Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins kl. 8:15.
1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2021
2103132
Lagður fram samanburður úr bókhaldi við rekstur og framkvæmdakostnað fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2021.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum samanburðar á rekstrar- og framkvæmdakostnaði til samanburðar við áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Eftirlit þarf að hafa með ákveðnum rekstrarliðum og verður það unnið áfram í góðu samstarfi við forstöðumenn.
2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
2102077
Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 og lögð fram vinnugögn
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2021. Í tillögunni er gert ráð fyrir að launakostnaðar slökkviliðs hækki um 7,5 millj vegna aukinna bakvaktargreiðslna, launakostnaður búsetuþjónustu hækki um 8,0 millj vegna veikinda starfsfólks og styttingar vinnuvikunnar, húsaleiga á skrifstofuhúsnæði aukist um 2,0 millj en á móti koma húsaleigutekjur sem nema 1,0 millj og að afskriftir og vaxtakostnaður hækki um 8,8 millj. Breytingar á vöxtum og afskriftum eru þar að auki um 300 þús vegna áhrifa frá fyrra ári. Breytingar á tekjum verða þannig að útsvarstekjur hækka um 50 milljónir. Við þessa breytingu verður 5 millj kr afgangur á rekstraráætlun ársins.
Gert er ráð fyrir hækkun á framkvæmdakostnaði við Grunnskólann í Borgarnesi um 9 millj, kaup á Digranesgötu 2 fyrir 241 millj og breytingum á því húsnæði fyrir 6 millj. Framkvæmdaáætlun ársins hækkar því um 256 millj frá því sem áður var áætlað.
Gert er ráð fyrir nýju langtímaláni fyrir 175 millj og skammtímaláni fyrir 83,5 millj til að fjármagna auknar fjárfestingar og framkvæmdir.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir viðaukann samhljóða.
Gert er ráð fyrir hækkun á framkvæmdakostnaði við Grunnskólann í Borgarnesi um 9 millj, kaup á Digranesgötu 2 fyrir 241 millj og breytingum á því húsnæði fyrir 6 millj. Framkvæmdaáætlun ársins hækkar því um 256 millj frá því sem áður var áætlað.
Gert er ráð fyrir nýju langtímaláni fyrir 175 millj og skammtímaláni fyrir 83,5 millj til að fjármagna auknar fjárfestingar og framkvæmdir.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir viðaukann samhljóða.
3.Grunnskólinn í Borgarnesi - ferli og eftirlit með framkvæmdum
2107025
Kynnt eru drög að verkefnistillögu vegna úttektar á ferli og eftirliti með framkvæmdum við húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir verkefnistillöguna og felur sveitarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna vinnunar. Gert er ráð fyrir að skýrslu verði skilað í september.
4.Húsnæðismál Ráðhússins - kaupsamningur Digranesgötu
1909156
Lagður er fram kaupsamningur þar sem Borgarbyggð kaupir Digranesgötu 2, Borgarnesi, af Arion banka auk fylgigagn til staðfestingar.
Á 564. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að ganga frá kaupasamningi við Arion banka, m.t.t. ástandsskoðunar og leggja fyrir sveitarstjórn auk þess að undirbúa viðauka vegna kaupann. Sveitarstjóra var jafnframt falið að ljúka hönnun húsnæðisins innandyra og kostnaðarmat á þeim framkvæmdum.
Þann 14. júlí sl. undirritaði sveitarstjóri kaupsamning við Arion banka vegna kaupanna á Digranesgötu 2, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, ásamt samkomulagi um leigu á hluta eignarinnar til Arion banka.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir framlagðan kaupsamning og samkomulag um leigu á hluta eignarinnar við Digranesgötu 2 í Borgarnesi.
Þann 14. júlí sl. undirritaði sveitarstjóri kaupsamning við Arion banka vegna kaupanna á Digranesgötu 2, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, ásamt samkomulagi um leigu á hluta eignarinnar til Arion banka.
Byggðarráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir framlagðan kaupsamning og samkomulag um leigu á hluta eignarinnar við Digranesgötu 2 í Borgarnesi.
5.Húsnæðismál Ráðhússins - húsaleigusamningur
1909156
Lögð eru fram drög að húsaleigusamningi vegna Bjarnarbrautar 8, Borgarnesi til 1. apríl 2021.
Byggðarráð samþykkir leigusamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Borgarbyggðar.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, yfirgaf fundinn kl. 9:30.
6.Framlenging á starfi samskiptastjóra
2107027
Framlögð beiðni um framlengingu á stöðugildi fyrir samskiptastjóra sveitarfélagsins.
Byggðarráð staðfestir að tímabundið starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála nú samskiptastjóra verði haldið innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera breytingar á starfslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og auglýsa starfið í samráði við byggðarráð.
7.Friðlýsingar Borgarvogs
2009086
Lögð fram endanleg tillaga samstarfshóps um friðlýsingu Borgarvogs, með áorðnum breytingum að loknum athugasemdafresti.
Byggðarráð vísar tillögu starfshóps um friðlýsingu Borgarvogs til umsagnar í umhverfis- og landbúnaðarnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.
8.Sundabraut - yfirlýsing Reykjavíkurborgar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
2107031
Lögð er fram til kynningar yfirlýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjórans í Reykjavík vegna uppbyggingar Sundabrautar, dags. 6. júlí 2021.
Byggðarráð fagnar framlagðri yfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um uppbyggingu Sundabrautar. Byggðaráð leggur áherslu á að greiningarvinna klárist eins fljótt og verð má til að hægt verði að gera áætlanir og hefja undirbúning við framkvæmdina. Sundabraut mun bæta umferð til og frá höfuðboginni og auka umferðar- og almannaöryggi til mikilla muna. Byggðarráð ítrekar áskorun sveitarstjórnar frá 209. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 14. janúar sl. sem er svohljóðandi:
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar skorar á Vegagerðina og Reykjavíkurborg að leggja fram hið fyrsta áætlanir um lagningu Sundabrautar svo raunhæfur undirbúningur og framkvæmdir geti hafist. Sundabraut mun bæta umferð til og frá höfuðborginni og auka umferðar- og almannaöryggi til mikilla muna. Verkefnið þolir ekki frekari bið og er mikilvægt að ýta því úr vör sem allra fyrst."
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar skorar á Vegagerðina og Reykjavíkurborg að leggja fram hið fyrsta áætlanir um lagningu Sundabrautar svo raunhæfur undirbúningur og framkvæmdir geti hafist. Sundabraut mun bæta umferð til og frá höfuðborginni og auka umferðar- og almannaöryggi til mikilla muna. Verkefnið þolir ekki frekari bið og er mikilvægt að ýta því úr vör sem allra fyrst."
9.Kerfisáætlun 2020 - 2029- komin í opið umsagnarferli
2006141
Kynnt eru drög að umsögn SSV vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2021-2030.
Byggðarráð samþykkir tillögu SSV að sameiginlegri umsögn sveitarfélaganna á Vesturlandi um Kerfisáætlun Landsnets varðandi uppbyggingu stofn- og svæðislínukerfis o.fl.
10.Erindi frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna Ikan
2107029
Lagt er fram bréf Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna kæru Þorsteins Mána Árnasonar f.h. Ikan ehf., vegna afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn, dags. 6. júlí sl. auk svars sveitarstjóra við erindinu, dags. 15. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.
11.Skýrsla KPMG - beiðni um aðgang
2101116
Kynntur er úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1028/2021 í máli nr. 21030008, sem kveðinn var upp 7. júlí sl.
