Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

561. fundur 06. maí 2021 kl. 08:15 - 13:05 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2102077

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun 2021
Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri, kynnti drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2021. Í viðaukanum er m.a. tekið á breytingum á launakostnaði vegna ýmissa stofnana, samning við Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar, Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri, sérfræðiþjónustu í skipulagsmálum, aukið viðhald í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum og úttektum á húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Enn fremur eru lagðar til breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun, með hækkun upp á 26 milljónir.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa lokaútgáfu af viðaukanum og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.

2.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Kynning starfsmanna á þörfum og valkostum varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.
Fyrir liggur að sveitarfélagið stendur frammi fyrir mikilli áskorun til þess að finna framtíðarhúsnæði undir starfsemi stofnana sveitarfélagsins, þ.m.t. áhaldahús, Ölduna, dósamóttöku, húsnæði ráðhússins, slökkvilið Borgarbyggðar, geymslu fyrir safnahús o.fl. Á fundinum var farið yfir þá möguleika sem starfsmenn ráðhússins telja að séu til staðar. Stefnt er að því að halda vinnufund með sveitarstjórn í komandi viku til þess að fara yfir húsnæðismál.

3.Byggingarnefnd Leikskólans Hnoðrabóls - fundargerðir

1810004

Á 23. fundi byggingarnefndar leik- og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum var bókað að leggja til við byggðarráð, hvað varðar byggingu eða endurbætur á húsakosti grunnskóla Kleppjárnsreykja, að í stað endurbóta á elsta hluta húsnæðisins verði farið í nýbyggingu og jafnframt að lokið verði við þarfagreiningarvinnu sem hafin var hvað grunnskólann varðar.

Byggðarráð tekur undir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að láta fullvinna þarfagreiningu fyrir grunnskóladeild Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.

4.Eftirlitsmyndavélar

1804141

Á árinu 2018 var farið af stað með það verkefni að skoða mögulega uppsetningu á eftirlitsmyndavélakerfi á aðkomuvegum inn í sveitarfélagið. Umræður skulu fara fram um framgang verkefnisins.
Byggðarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar verkefninu til fjárhagsáætlunargerðar.

5.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindás ehf 5.maí.2021

2104173

Lögð fram beiðni stjórnar Reiðhallarinnar Vindási ehf um að heimild til afskriftar á skuld Seláss ehf við félagið.
Niðurfelling skulda Reiðhallarinnar Vindás ehf. gagnvart Selási ehf. hefur ekki áhrif á fjárhag Borgarbyggðar þar sem skuldin hefur þegar verið færð niður í bókum félaganna. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að heimila stjórn Reiðhallarinnar Vindás ehf. að afskrifa skuld Seláss ehf. að fjárhæð 19,3 miljónir.

6.Bonn áskorunin. Endurheimt skógarlands

2104203

Lagður er fram tölvupóstur Hreins Óskarssonar f.h. Skógræktarinnar og Gústavs M. Ásbjörnssonar, f.h. Landgræðslunnar, dags. 28. apríl sl., með boði um þátttöku í Bonn áskornuninni sem er aðlþjóðlegt átak um endurheimt skóga.
Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

7.Tilfærsla fjármagns af fjárhagsáætlun yfir á framkvæmdaáætlun

2105006

Óskað er eftir heimild byggðarráðs til að færa fjármagn til göngustígagerðar af viðhaldsáætlun yfir á framkvæmdaáætlun ársins 2021.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til viðaukagerðar.

8.Hlutir í Límtré-Vírnet, áhugi á sölu hluta

2105013

Leitað hefur verið til Borgarbyggðar um kaup á hlutafé sveitarfélagsins í Límtré Vírneti ehf.
Byggðarráð tekur vel í tillöguna um sölu á hlutafé sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að selja hluti sína í Límtré Vírnet, að nafnverði kr. 250.000,-, í samræmi við samþykktir Límtré Vírnets, með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.

9.Mávaklettur 10 - Umsókn um lóð

2104102

Framlögð umsókn Gunnars Viðars Gunnarssonar Borgarbraut 30 um lóðina Mávaklettur 10
Framlagðar umsóknir Birkis Más Gunnarssonar, Gunnars Viðars Gunnarssonar, Bjarka Þórs Gunnarssonar, Bjarna Freys Gunnarssonar, Kristínar Ólafsdóttur og Ingólfs Jóns Eiríkssonar um lóðina að Mávakletti 10, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Mávaklettur 10. Lóðarhafi: Birkir Már Gunnarsson. Til vara: Bjarki Þór Gunnarsson.

10.Mávaklettur 10 - Umsókn um lóð

2104103

Framlögð umsókn Kristínar Ólafsdóttur Borgarbraut 30 um lóðina Mávaklettur 10.
Framlagðar umsóknir Birkis Más Gunnarssonar, Gunnars Viðars Gunnarssonar, Bjarka Þórs Gunnarssonar, Bjarna Freys Gunnarssonar, Kristínar Ólafsdóttur og Ingólfs Jóns Eiríkssonar um lóðina að Mávakletti 10, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Mávaklettur 10. Lóðarhafi: Birkir Már Gunnarsson. Til vara: Bjarki Þór Gunnarsson.

11.Mávaklettur 10 - Umsókn um lóð

2104109

Framlögð umsókn Ingólfs Jóns Eiríkssonar Arnarkletti 21 um lóðina Mávaklett 10.
Framlagðar umsóknir Birkis Más Gunnarssonar, Gunnars Viðars Gunnarssonar, Bjarka Þórs Gunnarssonar, Bjarna Freys Gunnarssonar, Kristínar Ólafsdóttur og Ingólfs Jóns Eiríkssonar um lóðina að Mávakletti 10, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Mávaklettur 10. Lóðarhafi: Birkir Már Gunnarsson. Til vara: Bjarki Þór Gunnarsson.

