmóts UMFÍ 50 .

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Farið er yfir kostnaðaráætlun. Framlag Borgarbyggðar yrði 1.820.000. Fræðslunefnd samþykkir erindið og vísar málinu til byggðaráðs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita þessum fjámunum í verkefnið og gera samhliða því viðauka að fjárhæð kr. 1.820.000 vegna kostnaðar við Landsmót UMFÍ 50 .

11.Aðalfundur Veiðifélags Langár 17.apríl.2021

2103151

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem haldinn verður þann 17. apríl n.k.
Byggðarráð tilnefnir Einar Ole Pedersen til þess að vera fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundi veiðifélags Langár.

12.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2103168

Lagt er fram fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 14. apríl 2021, kl. 11:15.
Byggðarráð samþykkir að veita Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra umboð til að mæta til fundarins sem fulltrúi Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:10.