Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

565. fundur 24. júní 2021 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hlöðver Ingi Gunnarsson kom til fundarins undir þessum lið.

1.Ráðning skólastjóra við Tónlistaskóla Borgarfjarðar

2104169

Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um ráðningu skólastjóra Tónlistaskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til þess að ganga til samninga við Sigfríði Björnsdóttur til þess að gegna starfi skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Hlöðver Ingi Gunnarsson kom til fundarins undir þessum lið.

2.Breyting á stöðuhlutfalli hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

2106031

Starfsmaður fjölskyldusviðs í fötlunarmálum mun láta af störfum á næstu vikum. Starfsmaðurinn hefur verið í 80% stöðugildi fram til þessa. Óskað er eftir heimild til þess að staðan verði auglýst sem heilt stöðugildi til þess að tryggja að sem fjölbreyttastar umsóknir berist sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir tillögu um að auka stöðugildi hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins í fötlunarmálum úr 80% í 100%.

3.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Til fundarins kemur Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs til þess að kynna drög að þarfagreiningu vegna Grunnskóla Borgarfjarðar, kleppjárnsreykjadeild.
Byggðarráð vísar drögum að þarfagreiningu til umsagnar í fræðslunefnd og til umsagnar hjá skólastjórnendum Grunnskóla Borgarfjarðar.

4.Fjárhagsáætlun 2022

2106002

Lögð fram fyrstu drög að tekjuáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2022 ásamt drögum að skiptingu á milli málaflokka.
Lagt fram til kynningar.

5.Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2021 - skýrsla Byggðastofnunar

2106093

Þann 18. júní sl. kom út skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á fasteignagjöldum sveitarfélaga. Fasteignagjöld samanstanda af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjöldum. Skýrslan tekin til umræðu til undirbúnings fyrir fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.
Farið yfir niðurstöðu skýrslu Byggðastofnunar. Hefur það verið markmið sveitarstjórnar á þessu kjörtímabili að leitast við að lækka fasteignagjöld. Heildar fasteignagjöld standa saman af nokkrum þáttum þ.e. fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjaldi og hefur sveitarfélagið áhrif á tiltekin gjöld.

Það sem hefur m.a. verið gripið til er lækkun á álagningarhlutfalli fasteignarskatts enda er sveitarfélagið rétt fyrir neðan miðju listans ef aðeins er horft til þess liðar. Töluverð hlutfallsleg hækkun hefur verið á fasteignamati í Borgarbyggð frá 2014 skv. skýrslunni og þó það sé á heildina litið jákvætt þá hefur það áhrif til hækkunar á krónutölu fasteignaskattsins. Þá eru virkar umræður í gangi við Orkuveitu Reykjavíkur í því skyni að leita leiða til þess að lækka gjaldskrá en gjöld vegna vatns- og fráveitu vega inn í heildarfasteignagjöld.

Þá fór Borgarbyggð í innleiðingu á flokkun lífræns úrgangs í öllu sveitarfélaginu til að uppfylla lögbundnar skyldur og hafði sú breyting einnig áhrif á krónutölu fasteignagjalda. Á það er bent að enn eiga einhver sveitarfélög eftir að fara í þessa innleiðingu.

Byggðarráð ítrekar þann vilja að leita leiða til að lækka fasteignagjöld í sveitarfélaginu og felur sveitarstjóra láta vinna greiningu á þeim þáttum sem fasteignagjöld sveitarfélagsins standa saman af og bera saman við samanburðarsveitarfélög.

6.Lýðheilsustöð hjá Golfklúbbi Borgarness

2106048

Lagt er fram bréf Ingva Árnasonar, formanns Golfklúbbs Borgarness, f.h. Golfklúbbsins, dags. 8. júní sl., með tillögu að lýðheilsustöð við Golfvöllinn í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar fyrir kynningu á fyrirhugaðri lýðheilsustöð og lýsir yfir áhuga á því að koma að verkefninu með einhverjum hætti. Er sveitarstjóra falið að vinna áfram með Golfklúbbi Borgarness að mótun hugmyndarinnar.

7.Leiktæki á Bifröst

2106094

Framlagt erindi frá Ágústi Helga Franklínssyni og Hrafni Sölva Vignissyni um söfnun fyrir aparólu og ærslabelg á Bifröst og ósk um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
Byggðarráð tekur vel í erindi Ágústs Helga og Hrafns Sölva um fyrirhugaða söfnun. Lýsir byggðarráð því að sveitarfélagið geti komið að verkefninu með sama hætti og gert var við sambærilega söfnun barna á Hvanneyri fyrir aparólu, þar sem áhaldahús Borgarbyggðar sá um vinnu við að setja niður leiktækið.

