Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

564. fundur 03. júní 2021 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.10 ára áætlun slökkviliðs Borgarbyggðar

2101133

Á 560. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var framkominni forgangsröðun fjárfestinga fyrir slökkvilið Borgarbyggðar vísað til fagráðs slökkviliðsins. Fagráð slökkviliðsins tók málið fyrir á fundi sínum þann 25. maí sl. og samþykkti framkomna forgangsröðun og fól slökkviliðsstjórum að kostnaðarmeta einstaka liði forgangsröðunarinnar. Því kostnaðarmati er lokið og er málið lagt að nýju fyrir byggðarráð.
Byggðarráð þakkar forgangsröðun fjárfestinga fyrir slökkvilið Borgarbyggðar og tekur jákvætt í erindið. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir fjárfestingunum í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins 2021 sem samþykkt var í lok árs 2020. Byggðarráð vísar tillögunum til fjárhags- og fjárfestingaráætlunar 2022.

2.Friðlýsingar Borgarvogs

2009086

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu Borgarvogsins sem friðlands í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013. Frestur til þess að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 14. júlí nk. Taka þarf ákvörðun um hverjum skuli falið að vinna athugasemdir fyrir hönd Borgarbyggðar og jafnframt að taka ákvörðun um tímasetningu íbúafundar um friðlýsingu Borgarvogs.
Byggðarráð telur mikilvægt að kannað verði hvort friðlýsing Borgarvogsins hafi áhrif á skipulagsmál og uppbyggingu á svæðinu við Borgarvoginn til framtíðar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja íbúafund til að kynna tillögu að friðlýsingu Borgarvogsins sem friðlands og að gera tillögur að athugasemdum fyrir hönd Borgarbyggðar og leggja fyrir byggðarráð.

3.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Haldinn var fundur með leigutökum í Brákarey, ásamt slökkviliði Borgarbyggðar og fulltrúum Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar 2. júní sl. Kynning á umræðum á fundinum og ákvörðun um næstu skref.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja fund með þeim leigjendum sem óska eftir fundi um framtíðarsýn þeirra og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því.

4.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Sveitarstjóri kynnir áframhaldandi vinnu vegna húsnæðismála í sveitarfélaginu og þær lausnir sem unnið hefur verið að vegna málefna einstakra stofnana. Kynntar eru samningaviðræður vegna Digranesgötu 2 og húsnæðis fyrir dósamóttöku og áhaldahús á Sólbakka.
Á 559. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að fá ástandsskoðun á fasteigninni að Digranesgötu 2 í samræmi við samþykkt tilboð Borgarbyggðar í fasteignina. Kaupverð samkvæmt kauptilboði er samtals kr. 245.000.000,-, til greiðslu á árunum 2021 og 2022. Ástandsskoðunin er framkomin. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi við Arion banka, m.t.t. ástandsskoðunarinnar og leggja fyrir sveitarstjórn auk þess að undirbúa viðauka vegna kaupanna sem lagður verður fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Sveitarstjóra er enn fremur falið að ljúka hönnun húsnæðisins innandyra og gera kostnaðarmat á þeim framkvæmdum.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að leigusamningi vegna húsnæðis fyrir dósamóttöku og áhaldahús.

Byggðarráð óskar jafnframt eftir því að lagt verði fram minnisblað á næsta fundi byggðarráðs varðandi þarfagreiningu fyrir hæfingarhluta Öldunnar og mögulega nýtingu húsnæðis í eigu Borgarbyggðar fyrir þá starfsemi.

5.Stjórnsýslukæra nr. 71_2021

2106003

Framlögð tilkynning Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála um stjórnsýslukæru Ikan ehf. varðandi lokun húsnæðis í Brákarey dags. 30.5.2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn greinargerð vegna framkominnar kæru Ikan ehf.

6.Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi

2105174

Lagt er fram erindi, dags. 18. maí sl., mótshaldara Fjórðungsmóts Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi þann 7.-11. júlí n.k. þar sem óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar.
Byggðarráð tekur vel í að sinna fegrun umhverfis og slætti á mótssvæðinu, setja fánaborgir sveitarfélagsins á mótssvæðið og undirbúa hluta af túnum að Kárastöðum undir tjaldsvæði, eins og hægt verður. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram með málið og gera samning við Hestamannafélagið Borgfirðing vegna þess. Byggðarráð leggur áherslu á að beiðnum sem þessum sé komið á framfæri við sveitarfélagið ári áður en mót er haldið svo hægt sé að gera ráðstafanir tímanlega og gera ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlunum.

7.Fjárhagsáætlun 2022

2106002

Lögð fram drög að tímaáætlun fyrir vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Lagt fram til kynningar.

8.Húsnæðismál leikskóla

2009030

Á fjárfestingaráætlun fyrir árið 2021 hefur fjármunum verið ráðstafað í hönnun á viðbyggingu við fyrirliggjandi leikskóla í Borgarnesi. Ákveða þarf næstu skref varðandi hönnun og uppbyggingu leikskóla í Borgarbyggð.
Í framhaldi af skýrslu starfshóps um framtíðarsýn í leikskólamálum í Borgarnesi sem kynnt var í byggðarráði og fræðslunefnd um miðjan október 2020 felur byggðarráð sveitarstjóra að láta rýna mannfjöldaspá Borgarbyggðar og uppfæra áætlun um þörf á leikskólaplássum. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun barna á leikskólaaldri geti verið á bilinu 7-20 til ársins 2030, ýmist út frá mannfjöldaspá eða áætlaðri uppbyggingu íbúða í Borgarnesi. Frá því tölfræðin var unnin um áætlaða þörf á leikskólaplássum hefur þurft að fjölga leikskólaplássum í Borgarnesi um 10 og því mikil þörf að rýna áætlaða þróun áður en farið er í hönnun leikskólahúsnæðis.

