Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

560. fundur 29. apríl 2021 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Rakamyndun í Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

2012082

Á 559. fundi byggðarráðs var óskað eftir mati starfsmanna sveitarfélagsins hvaða viðhald teljist nauðsynlegt fyrir næsta skólaár svo hægt sé að nýta hluta skólahúsnæðisins undir starfsfólk og nemendur. Kristján Finnur Kristjánsson, umsjónarmaður fasteigna kemur til fundarins og kynnir tillögur til viðhalds.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjóra að gera viðauka að fjárhæð kr. 21.500.000,- vegna viðhalds á Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar í samræmi við framlagt mat umsjónarmanns fasteigna sem borið hefur verið undir Eflu verkfræðistofu.

2.Klettaborg könnun á húsnæði vor 2021

2104172

Kynning á niðurstöðum umsjónarmanns fasteigna um ástand fasteignar sveitarfélagsins að Borgarbraut 14, þar sem starfræktur er leikskólinn Klettaborg.
Umsjónarmaður fasteigna upplýsir um niðurstöður á ástandi húsnæðis leikskólans Klettaborgar. Felur byggðarráð honum að fara í þær lagfæringar sem nauðsynlegar eru miðað við skýrslu umsjónarmanns. Lagfæringarnar eru innan viðhaldsáætlunar ársins og því ekki þörf á að gera viðauka. Jafnframt verði óskað eftir að tekið verði sýni til þess að meta loftgæði í húsnæðinu frá Eflu verkfræðistofu.

3.Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu - Borgarbyggð

2101055

Kynning á stöðu vinnu varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.
Í Borgarbyggð eru tvær deildir sem falla undir styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem tekur gildi 1. maí 2021, það eru íþróttamannvirki og búsetuþjónusta. Á báðum vinnustöðum munu breytingarnar þýða aukið stöðugildi.

Þjónusta í búsetunni er metin út frá þjónustuþörf íbúa, breyta þarf lítillega vöktum sem ætti að hafa þau áhrif að það þarf að bæta við u.þ.b. 50% stöðugildi.
Til þess að minnka sem mest viðbótarkostnað af styttingu vinnuvikunnar og til að auðvelda röðun starfsfólks á vaktir tekur byggðarráð ákvörðun um að stytta opnunartíma sundlaugarinnar í Íþróttamiðstöðinni í upphafi dags, þannig að sundlaugin opni kl. 6:30 í stað 6:00. Opnunartími annarrar þjónustu íþróttamiðstöðvarinnar verður óbreyttur. Með þessu yrði viðbótarstöðugildi 50%.

Þar sem ekki er ljóst hver endanlegur kostnaður verður af þeim breytingum sem fylgja styttingu vinnuvikunnar, m.a. breytt vaktaálag o.fl. leggur byggðarráð því til að ekki verði gerður viðauki vegna viðbótarkostnaðarins a.m.k. að svo stöddu þar sem sveitarfélagið hefur ekki áhrif á að stofna til þessa viðbótarkostnaðar, enda er það ákvarðað í kjarasamningum. Ekki liggur fyrir hversu mikinn viðbótarkostnað um er að ræða og viðauka er ekki ætlað til að gera leiðréttingar á rekstri eftir á.

4.Ráðning skólastjóra við Tónlistarskóla Borgarfjarðar

2104169

Ráðning skólastjóra við Tónlistaskólastjóra Borgarfjarðar
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir skólastjóra við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Byggðarráð felur formanni fræðslunefndar að sitja atvinnuviðtöl í starfið og taka þátt í ráðningarferlinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja tillögu um ráðningu tónlistarskólastjóra fyrir byggðarráð sem taki endanlega ákvörðun um ráðningu.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2102077

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa viðaukann og leggja fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

6.Fasteignagjöld 2019 og 2020_ B57 og 59

2006189

Framlagt bréf Nordik lögfræðiþjónustu f.h. Hús & Lóðir ehf og BS-eingir ehf eigendur að Borgarbraut 57 og 59 varðandi fasteignagjöld.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindi Húss & lóða ehf.

7.Bréf ráðherra um fjármál sveitarfélaga á árinu 2021

2104137

Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 13.04.21 þar sem óskað er upplýsinga um fjármál sveitarfélaga í því skyni að fá sem besta mynd af fjárhagslegri stöðu þeirra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

8.10 ára áætlun slökkviliðs Borgarbyggðar

2101133

Framlögð fundargerð frá fundi starfsmanna slökkviliðs Borgarbyggðar og Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð.
Byggðarráð tekur undir með slökkviliðsstjórum og Neista, félagi slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, að í fyrsta forgang verði að slökkviliðið fái allt húsnæðið að Sólbakka 13-15 undir sína starfsemi. Byggðarráð óskar eftir kostnaðarmati á þeim aðgerðum sem fram koma í fundargerð slökkviliðs og félags slökkviliðsmanna.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að því að finna framtíðarhúsnæði fyrir geymslu muna safnahúss. Jafnframt er þess óskað að fagráð slökkviliðsins fjalli um forgangsröðunina.

