Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

559. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:15 - 11:45 Fundarsal í ráðhúsi, Borgarbraut 14
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Starfsmannahandbók - Þjónustustefna

1902108

Lögð er fram til samþykktar þjónustustefna Borgarbyggðar sem unnin er af starfsfólki sveitarfélagsins.
Framlögð þjónustustefna er unnin út frá gildum sveitarfélagsins í starfsmannamálum: Virðing, áreiðanleiki og metnaður. Leitað var til starfsfólks Borgarbyggðar um áherslur í stefnunni, sem var síðan sett saman af gæða- og mannauðsstjóra. Stefnan var síðan send til rýningar hjá framkvæmdaráði, forstöðumönnum og starfsfólki. Markmið stefnunnar er m.a. að þjónusta og viðmót starfsfólks endurspegli gildi í starfsmannamálum, auka traust íbúa á starfsemi sveitarfélagsins og efla jákvæða ímynd Borgarbyggðar.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þjónustustefnuna og fela sveitarstjóra að innleiða hana i starfsemi sveitarfélagsins.

2.Stjórnsýsla í Borgarbyggð - tilkynning um kvörtun

2103044

Kynning á svarbréfi vegna kvörtunar um stjórnsýslu í Borgarbyggð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á framfæri við ráðuneytið leiðréttingum um fjölda fulltrúa byggingarnefndum og viðbótarupplýsingum varðandi verkstöðu miðað við áramótin 2020-2021.

3.Brákarbraut 25-27 - Greinargerð og kostnaðarmat

2102040

Kynning á greinargerð og kostnaðarmati Verkís vegna Brákarbrautar 25-27.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi byggðarráðs með leigutökum Brákarbrautar 25-27 til þess að kynna nánar efni skýrslunnar með fulltrúum frá skýrsluhöfundum. Stefnt sé að fundi þann 21. apríl nk.

4.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Kynning á aðgerðum slökkviliðsstjóra vegna Brákarbrautar 25-27.
Lagt fram til kynningar.

5.Húsnæðismál Ráðhússins

1909156

Á 558. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að gera kauptilboð í fasteign að Digranesgötu 2. Arion banki hefur samþykkt kauptilboð sveitarfélagsins í eignina, að fjárhæð kr. 245.000.000. Jafnframt hefur sveitarstjóri fengið drög að samningi um leigu á hluta af vesturálmu Bjarnarbrautar 8. Jafnframt eru kynntar þær mótvægisaðgerðir sem þarf að fara í vegna ráðhússins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá ástandsskoðun á fasteigninni að Digranesgötu 2 í samræmi við tilboðið og í kjölfar þess verði hönnun lokið í samstarfi við starfsfólk og kjörna fulltrúa. Enn fremur er sveitarstjóra falið að gera áætlun um framkvæmdir, kostnað og flutninga ráðhúss í hið nýja húsnæði.

Byggðarráð samþykkir leigusamninginn að Bjarnabraut 8 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Byggðarráð samþykkir að fara í þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til í húsnæði sveitarfélagsins að Borgarbraut 14, að sem kosta 1 milljón króna og vísa því til staðfestingar sveitarstjórnar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að viðauka við fjárfestingar og fjárhagsáætlun ársins vegna húsnæðismála ráðhússins sem lagður verður fyrir byggðarráð áður en hann er staðfestur í sveitarstjórn.

6.Rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

2012082

Kynning á mótvægisaðgerðum við Kleppjárnsreykjaskóla í kjölfar síðari skýrslu Eflu verkfræðistofu og auk þess kynning á þeim aðgerðum sem fara þarf í til lagfæringar á húsnæðinu til lengri tíma litið.
Þær mótvægisaðgerðir sem þegar hafa farið fram hafa kostað kr. 2.323.484,- og hafa verið teknar af viðhaldsfé eignasjóðs, en ekki hafði verið áætlað svo mikið fjármagn í viðhald Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild.

Byggðarráð óskar eftir því að fá mat starfsmanna sveitarfélagsins á því hvaða viðhald sé nauðsynlegt að leggja í fyrir næsta skólaár svo mögulegt verði að nýta þennan hluta skólahúsnæðisins undir starfsfólk og nemendur.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdanna og leggja fram á næsta byggðarráðsfundi.