Í janúar 2021 barst sveitarstjóra skýrsla, merkt trúnaðarmál frá KMPG sem fjallaði um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi Borgarbyggðar. Í umræddri skýrslu er að finna athugasemdir og ábendingar, í sumum tilvikum er um að ræða tilmæli um það sem mætti lagfæra en einnig er að finna ábendingar sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Um er að ræða vinnuskjal sem er leið fyrir endurskoðendur til að geta komið upplýsingum á framfæri við stjórnendur um hvað þyrfti að aðhafast vegna innri endurskoðunar eða fjárhagskerfi. Skýrslan er einnig hreinskiptin samskiptaleið frá endurskoðendum til stjórnenda þar sem ábendingar geta varðað einstaka starfsfólk og þar með viðkvæmar persónuupplýsingar. Vegna þessa samskiptaforms og upplýsinga sem geta komið fram í þeim var litið á skýrsluna sem trúnaðarskjal og vinnuskjal og ætti því ekki að birtast opinberleg í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í endurskoðunarskýrslu með ársreikningi sveitarfélagsins koma fram ábendingar úr skýrslunni sem varða atriði þar sem nauðsynlegt er að bæta innra eftirlit vegna verulegra veikleika eða samansafn veikleika sem og þær ábendingar sem varða veikleika sem þarf að taka á og eru viðvarandi.
Þar sem sveitarfélagið skilgreindi skjalið sem trúnaðarskjal hafnaði sveitarfélagið beiðni um skjalið. Sú ákvörðun var kærð og niðurstöður úrskurðar úrskurðarnefndarinnar er að skýrslan innihéldi ekki viðkvæmar persónuupplýsingar og bæri að afhenda kæranda skýrsluna. Borgarbyggð hefur framfylgt niðurstöðunni og mun framvegis afhenda slíkar skýrslur, sé þess óskað og þær innihaldi ekki viðkvæmar persónuupplýsingar.
Þar sem sveitarfélagið skilgreindi skjalið sem trúnaðarskjal hafnaði sveitarfélagið beiðni um skjalið. Sú ákvörðun var kærð og niðurstöður úrskurðar úrskurðarnefndarinnar er að skýrslan innihéldi ekki viðkvæmar persónuupplýsingar og bæri að afhenda kæranda skýrsluna. Borgarbyggð hefur framfylgt niðurstöðunni og mun framvegis afhenda slíkar skýrslur, sé þess óskað og þær innihaldi ekki viðkvæmar persónuupplýsingar.
12.Rallý Reykjavík 2021
2107041
Lögð fram beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 13. júlí 2021 um heimild til þess að mega fara Kaldadal í Kemi Rally Reykjavík keppni sem haldin verður á Vesturlandi 20. - 21. ágúst.
Leyfi Vegagerðarinnar liggur fyrir.
Leyfi Vegagerðarinnar liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstur á leiðinni að því tilskyldu að veginum verði skilað í sambærilegu ástandi og hann er.
13.Upplifunargarður (Latabæjar)
2101143
Lagður er fram tölvupóstur Helgu Halldórsdóttur, dags. 16. júní sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Borgarbyggð um tillögu að staðsetningu Upplifunargarðs - Lazy town studio í Borgarnesi.
Sveitarstjóri kynnir hugmyndir forsvarsmanna verkefnisins um staðsetningu Upplifunargarðsins.
Byggðarráð bendir á að um mikilvægan stað fyrir aðkomu, bæjarmynd og ásýn Borgarnes er að ræða og gera þarf strangar kröfur til hönnunar mannvirkja á svæðinu og leggja mikla alúð og rækta umhverfið, á það m.a. við um öll mannvirki og lóðafrágang t.d. í kringum sorpgáma og vörumóttöku. Byggðarráð bendir enn fremur á að hluti þess svæðis tilheyri lóð sem þegar hefur verið úthlutað og byggt á að hluta. Gera þyrfti breytingar á deiliskipulagi til að hægt væri að veita byggingarleyfi.
Að því sögðu tekur byggðarráð jákvætt í þær hugmyndir sem voru kynntar, en leggur áherslu á að mikilvægt er að koma fram með forhönnun hugmynda til að hægt sé að átta sig betur á hönnun og útkomu húsnæðisins í umhverfinu.
