Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Húsnæðismál Borgarbyggðar
2102100
Áframhaldandi umræður af vinnufundi sveitarstjórnar um húsnæðismál.
Á vinnufundi sveitarstjórnar, sem haldinn var 18. maí sl. voru málefni þeirra stofnana sem ekki eru í tryggu húsnæði til framtíðar rædd ítarlega. Væntanleg er skýrsla frá Eflu um ástand Digranesgötu 2, en sveitarstjórn fékk kynningu á drögum að skýrslunni. Sveitarstjóra er falið að halda áfram samningaviðræðum við Arion banka vegna húsnæðisins. Jafnframt var rætt um framtíðarhúsnæði fyrir dósamóttöku og hæfingu Öldunnar, áhaldahús ásamt geymsluhúsnæði fyrir safnahús Borgarbyggðar. Sveitarstjóra er falið að vinna að þeim möguleikum sem ræddir voru, með nánar útfærðar lausnir hvað varðar málefni einstakra stofnana fyrir fund byggðarráðs 3. júní nk.
2.Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining
2105052
Framlögð kostnaðaráætlun vegna rannsóknarverkefnis Smoties vegna fyrirhugaðrar vinnu við Aðalskipulag Borgarbyggðar. Lagt sé upp með að vinna Smoties snúi fyrst og fremst að eldri hluta Borgarness þar sem gerð verði söguleg, borgarformfræðileg og umhverfissálfræðileg rannsókn. Framkvæmdar verða kannanir út frá spurningalistum sem beint er til íbúa og gesta.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru ætlaðar bæjaryfirvöldum og skipulagshönnuðum með það að leiðarljósi að nýtast sem undirstaða fyrir hönnunarvinnu sem byggir á sátt við umhverfi og íbúa. Mun þessi vinna nýtast við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem stendur yfir. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu sem greiðir helming kostnaðar á móti Borgarbyggð.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru ætlaðar bæjaryfirvöldum og skipulagshönnuðum með það að leiðarljósi að nýtast sem undirstaða fyrir hönnunarvinnu sem byggir á sátt við umhverfi og íbúa. Mun þessi vinna nýtast við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem stendur yfir. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu sem greiðir helming kostnaðar á móti Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu enda mun það nýtast inn í aðalskipulagsvinnu Borgarbyggðar. Ekki er þörf á viðauka vegna verkefnisins.
3.Ráðgjafavinna á sviði upplýsingatækni - upplýsingatæknistefna
2006197
Kynning á stöðu vinnu sérfræðings í upplýsingatækni um endurskipulagningu upplýsingatæknimála sveitarfélagsins.
Guðmundur Jósepsson mætti til fundar og kynnti stöðu verkefnis varðandi upplýsingatæknimál sveitarfélagsins.
4.Áhættuskoðun Vesturlands 2020 - Almannavarnanefnd Vesturlands
2105075
Lögð eru fram drög að áhættuskoðun Vesturlands, sem unnin er fyrir Almannavarnanefnd Vesturlands og óskað eftir athugsemdum byggðarráðs ef einhverjar eru.
Byggðarráð telur mikilvægt að áhættuskoðun fyrir Vesturland ljúki og felur sveitarstjóra að koma athugasemdum við áhættuskoðun Vesturlands til skila til almannavarnarnefndar.
5.Beiðni lögreglustjóra um heimild til æfinga og skotprófa að Ölduhrygg
2103072
Beiðni lögreglustjórans á Vesturlandi um rýmkun á tíma til skotæfinga við Ölduhrygg.
Byggðarráð samþykkir að rýmka tíma lögreglunnar til skotæfinga tímabundið milli kl. 9 og 16, virka daga fram til 1. september 2021.
Taka ber fram að leyfi til þess að nýta landsvæðið í þessum tilgangi felur ekki í sér veitingu starfsleyfis, enda er sveitarfélagið ekki bært til þess að veita slíkt leyfi, heldur heilbrigðiseftirlit í umdæminu.