7.Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

1810067

Framlögð skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð. Til fundarins koma Silja Eyrún Steingrímsdóttir, fulltrúi starfshópsins og Hlöðver Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, til þess að kynna efni skýrslunnar.
Byggðarráð fagnar því að skýrsla starfshóps sé tilbúin og þakkar Silju og Hlöðver fyrir kynninguna. Byggðarráð óskar eftir fundi þar sem Verkís kynnir skýrsluna ítarlega fyrir sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í stjórnsýslu Borgarbyggðar.

8.Öryggismál í biðskýlum

2102057

Á 198. fundi fræðslunefndar var eftirfarandi erindi vísað til byggðarráðs.

"Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskólans í Borgarnesi varðandi öryggi í biðskýlum. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins. Málið verður unnið áfram í samráði við skólayfirvöld. Það er lagt til að skoðað verði hvort að hægt verði að bæta lýsingu í biðskýlunum og við skólana. Þá sé einnig kannað hvort að hægt sé að auka öryggið með myndavélum. Er málinu vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta gera verðkönnun á kostnaði við ný biðskýli með bættri lýsingu og möguleika á myndavélaeftirliti. Í kjölfar þess verði málið lagt að nýju fyrir byggðarráð.

Jafnframt verði málinu vísað til ungmennaráðs til umsagnar.

9.Erindi frá GBF - Vindmælingar

2103134

Máli vísað til byggðarráðs af 198. fundi fræðslunefndar:

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólástjóri fer stuttlega yfir þætti málsins. En þetta er atriði sem myndi auka umferðaröryggi nemenda. Málið snýr að því að auka við vindmælingar á skólaaksturleiðinni milli Hvanneyri og að Kleppjárnsreykjum. Búið er að senda erindið til Vegagerðarinnar sem vísar á að sveitafélagið þurfi að vera þátttakandi í kostnaði. Fræðslunefnd telur þetta vera verkefni Vegagerðarinnar og óskar eftir því að byggðarráð fylgi málinu eftir.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leitast eftir því við Vegagerðina að verða við beiðni um vindmælingar við Kvígsstaði og Grjóteyrarhæðinni. Um er að ræða fjölfarinn veg með miklum og hættulegum hviðum.

10.Samstarf safna í Borgarbyggð

2012028

Á 23. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar sem haldinn var 6. apríl sl., var lagt fram erindi Önnu Heiðu Baldursdóttur f.h. Landbúnaðarsafns Íslands og Snorrastofu varðandi samstarf safna í Borgarbyggð. Nefndin bókaði eftirfarandi:

"Nefndin tekur undir að varðsveislusetur væri vel staðsett í Borgarbyggð. Ávinningur væri mikill fyrir öll söfnin í sveitarfélaginu ef slíkt setur myndi rísa í Borgarbyggð. Nefndin mælir með að sveitarfélagið óski eftir fund með mennta- og menningarmálaráðherra um varðveislusetur í Borgarbyggð."

Í kjölfarið fékk sveitarstjóri verkefnastjóra við Safnahús Borgarfjarðar til að vinnameð fylgjandi minnisblað þar sem tekið er undir tillögu atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar.
Byggðarráð telur jákvætt að varðveislusetrið verði í Borgarbyggð. Ítrekar byggðarráð að sveitarfélagið sé tilbúið til þess að koma að verkefninum, til dæmis með því að leggja til lóð undir slíkt varðveislusetur.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með mennta- og menningarmálaráðherra um varðveislusetur í sveitarfélaginu.

11.Sumarstörf námsmanna 2021

2104075

Kynning á átaki Ríkisstjórnar um tímabundin sumarstörf fyrir námsmenn.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í átaki um tímabundin sumarstörf fyrir námsmenn. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa tímabundin sumarstöf fyrir námsmenn 18 ára og eldri í samræmi við átakið og sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni. Enn fremur er sveitarstjóra falið að kanna kostnað sveitarfélagsins á starfsmann, gera tillögu að fjölda sumarstarfsmanna og drög að viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verði fram á fundi byggðarráðs.

12.Hefjum störf - atvinnuátak 2021

2104084

Kynning á átakinu Hefjum störf
Byggðarráð samþykkir þátttöku í átakinu Hefjum störf. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna störf sem henta í átakið og áætla kostnað sveitarfélagsins af þátttöku í átakinu.