9.Uppbyggingu íþróttamannvirkja

1906201

Fyrir liggur skýrsla starfshóps um íþróttamannvirki þar sem vinna hefur verið unnin hvað varðar staðsetningu á nýju íþróttahúsi og staðsetningu fyrir nýjan gervigrasvöll. Ákveða þarf næstu skref við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og er málið því lagt að nýju fyrir byggðarráð.
Síðar í dag fá sveitarstjórnarfulltrúar kynningu á skýrslu starfshóps um íþróttamannvirki í Borgarbyggð. Þar koma fram næstu skref við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta frumhanna svæði íþróttamannvirkja á því svæði sem íþróttamannvirki Borgarbyggðar í Borgarnesi eru m.t.t. nýrra bygginga samkvæmt skýrslunni. Byggðarráð felur sveitarstjóra einnig að undirbúa íbúakynningu á skýrslu um uppbyggingu íþróttamannvirkja.

10.Flutningur á riðufé í gegnum Borgarbyggð

2103162

Á 560. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var til umfjöllunar mengunarslys sem varð þar sem lak frá vagni sem flutti riðusmitað sauðfé, sem búið var að skera niður. Sveitarstjóra var falið að óska eftir rökstuðningi Matvælastofnunar um ástæður þess að engar aðgerðir voru framkvæmdar til þess að koma í veg fyrir mögulegt riðusmit, hvorki á því svæði sem um ræðir né með eftirliti á aðliggjandi bæjum þar sem fé er haldið. Óskað var eftir rökstuðningi með bréfi dags. 7. maí 2021. Rökstuðningur barst frá Matvælastofnun þann 26. maí 2021. Taka þarf afstöðu til þess hvort gera eigi frekari kröfur vegna mengunarslyssins gagnvart Matvælastofnun.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar þegar frekari gögn hafa borist vegna málsins.

11.Bonn áskorunin. Endurheimt skógarlands

2104203

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar tók málefni Bonn áskorunarinnar fyrir á 24. fundi sínum þann 20. maí 2021 þar sem gerð var eftirfarandi bókun:

"Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og telur vert að skoða hvaða landsvæði gætu hentað fyrir slíkt verkefni. Nefndinni finnst samt sem áður óljóst hvort einungis er um að ræða land í eigu sveitarfélagsins, eða hvort verkefnin eru í samstarfi sveitarfélags og annarra landeigenda."

Málið er því lagt að nýju fyrir byggðarráð til ákvörðunar.
Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar því til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.

12.Upplýsingamiðstöðin í Ljómalind

2105196

Lagt fram erindi frá Agnesi Óskarsdóttur, dags. 28. maí 2021, f.h. Ljómalindar þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir upplýsingamiðstöð ferðamanna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning við Ljómalind fyrir árið 2021 og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

13.Framkvæmdastyrkur til íþrótta- og tómstundafélaga 2021

2105201

Fyrir liggja umsóknir um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga 2021. Taka þarf ákvörðun um úthlutun framkvæmdastyrkja.
Byggðarráð samþykkir tillögu að úthlutun framkvæmdastyrkja.

Byggðarráð samþykkir að öll verkefni sem uppfylla skilyrði fyrir styrknum verði styrkt um sama hlutfall efniskostnaðar.

Heildarupphæð umsókna sem bárust og uppfylla skilyrði er kr. 24.338.050 sem felst í efniskostnaði við framkvæmdirnar. Heildarfjármagn til úthlutunar skv. fjárhagsáætlun eru kr. 4.000.000. Reiknað er með sjálfboðaliðavinnu félagsmanna. Eftirfarandi félög fengu úthlutað styrk:

Ungmennafélagið Dagrenning: Kr. 642.942.
Hestamannafélagið Borgfirðingur: Kr. 1.114.301.
Ungmennafélagið Íslendingur: Kr. 225.491.
Golfklúbburinn Glanni: Kr. 484.838.
Golfklúbbur Borgarness: Kr. 1.532.428.

Forsenda útgreiðslu hvað varðar Golfklúbbinn Glanna og Golfklúbb Borgarness er að fullnægjandi framkvæmdaáætlun verði send sveitarfélaginu eigi síðar en 10. júní nk.

Í reglum um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð eru styrkhæf verkefni framkvæmdir íþrótta- og tómstundafélaga til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði í eigu félags.

14.Skráning byggingarfulltrúa hjá HMS

2105148

Núverandi byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hefur látið af störfum. Af þeim sökum þarf að tilkynna um byggingarfulltrúa til bráðabirgða til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, meðan ráðningarferli stendur yfir á nýjum byggingarfulltrúa.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Guðný Elíasdóttir verði skráð byggingarfulltrúi Borgarbyggðar.

15.Samtal við starfsmenn stjórnsýslusviða

2105169

Starfsmenn fjölskyldusviðs koma til fundar með byggðarráði.
Byggðarráð þakkar starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir umræðuna á fundinum.

16.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022

2106004

Framlögð ályktun Félags atvinnurekenda dags. 1. júní 2021 um fyrirsjáanlega hækkun fasteignagjalda á næsta ári.
Lagt fram til kynningar.

17.Breytingar á jarðalögum 2021 - bréf

2105198

Kynning á breytingu á jarðalögum sem tekur gildi 1. júlí nk.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð vísar breytingunum til kynningar í skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

Fundi slitið - kl. 12:00.