8.Ágangur sauðfjár- kvörtun

2106087

Lagt fram erindi frá Kristínu Hjaltadóttur, Brynju Dýrborgardóttir, Friðriki Sigurbergssyni, Árný Sigurðardóttur, Hjalta Njálssyni, Valdísi Þóru Valdimarsdóttur, Lárusi Elíassyni, Ingibjörgu Óðinsdóttur, Þórarni Skúlasyni og Óskari Rafnssyni dags. 19. júní 2021, þar sem kvartað er undan ágangi sauðfjár á heimalöndum og farið er fram á að sveitarstjórn nýti heimild sína í 32. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 og láti smala ágangsfénaði.

Lagt fram erindi frá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, dags. 22. júní 2021 þar sem kvartað er undan ágangi sauðfjár í heimalöndum.
Í girðingalögum nr. 135/2001 er fjallað um það hlutverk landeigenda að girða fjárheldar girðingar og hvernig kostnaði er skipt.

Lausaganga búfjár er ekki bönnuð í Borgarbyggð utan þess sem tiltekið er í 6. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013. Í 8. gr. sömu laga segir svo:
„Umráðamanni lands er heimilt að ákveða að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað svæði og er þá umgangur og beit búfjár þar bönnuð. Slík ákvörðun skal tilkynnt viðkomandi sveitarfélagi og skal liggja fyrir umsögn búnaðarsambands um að vörslulínur séu fullnægjandi og uppfylli ákvæði laga þessara, sbr. 3. gr. Sveitarstjórn skal auglýsa slíka ákvörðun í Stjórnartíðindum. Umráðamaður lands skal fyrir 15. júní á hverju vori framvísa til sveitarstjórnar umsögn búnaðarsambands um að vörslulína sé fullnægjandi. Um skiptingu kostnaðar við vörslulínu á landamerkjum fer eftir ákvæðum girðingar- og vegalaga.“

Hér er umráðamanni lands gefin heimild til að taka ákvörðun um að friða tiltekið og afmarkað landssvæði. Sveitarstjórn skal styðja við slíka ákvörðun með auglýsingu. Árlega skal hafa eftirlit með að vörslulínur séu fullnægjandi. Kostnaður við girðingar deilist eftir ákvæðum girðinga- og vegalaga ef þær liggja á landamerkjum.

Byggðaráð telur óframkvæmanlegt að skylda sauðfjáreigendur til að reka fé sitt í afrétt skv. 6.gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015, enda eru afréttir ekki að fullu afgirtir.

Erindum er varða aðkomu sveitarstjórnar að smölun heimalanda er því hafnað.

9.Verkaskipting nefndar

2106055

Ný stjórn Fjallskilanefndar Þverárréttar er svona skipuð:
Formaður: Þuríður Guðmundsdóttir
Varaformaður: S. Sindri Sigurgeirsson
Ritari: Einar G. Örnólfsson
Meðstjórnandi: Egill J. Kristinsson
Byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar Borgarbyggðar, samþykkir að Þuríður Guðmundsdóttir taki sæti í fjallskilanefnd Borgarbyggðar sem formaður fjallskilanefndar Þverárréttar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun.

10.Leitir og réttir 2021

2106058

Eftirfarandi bókun fjallskilanefndar Þverárréttar er lögð fyrir byggðaráð: Afréttarnefnd Þverárréttaruppreksturs óskar eftir því að leitum og þar með réttum í Þverárrétt haustið 2021 verði flýtt um eina viku. Þ.e. að fyrsta rétt fari fram mánudaginn 13. september í stað 20. september. Þetta telur nefndin nauðsynlegt til þess að minnka líkur á slæmu veðri í leitum, auka líkur bænda til að fá hærra verð fyrir afurðir sínar vegna álagsgreiðslna og síðast en ekki síst til að geta verið samhliða Reykdælum til að auka skilvirkni smalamennskunnar. Það skal áréttað að þessi flýting gildi um allar þrjár leitir haustsins.

Í fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepps segir í m.a. 15. gr.: "Nú þykir nauðsyn bera til að leitir fari fram á öðrum tíma en hér er fyrir mælt. Geta þá sveitarstjórnir gert tillögu til stjórnar fjallskilaumdæmisins um breytingar. [...]"
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar samþykkir fyrir sitt leyti að flýta göngum og þar með réttum í Þverárrétt um eina viku og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.