13.Nátthagi L201834 - Skilti við heimreið_umsókn

2103004

Umsókn Heidi Laubert Andersen um skilti við heimreið að Nátthaga.
Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. reglugerðar um skráningu staðfanga nr. 577/2017, ber sveitarfélag einungis ábyrgð á merkingu hverfa og götuheita en fasteignareigandi ber ábyrgð á merkingu bæjar- og staðarheita. Enn fremur er vísað til samþykktar um skilti í Borgarbyggð, frá 17. apríl 2008 um umsóknir um skilti o.fl. Með tilliti til framangreinds er ekki forsenda fyrir þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við uppsetningu vegvísa við aðrar fasteignir í dreifbýli en nýjum lögbýlum.

Erindinu er því hafnað.

14.Erindi varðandi gangnamannaskála á Vatnaleið

2103073

Byggðaráð tók fyrir erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs á 556. fundi sínum þann 18.3.2021. Byggðarráð vísaði erindinu til fjallskilanefndar Hítardalsréttar og fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar til umsagnar, áður en ráðið tæki afstöðu til erindisins. Umsagnir hafa borist frá fjallskilanefndum.
Byggðaráð samþykkir að leigja Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs gangnamannaskála á Vatnaleið; Torfhvalastaði og Hítarhólma og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ferðafélagið um útleigu á gangnamannaskálum þar sem kveðið yrði skýrt á um réttindi og skyldur beggja aðila vegna gangnamannaskálanna.

15.Hellulögn Borgarbraut 47-55

2103153

Framlögð drög að verksamningi um Hellulög við Borgarbraut 44-55.
Byggðarráð samþykkir að ráða Sigurgarða í verkefnið hellulögn við Borgarbraut 44-55. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá verksamningi við Sigurgarða um verkið. Áætlað er fyrir verkinu í fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar.

16.Litli-Tunguskógur L219075 - Húsafell - BR.ASK - DSK - Landnotkun

2103130

Á 23. fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar sem haldinn var 6. apríl sl. var tekin fyrir umsókn um breytingu á landnotkun á lóðinni Litli-Tungskógur L219075 ásamt aðal- og deiliskipulagsbreytingu. Skipulags- og byggingarnefnd hafnaði hluta umsóknarinnar en óskaði eftir fundi landeigenda og nefndar til að ræða framtíðaruppbyggingu og landnotkun svæðisins.
Landeigendur munu koma til fundarins, kynna verkefnið fyrir fundarmönnum og ræða framtíðaruppbyggingu og landnotkun svæðisins.
Byggðarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í að fyrirhuguð byggð verði íbúðarbyggð í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Fagnar byggðarráð þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu.

Byggðarráð vísar málinu til skipulags- og byggingarnefnd til frekari umræðu og meðferðar.

17.Fjóluklettur 9 - 11 - Umsókn um lóð

2104073

Framlögð umsókn Fjólukletts ehf um lóðina Fjóluklettur 9-11
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Fjólukletti 9-11 til umsækjanda, Fjólukletts ehf.

18.Beiðni um framlengingu lóðarleigusamnings o.fl.

2103116

Beiðni Borgarlands ehf. um framlengingu lóðarleigusamnings um Borgarbraut 56.
Byggðarráð Borgarbyggðar felur sveitarstjóra að framlengja samning um sameiginleg afnot af lóðinni Borgarbraut 56 við Borgarland ehf., með þeim fyrirvara að Borgarland ehf. leggi áður inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi og stækkun lóðarinnar að Borgarbraut 58-60 svo það nái að fullu utan um viðbyggingu Borgarbrautar 58-60.

19.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2021

2104065

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar verður 27. apríl nk. Veita þarf umboð til þess að fara með atkvæðisrétt fyrir Borgarbyggð vegna aðalfundar.
Byggðarráð veitir Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, umboð til að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

20.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir

2010144

Framlagðar fjórar fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna dags. 11. des.20, 22. jan.21, 19. feb.21, 19. mars 21
Lagt fram til kynningar.

21.Ársfundur Brákarhlíðar 2021

2104082

Framlagt fundarboð á ársfund Brákarhlíðar sem haldinn verður 28. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórnarfulltrúar eru hvattir til þátttöku á fundinum.
Byggðarráð leggur til að næsti fundur byggðarráðs verði miðvikudaginn 21. apríl nk., kl. 08:15.

Fundi slitið - kl. 11:45.