Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2021
2103132
Lagður fram samanburður rekstrar og framkvæmda við fjárhagsáætlun fyrir fjóra fyrstu mánuði ársins
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum samanburðar á rekstrar- og framkvæmdakostnaði til samanburðar við áætlun fyrstu fjóra mánuði ársins. Brugðist hefur verið við þeim frávikum sem fram koma með viðaukum sem samþykktir voru í maí.
2.Starfsmannamál 2021
2103094
Framlagt erindi um málsmeðferð starfsmanns Borgarbyggðar vegna umsagnar um rekstrarleyfi.
Byggðarráð felur forseta sveitarstjórnar að svara framkomnu erindi.
3.Húsnæðismál Ráðhússins
1909156
Framlagt tilboð í Borgarbraut 14 um skipti á Borgarbraut 14 og landi við Seleyri.
Byggðarráð hafnar tilboðinu um land á Seleyri í skiptum fyrir Borgarbraut 14.
4.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2021
2105166
Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fella niður fund í júlí vegna sumarleyfa. Síðasti sveitarstjórnarfundur fyrir sumarleyfi verði því 10. júní og fyrsti eftir sumarleyfi verði 12. ágúst.
Byggðarráð staðfestir að fella niður fund byggðarráðs sem halda ætti 17. júní og að fundir byggðarráðs verði haldnir annan hvorn fimmtudag í júlí, þ.e. 8. júlí og 22. júlí. Fundir verði með reglubundnum hætti þar fyrir utan.
Byggðarráð gerir ráð fyrir að nefndir sveitarfélagsins fundi alla jafna ekki í júlí, nema starfsmenn og formaður nefnda telji ekki mögulegt að fella niður fund.
Byggðarráð staðfestir að fella niður fund byggðarráðs sem halda ætti 17. júní og að fundir byggðarráðs verði haldnir annan hvorn fimmtudag í júlí, þ.e. 8. júlí og 22. júlí. Fundir verði með reglubundnum hætti þar fyrir utan.
Byggðarráð gerir ráð fyrir að nefndir sveitarfélagsins fundi alla jafna ekki í júlí, nema starfsmenn og formaður nefnda telji ekki mögulegt að fella niður fund.
5.Sundlaugar í Borgarbyggð - opnunartími fyrir 2021
2104194
Umræða um opnunartíma í sundlaugum Borgarbyggðar í sumar.
Á 560. fundi byggðarráðs sem haldinn var 29. apríl sl. var ákveðið að stytta opnunartíma sundlaugarinnar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi þannig að sundlaugin opni kl. 6:30 í stað 6:00.
Sveitarfélaginu bárust athugasemdir vegna þessa frá íbúum. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs funduðu þann 17. maí með þeim einstaklingum sem mest hafa nýtt sér morgunopnun sundlauganna.
Byggðarráð hefur fullan skilning á aðstæðum og athugasemdum frá þessum hópi íbúa og vegna athugasemdanna er stefnt að því að endurskoða opnunartíma sundlaugarinnar í Borgarnesi í tengslum við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2022 og jafnframt þegar endanleg útfærsla á styttingu vinnuviku fyrir vaktavinnufólk verður ljós.
Sveitarfélaginu bárust athugasemdir vegna þessa frá íbúum. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs funduðu þann 17. maí með þeim einstaklingum sem mest hafa nýtt sér morgunopnun sundlauganna.
Byggðarráð hefur fullan skilning á aðstæðum og athugasemdum frá þessum hópi íbúa og vegna athugasemdanna er stefnt að því að endurskoða opnunartíma sundlaugarinnar í Borgarnesi í tengslum við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2022 og jafnframt þegar endanleg útfærsla á styttingu vinnuviku fyrir vaktavinnufólk verður ljós.
6.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2021
2103074
Framlögð fundargerð frá aukaaðalfundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 20. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
7.Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítá 31.5.2021
2105143
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítá sem haldinn verður 31. maí 2021.
Byggðarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra til þess að mæta á aðalfundinn f.h. Borgarbyggðar.
8.Veiðifélag Norðurár - Aðalfundarboð 3.6.2021
2105158
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður þann 3. júní 2021.
Byggðarráð tilnefnir Þuríði Guðmundsdóttir til þess að mæta til aðalfundarins f.h. Borgarbyggðar.
9.Samtal við UMSB
2105167
Fulltrúar frá UMSB koma til fundar
Byggðarráð þakkar stjórn UMSB fyrir góðar og málefnalegar umræður.
10.Umsagnarmál frá Alþingi
2012097
Framlögð 3 mál frá nefndasviði Alþingis, mál nr. 612. mál.- tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að aukaframboð og neyslu grænkerafæðis, 720. mál. tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyriraldraðra og 640. mál. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- ogreglugerðarumhverfi sjókvíaeldis.
Lagt fram til kynningar.
11.Öldungaráð Borgarbyggðar - fundargerð 20.5.2021
2105156
Framlögð fundargerð Öldungaráðs Borgarbyggðar frá 20. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
12.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir
2010144
Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna hf. nr. 205 frá 23. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.