Taka ber fram að leyfi til þess að nýta landsvæðið í þessum tilgangi felur ekki í sér veitingu starfsleyfis, enda er sveitarfélagið ekki bært til þess að veita slíkt leyfi, heldur heilbrigðiseftirlit í umdæminu.
6.Aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum - sumarstörf
2105122
Lagður er fram tölvupóstur Maríu Ingibjargar Kristjánsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. apríl sl., þar sem lagt er til að ráðinn sé námsmaður með háskólamenntun í sumarstarf sem snýr að aðgengismálum hjá sveitarfélögum. Sumarstarfið var þróað í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalags Íslands sem munu styðja við sumarstarfsmennina sem ráðnir verða í verkefnið með fræðslu og reglulegum fundum. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf mun aðgengisfulltrúi gera tillögu að aðgerðaráætlun.
Borgarbyggð auglýsti eftir sumarstarfsmanni í verkefnið og hefur verið sótt um starfið og hyggst ráða viðkomandi til verkefnisins.
Borgarbyggð auglýsti eftir sumarstarfsmanni í verkefnið og hefur verið sótt um starfið og hyggst ráða viðkomandi til verkefnisins.
Byggðarráð fagnar verkefninu og felur sveitarstjóra að vinna að því að aðgengisfulltrúinn fái aðstoð við vinnslu aðgerðaráætlunar um úrbætur aðgengismála, verði þörf þar á. Ljóst er að verkefnið mun skila vinnu fyrir sveitarfélagið sem nýtist við áætlanagerð í aðgengismálum sveitarfélagsins.
7.Rally - beiðni um leyfi fyrir lokun
2105124
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstur á leiðinni um Kaldadal og Uxahryggi þann 26. júní nk.
8.Stjórnsýsla í Borgarbyggð - tilkynning um kvörtun
2103044
Kynning á svarbréfi til ráðuneytis vegna ábendinga sem fram komu á 559. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar.
9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2021
2102086
Framlögð fundargerð 166. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 5.maí 2021 ásamt tillögu að breytingum á samþykktum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samþykktir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2021
2103074
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur boðað til framhaldsaðalfundar 20. maí 2021.
Byggðarráð felur Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, að mæta til fundarins f.h. Borgarbyggðar og fara með atkvæði sveitarfélagsins.
11.Umsókn um lóð - Arnarflöt 6
2105099
Framlögð umsókn Vigfúsar Ægis Vigfússonar um lóðina Arnarflöt 6 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Arnarflöt 6, Hvanneyri, til umsækjanda, Vigfúsar Ægis Vigfússonar.
12.Umsókn um lóð - Lóuflöt 2
2105076
Framlögð umsókn Írisar Sigmarsdóttur um lóðina Lóuflöt 2 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni að Lóuflöt 2, Hvanneyri, til umsækjanda, Írisar Sigmarsdóttur.
13.Samningur um atvikaskráningar á óhöppum og slysum
2105018
Lagður fram samningur við Vátryggingafélag Íslands um skráningu á slysum og óhöppum sem upp koma í starfsemi fyrirtækja og stofnana Borgarbyggðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
14.Samningar um gagnkvæma aðstoð milli SB og SHB
2105033
Framlagðir samningar um gagnkvæma aðstoð milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
15.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2021
2105060
Framlagt fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn var 19. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
16.Aðalfundur Límtré Vírnet ehf
2105041
Framlagt fundarboð á aðalfund Límtré Vírnet sem haldinn verður þann 20. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
17.XXXVI. landsþing Sambands ísl sveitarfélaga
2101132
Framlagð fundarboð á XXXVI. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 21. maí n.k. í fjarfundi.
Kjörnir fulltrúar Borgarbyggðar eru Guðveig Lind Eyglóardóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri hefur jafnframt heimild til að mæta til þingsins.
18.Hafnasamband Íslands_fundargerðir
2010147
Framlög fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 30.apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
19.Umsagnarmál frá Alþingi
2012097
Framlögð tvö mál frá nefndasviði Alþingis - mál 597 -frumvarp til laga um fjöleignarhús, og mál 762- barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.