11.Flutningur á riðufé í gegnum Borgarbyggð

2103162

Á 564. fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar var afstöðu til rökstuðnings Matvælastofnunar frestað þar til frekari upplýsingar bærust, m.a. frá starfandi dýralæknum um viðbrögð Matvælastofnunar við riðusmiti. Málið er lagt að nýju fyrir byggðarráð til ákvörðunar.
Framlagður rökstuðningur Matvælastofnunar lagður fram til kynningar. Matvælastofnun er helsti sérfræðingur í forvörnum við riðusjúkdómum og ber ábyrgð á því að framkvæmdir í tengslum við riðusmit í sveitarfélaginu Borgarbyggð teljist fullnægjandi. Byggðarráð telur að ekki hafi verið samræmi í þeim aðgerðum sem gripið var til þar sem riðusmit kom upp, en þar var gripið til harkalegra aðgerða, niðurskurðar og þrifa. Jafnframt hafi verið viðamiklar aðgerðir í öðru sveitarfélagi, þar sem flutningabifreiðin stöðvaði för, en jarðvegsskipt var á staðnum sem blóðvökvi lak úr umræddum flutningabíl og umrætt svæði afgirt. Í Borgarbyggð hafi hins vegar ekki verið gripið til neinna aðgerða af hálfu Matvælastofnunar á þeim svæðum sem blóðvökvi úr riðusmituðu fé sannanlega lak úr umræddri flutningabifreið.

12.Stofnstyrkur Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

2106074

Nýstofnað Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs hefur sótt um til sveitarfélagsins stofnfjárstyrk til þess að koma af stað þeim umbótaverkefnum í sveitarfélaginu sem félagið hyggst standa fyrir.
Byggðarráð samþykkir stofnfjárstyrk fyrir Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs að fjárhæð kr. 350.000.

Starf félagsins hefur farið kröftuglega af stað, þar sem stofnmeðlimir félagsins eru á annað hundrað. Þá falla markmið þess og starfsemi vel að stefnumörkun sveitarfélagsins um heilsueflandi samfélag.

Tvö stærstu verkefni ferðafélagsins innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar eru uppbygging gönguleiðar um svokallaða Vatnaleið og hins vegar uppbygging göngustíga frá Einkunnum að Borg. Styrkur sveitarfélagsins er bundinn því að fjárhæðin renni í annað hvort þessara verkefna eða þau bæði eftir ákvörðun Ferðafélagsins. Styrkurinn skal greiðast í tvennu lagi, 50% við tilkynningu um styrkveitingu og 50% þegar lokaskýrsla um verkefnið hefur borist sveitarfélagsinu. Framvindu eða lokaskýrslu skal skila eigi síðar en 30. nóvember 2021. Heimilt er að gefa frest á skilum á lokaskýrslu um eitt ár ef fram kemur rökstudd beiðni þar um fyrir 30. nóvember.


13.Úttekt á starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar

2106071

Framlögð úttekt Húsnæðis - og mannvirkjastofnunar frá 1. júní á starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar.
Niðurstöðum úr úttekt Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar frá 1. júní sl. um starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar er vísað til umsagnar til fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar. Jafnframt er þeim hluta athugasemda sem útheimtir aukið fjármagn til fjárhagsáætlunargerðar, fyrir árið 2022 og 10 ára áætlunar slökkviliðsins. Að umsögn fagráðs fenginni er sveitarstjóra falið að senda erindi til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar með rökstuddri úrbótaáætlun sveitarfélagsins til næstu ára.

14.Söfnun dýraleifa - gjaldskrá

2106073

Kynning á tillögum að breytingum á gjaldskrá um dýraleifar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna breytingar að gjaldskrá um dýraleifar og leggja fyrir byggðarráð til samþykktar.

15.Nýsköpunar - og þróunarsetur á landsbyggðinni - viljayfirlýsing

2106068

Framlögð drög að viljayfirlýsingu um stofnun Nýsköpunar - og þróunarseturs við háskólana í Borgarbyggð.
Byggðarráð, í umboð sveitarstjórnar felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um stofnun Nýsköpunar- og þróunarseturs við háskólana í Borgarbyggð f.h. sveitarfélagsins.

16.Samstarfssamningar um hátíðar í Borgarbyggð

2101027

Lagðir fram samstarfssamningar við Reykholtshátíðina og Plan-B til staðfestinga.
Byggðarráð f.h. sveitarstjórnar staðfestir fyrirliggjandi samstarfssamninga vegna Reykholtshátíðar og Plan B.