12.Mávaklettur 10 - Umsókn um lóð

2104182

FRamlögð umsókn Biirkis Más Gunnarssonar Grænhól, Akureyri , um lóðina Mávaklett 10
Framlagðar umsóknir Birkis Más Gunnarssonar, Gunnars Viðars Gunnarssonar, Bjarka Þórs Gunnarssonar, Bjarna Freys Gunnarssonar, Kristínar Ólafsdóttur og Ingólfs Jóns Eiríkssonar um lóðina að Mávakletti 10, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Mávaklettur 10. Lóðarhafi: Birkir Már Gunnarsson. Til vara: Bjarki Þór Gunnarsson.

13.Mávaklettur 10 - Umsókn um lóð

2104188

Framlögð umsókn Bjarka Þórs Gunnarssonar Hrossholti um lóðina Mávaklettur 10
Framlagðar umsóknir Birkis Más Gunnarssonar, Gunnars Viðars Gunnarssonar, Bjarka Þórs Gunnarssonar, Bjarna Freys Gunnarssonar, Kristínar Ólafsdóttur og Ingólfs Jóns Eiríkssonar um lóðina að Mávakletti 10, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Mávaklettur 10. Lóðarhafi: Birkir Már Gunnarsson. Til vara: Bjarki Þór Gunnarsson.

14.Mávaklettur 10 - Umsókn um lóð

2104199

Framlögð umsókn Bjarna Freys Gunnarssonar Borgarbraut 30 um lóðina Mávaklettur 10.
Framlagðar umsóknir Birkis Más Gunnarssonar, Gunnars Viðars Gunnarssonar, Bjarka Þórs Gunnarssonar, Bjarna Freys Gunnarssonar, Kristínar Ólafsdóttur og Ingólfs Jóns Eiríkssonar um lóðina að Mávakletti 10, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Mávaklettur 10. Lóðarhafi: Birkir Már Gunnarsson. Til vara: Bjarki Þór Gunnarsson.

15.Ugluklettur 2 og 4 - Umsókn um lóð

2104107

Framlögð umsókn Eiríks Ingólfssonar ehf um lóðirnar Ugluklett 2 og 4.
Byggðarráð samþykkir umsókn Eiríks Ingólfssonar ehf. um lóðirnar Ugluklett 2 og Ugluklett 4.

16.Skipulagsmál við Brákarhlíð

1911134

Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimila, Jón Guðbjörnsson og Guðsteinn Einarsson mætir til fundarins til að ræða hugmyndir að breytingum í tengslum við deiliskipulag í kringum Brákarhlíð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða nánar við fulltrúa Brákarhlíðar ásamt skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins varðandi hugmyndir um breytingar á deiliskipulagi.

17.Ísland ljóstengt - samningur 2021

2105009

Lagður er fram tölvupóstur Ottós V. Winther, f.h. skrifstofu stafrænna samskipta hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 3. maí sl., ásamt samningi "Ísland ljóstengt", milli Fjarskiptasjóðs og Borgarbyggðar, um framlengingu á gildistíma samnings frá árinu 2019 um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli, ásamt undirrituðum samningi.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta samninginn.

18.Samningur um auknar eldvarnir

2105017

Lagt fram samkomulag við Eldvarnabandalagið um samstarf um aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits í stofnunum Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samkomulag um samstarf um aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnareftirlits í stofnunum Borgarbyggðar og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.

19.Kynning Óbyggðanefndar á kröfum um þjóðlendur í Hítardal

2104051

Kynning á kröfum óbyggðanefndar vegna þjóðlendna í Hítardal.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna nánar stöðu sveitarfélagsins og hvort sveitarfélagið skuli taka til varna fyrir hönd Borgarbyggðar.

20.Þjóðlendukröfur - niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B

1611229

Kynning á niðurstöðum héraðsdóms Vesturlands í tveimur þjóðlendumálum, E-76/2017 og E-78/2017. Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, lögmaður, kemur til fundar og fer yfir niðurstöðu málanna og möguleikum við áfrýjun.
Byggðarráð felur Friðbirni Eiríki Garðarssyni, lögmanni að áfrýja dómum héraðsdóms Vesturlands nr. E- 76/2017 og E-78/2017 til Landsréttar og sækja um gjafsókn fyrir hönd Borgarbyggðar.

21.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021

2102005

Lögð er fram fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 30. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

22.Tillaga um breytingu á fundartíma sveitarstjórnar

2003172

Næsti fundur sveitarstjórnar kemur upp á lögbundinn frídag. Ákveða þarf nýjan fundartíma fyrir fund sveitarstjórnar.
Fulltrúar byggðarráðs eru sammála um að flytja fund sveitarstjórnar fram á miðvikudaginn 12. maí n.k. kl. 16:00.

23.Hvalfjarðarsveit - Beiðni um samning vegna barnaverndarþjónustu og annarrar félagsþjónustu Borgarbyggðar

2010038

Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir að aðild að sveitarfélagsins að barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala verði framlengd til tveggja ára.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðan samning við Hvalfjarðarsveit um aðild að barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala, til tveggja ára.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna framlagðan samning fyrir Skorradalshrepp og Dalabyggð.

Fundi slitið - kl. 13:05.