9.Endurnýjun rammasamninga

2104165

Rammasamningar um bílakaup, prentun og almenna matvöru eru runnir út eða renna út á næstu vikum. Ákvörðun um þátttöku í einstökum rammasamningum eru á hendi byggðarráðs sem metur hvort endurnýja eigi viðkomandi rammasamning byggt á reynslu starfsmanna sem sinna innkaupum og notkun sveitarfélagsins á viðkomandi rammasamningi.
Byggðarráð hafnar aðild að þátttöku Borgarbyggðar í rammasamningum um prentun og almennar matvörur.

10.Flutningur á riðufé í gegnum Borgarbyggð

2103162

Til fundarins kemur Sigurbjörg Bergsdóttir frá Mast til þess að fjalla um leka frá vagni sem flutti riðusmitað sauðfé í gegnum sveitarfélagið.
Í kjölfar útskýringa Matvælastofnunar á aðgerðum í kjölfar þess að mengunarslys varð við þjóðveg 1 innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar felur byggðarráð sveitarstjóra að óska eftir rökstuðningi Matvælastofnunar um ástæður þess að engar aðgerðir voru framkvæmdar til þess að koma í veg fyrir mögulegt riðusmit, hvorki á því svæði sem um ræðir, né með eftirliti á aðliggjandi bæjum þar sem fé er haldið.

11.Kosningar í nefndir og ráð 2021

2102067

Formaður Menningarsjóðs Borgarbyggðar hefur óskað eftir að kosið sé í stjórn sjóðsins líkt og kveðið er á um í 7. gr. skipulagsskrá. Þar stendur eftirfarandi:

"Stjórn sjóðsins er skipuð fimm mönnum sem kjörnir eru af sveitarstjórn Borgarbyggðar. Kosið skal í stjórnina á tveggja ára fresti. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á fjárvörslu hans".

Ekki var kosið í stjórn á síðasta ári líkt og reglurnar kveða á um og því tímabært að gera slíkt á þessum tímapunkti.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skipun stjórnar Menningarsjóðs verði óbreytt og verði skipuð eftirtöldum: Brynja Þorsteinsdóttir, formaður, aðrir nefndarmenn eru Anna Lísa Hilmarsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Jóhanna Möller og Margrét Vagnsdóttir.

12.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindás ehf 5.maí.2021

2104173

Framlagt fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási ehf sem haldinn verður þann 5. maí 2021.
Borgarbyggð tilnefnir Flosa H. Sigurðsson í stjórn Reiðhallarinnar Vindáss ehf. og felur honum að mæta og fara með atkvæði f.h. Borgarbyggðar á aðalfundi Reiðhallarinnar ehf. sem haldinn verður 5. maí n.k.

13.Tilnefningar í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst

2104175

Borgarbyggð ber að skipa einn aðalfulltrúa fulltrúaráð Háskólans á Bifröst til tveggja ára og varamann fulltrúaráðs til eins árs.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tilnefna Guðveigu Eyglóardóttur sem aðalfulltrúa fulltrúaráðs Háskólans á Bifröst til tveggja ára og Friðrik Aspelund sem varamann fulltrúaráðs til eins árs.

14.Umsagnarmál frá Alþingi

2012097

Framlögð 13 umsagnarmál frá Alþingi - mál nr. 708 frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi)
mál nr. 709 frumvarp til laga um breytingu á lögum umverndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku),
mál nr. 715 tillaga til þingsályktunar um endurskoðaðalandsskipulagsstefnu 2015-2026
mál nr. 716 frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla(fagráð eineltismála),
mál nr. 712 frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.,
mál nr. 707 tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands
mál nr. 713 frumvarp tillaga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur),
mál nr. 705 tillögu til þingsályktunar um endurskoðaðalandsskipulagsstefnu 2015-2026,
mál nr. 645tillögu til þingsályktunarum lýðheilsustefnu til ársins 2030,
mál nr. 668 frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga),
mál nr. 702 frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð,
og mál nr. 539 tillaga til þingsályktunar um skráð asambúð fleiri en tveggja aðila,
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 11:00.