Byggðarráð bendir á að um mikilvægan stað fyrir aðkomu, bæjarmynd og ásýn Borgarnes er að ræða og gera þarf strangar kröfur til hönnunar mannvirkja á svæðinu og leggja mikla alúð og rækta umhverfið, á það m.a. við um öll mannvirki og lóðafrágang t.d. í kringum sorpgáma og vörumóttöku. Byggðarráð bendir enn fremur á að hluti þess svæðis tilheyri lóð sem þegar hefur verið úthlutað og byggt á að hluta. Gera þyrfti breytingar á deiliskipulagi til að hægt væri að veita byggingarleyfi.
Að því sögðu tekur byggðarráð jákvætt í þær hugmyndir sem voru kynntar, en leggur áherslu á að mikilvægt er að koma fram með forhönnun hugmynda til að hægt sé að átta sig betur á hönnun og útkomu húsnæðisins í umhverfinu.
14.Umsögn - Dalabyggð - Haukabrekka í Stóra-Langadal
2106116
Lögð er fram ósk um umsögn frá Dalabyggð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag sem nær til hluta Haukabrekku í Stóra-Langadal. Skipulagssvæðið afmarkast af Stóru-Langadalsá til vesturs og brekkurótum Grásteinsfjalls að austan og nær yfir bæjarstæði Haukabrekku og nánasta umhverfi þess.
Byggðarráð Borgarbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagt deiliskipulag.
15.Skógarbrekkur 4 L188642 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2106066
Eigandi lóðarinnar Skógabrekka 4 L188642 sækir um byggingarleyfi fyrir 99,7 fm frístundahúsi á sumarhúsalóð sem ekki er deiliskipulögð.
Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðum Skógarbrekkur 2, 6, 5 og 7 ásamt Kiðárbotnum 50, 52 og 54. Samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.Sóltún 13 L194189 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2106118
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 55,2 fm bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Sóltún 13 á Hvanneyri sem er ekki deiliskipulögð.
Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðum, Sóltún 11, 12 og 14a. samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.Skógarkot - L219170 - skipting lands
2106034
Lagt er fram erindi langeiganda að Skógarkoti L219170, þar sem óskað er eftir heimild til að stofna 9 spildur á landinu. Hver spilda verður 3-9 ha, samtals 56,2 ha.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir erindið með þeim fyrirvara að að skilað verið inn undirrituðu samþykki allra landeigenda, hnitsettu lóðablaði og undirritað eyðublað Þjóðskrár Íslands, F-550, um skráningu nýrrar lóðar.
18.Stóri-Árás Vestan 1 - L135326 - Jarðlangsstaðir - óv.br.dsk
2107076
Lagt er fram erindi frá arkitektastofnunni Sei fyrir hönd lóðareiganda við Stór-Árás vestan 1, L135326 í landi Jarðlangsstaða þar sem farið er þess á leit við Borgarbyggði að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi. Um er að ræða skilmálabreytingu sem tekur til umræddrar lóðar þar sem heimilað er að reisa eitt hús og eina geymslu innan byggingarreits verði einnig heimilt að reisa eitt gestahús, stærð gestahúss allt að 30 m2. Heimilað byggingarmagn innan lóðarinnar helst óbreytt sem og aðrir skilmálar er snúa að hæð, formgerð og útiliti er koma fram í gildandi deiliskipulagi.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar á Jarðlangsstöðum. Málið fái meðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum á aðliggjandi lóðum, Stóri-Árás austan 01, 1, 2, Stóri-Árás vestan 2, Mið-Árás 9 og langdeigendum Jarðlangsstaða.