17.Vatnsveita Hraunhrepps

2106079

Til fundarins koma fulltrúar vatnsveitu Hraunhrepps til þess að ræða aðkomu sveitarfélagsins að vatnsveitu á þessu svæði í sveitarfélaginu.
Fulltrúum vatnsveitu Hraunhrepps er þakkað erindið og þess óskað að þeir verði í sambandi við forseta sveitarstjórnar varðandi næstu skref er varða málefni Vatnsveitunnar.

18.Húsafell, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, skipulagslýsing, verslunar- og þjónustusvæði.

2005037

Lögð er fram vinnslutillaga, dags 7. júní 2021 vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, unnin af Alta. Í tillögunni er landnotkun skilgreind fyrir verslun, þjónustu, íbúða- og frístundabyggð sunnan þjóðvegar í Húsafelli. Markmið breytingartillögunnar er að skilgreina landnotkun svæðisins og samgöngukerfi þannig að menningarstarfsemi, búseta, ferðaþjónusta, auðlindanýting og frístundabyggð geti lifað í sátt og samlyndi með áherslu á menningarlega reisn og einstakt náttúrufar Húsafells.
Byggðarráð, f.h. sveitarstjórnar, samþykkir framlagða vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Húsafells og felur skipulagsfulltrúa að kynna vinnslutillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum og hagsmunaaðilum og leita umsagna lögbundinna umsagnaraðila. Um fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins er að ræða.

19.Endurheimt votlendis - Brúarland - L135993

2104207

Bókun 24. fundar skipualags- og byggingarnefndar: Skipulags- og byggingarnefnd telur að umrædd framkvæmd muni ekki hafa áhrif á nærliggjandi jarðir og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis í landi Brúarlands L135993 skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Byggðarráð í umboði sveitarstjórnar Borgarbyggðar samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis í landi Brúarlands L135993 skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins er að ræða.

20.Hreðavatnsland L173088 - Rjóður - Stækkun lóðar

2105015

Eigandi að landi Hreðavatn L134772 og Hreðavatnsland (Rjóður) L173088, óskar eftir stofnun nýrra fasteigna úr framangreindum landareignum. Um er að ræða 203,3fm spildu úr Hreðavatnslandi og 3404,3fm spildu úr Hreðavatni. Er þetta liður í fyrirhugaðri stækkun sumarbústaðalóðarinnar Hreðavatnsland (Rjóður) upp í 6000fm og breytingu á útmörkum lóðar við veginn sem er nú innan lóðar sumarbústaðarins.
Byggðarráð, f.h. sveitarstjórnar, samþykkir að stofnuð verði 3404,8 fm lóð úr Hreðavatni L134772 og 203,3 fm lóð úr Hreðavatnslandi L173088. 3404,8 fm lóðin mun eftir stofnun renna saman við L173088 og lóðin sem er 203,3 fm mun eftir stofnun renna saman við L134772.

Byggðarráð felur sveitarstjórna að stofna lóðirnar og afgreiða samruna þeirra.

Um fullnaðarákvarðanir innan sveitarfélagsins er að ræða.

21.Fjóluklettur 10 - Umsókn um lóð

2105160

Umsókn Nataliu Báru Sergeisdóttur um lóðina við Fjóluklett 10.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni við Fjóluklett 10 til Nataliu Báru Sergeisdóttur.

22.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 15

2106012

Framlögð umsókn Thelmu Rutar Guðmundsdóttur um lóðina Fjóluklett 15.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni við Fjóluklett 15 til Thelmu Rutar Guðmundsdóttur.

23.Kynning á niðurstöðu dómsmáls vegna uppsagnar sveitarstjóra

1911092

Lagður er fram til kynningar dómur héraðsdóms Vesturlands þar sem Gunnlaugur Auðunn Júlíusson stefndi Borgarbyggð. Dómurinn var kveðinn upp 16. júní sl. í máli nr. E-102/2020, og Borgarbyggð sýkn af kröfum stefnanda.
Lagt fram til kynningar.

24.XXXVI. landsþing Sambands ísl sveitarfélaga

2101132

Framlögð fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 21. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

25.Faxaflóahafnir sf. - Aðalfundur 2021

2106070

Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður þann 25. júní 2021
Magnúsi Smára Snorrasyni er falið umboð til þess að mæta f.h. Borgarbyggðar á aðalfund Faxaflóahafna, þann 25. júní nk.

Fundi slitið - kl. 12:00.