19.Stóri-Ás L134513 - Deiliskipulag
2101006
Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir Byggingarlóð í landi Stóra-Áss að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst 19. maí til og með 2. júlí 2021 og send lögbundnum umsagnaraðilum. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Byggingarlóðar í landi Stóra-Áss í Borgarbyggði, L134513 sem auglýst hefur verið samkvæmt 41. gr. skipulagslaga. Málsmeðferð í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.Bjarnastaðir L134637 - Brekkubyggð - DSK óveruleg breyting
2103129
Lögð er fram á ný, tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bjarnastaða L134637 að lokinni grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir hagsmunaaðilum á aðliggjandi lóðum, Skógarbyggð 1, 2, 3, 4 og Brekkubyggð 2 og 4. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu deiliskipulagi og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.Flýting leita og rétta að hausti
2107040
Eftirfarandi bókun fjallskilanefndar Hítardalsréttar er lögð fyrir byggðaráð:
Rætt um að flýta leitum um eina viku að hausti. Óskað er eftir því að sveitarstjórn fari fram á þessa breytingu við stjórn fjallskilaumdæmisins. Breyting er í samræmi við 15. grein fjallskilasamþykktar, c.liður. Þannig að leitartími breytist á svæðinu vestan Norðurár og Sanddalsár að Hítará. Þannig að öllum þremur leitum verði flýtt um eina viku. Ofangreind tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum (G.G, K.G). F.L. sat hjá.
Lagðar fram umsagnir fjallskilanefndar Grímsstaðaréttar og fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar vegna þessa erindis.
Rætt um að flýta leitum um eina viku að hausti. Óskað er eftir því að sveitarstjórn fari fram á þessa breytingu við stjórn fjallskilaumdæmisins. Breyting er í samræmi við 15. grein fjallskilasamþykktar, c.liður. Þannig að leitartími breytist á svæðinu vestan Norðurár og Sanddalsár að Hítará. Þannig að öllum þremur leitum verði flýtt um eina viku. Ofangreind tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum (G.G, K.G). F.L. sat hjá.
Lagðar fram umsagnir fjallskilanefndar Grímsstaðaréttar og fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar vegna þessa erindis.
Byggðaráð, sem fer með fullnaðarákvörðunarvald sveitarstjórnar, samþykkir fyrir sitt leyti að flýta göngum og þar með réttum á svæðinu vestan Norðurár og Sanddalsár að Hítará sbr.c. lið 15. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015, þannig að öllum þremur leitum verði flýtt um eina viku og leggur þá tillögu fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til staðfestingar. Um er að ræða fullnaðarákvörðun innan sveitarfélagsins.
22.fundargerð 10. fundar ABHS
2107030
Framlögð fundargerð 10. fundar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Háskjólabyggð 7 L135104 - Viðbygging
2105028
Lagt er fram erindi frá eigendum Háskjólabyggðar 7 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, 22 m2, við núverandi sumarhús. Á svæðinu er í gildi gamalt deiliskipulag og lóðamörk ekki ljós þar sem lóðir hafa ekki verið uppmældar.
Byggðarráð heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu frístundahúss við Háskjólabyggð að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
24.Grunnskólinn í Borgarnesi - framkvæmdir 2021
2107089
Kynnt er minnisblað Benedikts Magnússonar, dags. 19. júní 2021, þar sem farið er yfir stöðu á verkinu við Grunnskólann í Borgarnesi og minnisblað Eiríks Ólafssonar, sviðsstjóra fjármálasviðs og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sveitarstjóra, dags. 21. júlí 2021 með tillögum að úrlausn.
Byggðarráð samþykkir að farið verði í uppsetningu á útikennslustofu ásamt áfastri girðingu og smáhýsi, unnið við gróður á lóð og smíðastofan innréttuð við Grunnskólann í Borgarnesi og að gerður verði viðauki að fjárhæð 9 millj kr. í fjárfestingaráætlun.
25.Stjórnsýslukæra nr. 71_2021_úrskurðarnefnd ÚNU - Ikan
2106003
Lagður er fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, frá 15. júlí sl. í máli nr. 71/2021, þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar frá 17. febrúar sl. um að loka hluta mannvirkis á lóðinni Brákarbraut 25-27.
Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni. Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.